Viðburðir og fréttir í janúar 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 31. janúar 2011:

Biskupsvistasía í Hjallasókn og eldri borgarar heimsóttir í opið hús

Í síðustu viku var Biskupsvisitasía í Hjallasókn, en undanfarna mánuði hefur biskupinn heim- sótt kirkjusóknir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Þessa vikuna notaði hann til að kynna sér starfsemi Hjallasóknar og til að ræða við presta og starfsfólk safnaðarins.

Þann 27. janúar s.l. leit hann við í kraftmiklu kirkjustarfi heldri borgara í Hjallasókn, sem var með opið hús, eins og er alltaf hjá þeim í hádeginu á fimmtudögum. Séra Íris Kristjáns- dóttir sóknarprestur tók á móti biskupi og kynnti hann fyrir fólkinu.

Sjá hér myndir

 

Sjá hér myndir

Eftir viðkynningu og borðbæn var ráðist í hlaðborðið þar sem súpa og snittur voru í mat. Myndavélin var eitthvað að stríða fréttasnápi svo fyrirgefið að gæðin eru ekki alveg eins og til er ætlast.

Í gærmorgun, sunnudag, var síðan Guðsþjón- usta í Hjallakirkju þar sem biskup Íslands pre- dikaði og séra Íris þjónaði. Boðið er upp á veitingar að messu lokinni.   Sjá hér myndir

• 28. janúar 2011:

“Ert þú að sökkva?” Tómasarmessa á sunnudagskvöld, 30. janúar kl. 20

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 30. janúar, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskar kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Umfjöllunarefni þessarar messu verður spurningin: Ert þú að sökkva?

• 26. janúar 2011:

Lifandi steinar - námskeið í Fella- og Hólakirkju um trúna

Í febrúar og mars verður boðið upp á nám- skeið í kirkjunni undir yfirskriftinni "Lifandi steinar". Námskeiðið er í höndum sr. Guð- mundar Karls Ágústssonar og er haldið á fimmtudögum kl. 19:30 - 21:30.

Námskeiðið hefst 3. febrúar og lýkur í lok mars, alls 7 skipti. Innritun og upplýsingar hjá sr. Guðmundi Karl eða í síma 896 4853.


 

Námskeiðið veitir: innsæi í eðli guðsþjón- ustunnar; samfélag við aðra í söfnuðinum; aukna trúa á eigin möguleika og hlutverk; meiri tengsl á milli trúar og daglegs lífs og hjálp við að vinna með spurningar um trúna og lífið.

• 24. janúar 2011:

Kirkjustarfið í Árbæjarkirkju - kátar mömmur og glöð börn

Í síðustu viku fór fréttasnápur í heimsókn í Árbæjarkirkju, en þar hefur kirkjustarf eldri borgara verið mjög þróttmikið undanfarin ár. Ætlunin var að taka myndir af þeim og fjalla aðeins um handavinnusýninguna þeirra sem þau voru með og hátíðina sem verður haldin á uppstigningardag, 2. júní á degi aldraðra.

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

 

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

En eitthvað hafði fréttasnápur lesið dagskrá "Á döfinni" hér í vinstra dálki, því auðvitað var mömmumorgunn á dagskránni þann dag. Ekki var það verra, því það er líka gaman að heimsækja þær og taka myndir af börnunum, sem og ég gerði.

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

• 20. janúar 2011:

Biblíulestrar - 10 vikna námskeið hefst í Breiðholtskirkju 27. janúar

Starfs- og leikmannaskólinn verður með námskeiðið Biblíulestrar í Breiðholtskirkju á fimmtudögum frá og með 27. janúar n.k. Námskeiðið sem er 10 skipti, lýkur 25. mars.

Á námskeiðinu verða guðspjöll Nýja testa- mentisins lesin. Í upphafi verður farið yfir hvert guðspjall fyrir sig. Greint frá tilurð þess, höfundi og uppbyggingu. Síðan verður textinn lesinn yfir í heild og síðan valdir 1-2 kaflar sem farið verður sérstaklega yfir.

 

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

Á námskeiðinu verður stuðst við bókin „Bókin um Biblíuna“ eftir Lisbet Kjær Müller og Mogeng Müller í umfjöllun um guðspjöllin. Umsjón með námskeiðinu hefur Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

• 18. janúar 2011:

Mömmumorgunn í Seljakirkju

Í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra er mikið og fjölbreytt starf fyrir utan hið almenna kirkjustarf. Þar er helst að nefna öflugt barna- og unglingastarf, kirkjustarf aldraðra borgara, tómstundaklúbbar, söng- og kórastarf og síðast en ekki síst, öflugt foreldrastarf.

Þegar við litum í Seljakirkju fyrr í dag voru þar samankomnir foreldrar ungbarna sem hittast vikulega í kirkjunni til að spjalla saman, fá sér kaffibolla og leyfa börnunum að leika sér saman. Eitt barnið var enn úti í vagni og ekki inni þess vegna.

 

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

Við hvetjum foreldra til að kynna sér vel "mömmumorgnana" í kirkjunni í sínu hverfi, en feður eru auðvitað velkomnir líka.

Sjá hér myndir frá mömmumorgninum

• 12. janúar 2011:

Tónlistarnámskeið fyrir foreldra og ungabörn 0-1 árs í Grafarvogskirkju

Krílasálmar er heitið á tónlistarnámskeiði fyrir foreldra og ungabörn 0-1 árs sem hefst í Grafarvogskirkju þriðjudaginn 18. janúar klukkan 10.30.

Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má söng og tónlist til að auka tengsl við börnin og örva þroska þeirra, en rannsóknir hafa sýnt að tónlist hefur góð áhrif á tilfinn-inga- og hreyfiþroska barna. Þannig verður námskeiðið skemmtileg og lærdómsrík upp- lifun, bæði fyrir börn og foreldra.

Í kennslunni er einkum nýttur tónlistararfur kirkjunnar, en einnig sungnar þekktar vísur, hrynleikir og þulur. Það er leikið á bjöllur og hristur, sungið, ruggað og dansað og þannig aukið við tónlistarlega upplifun barnanna. Það krefst ekki sérkunnáttu foreldra að syngja fyrir börnin sín. Fyrir þitt barn er þín rödd það alfallegasta í öllum heiminum, alveg sama hvernig hún hljómar.

 

Námskeiðið er fjögur skipti og fer fram í Grafarvogskirkju á þriðjudagsmorgnum og hefst 18. janúar kl. 10.30. Hver stund stend- ur í um 50 mínútur en boðið verður upp á kaffisopa og spjall að stund lokinni.

Námskeiðsgjald er krónur 3.000. Umsjón með námskeiðinu hefur Berglind Björgúlfsdóttir söngkona og barnakórstjóri.

Skráning fer fram í síma Grafarvogskirkju
587-9070 eða með tölvupósti á netfangið
gunnar@grafarvogskirkja.is.

• 5. janúar 2011:

Sálgæsla í Grafarvogskirkju fyrir fólk sem misst hefur maka

Þriðjudaginn 25. janúar kl. 20:00 verður fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju. Fyrirlesari verður séra Lena Rós Matthíasdóttir.

Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópum fyrir þau sem misst hafa maka. Raðað verður í hópa eftir aldri og reynt að hafa fólk af sama aldursskeiði innan hvers hóps.

 

Hægt er að koma á fyrirlesturinn án þess að skrá sig í hóp. Upplýsingar veitir séra Lena Rós Matthíasdóttir í Grafarvogkirkju eða með netpósti til srlenaros@grafarvogskirkja.is.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker