Viðburðir og fréttir í mars 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 24. mars 2011:

Sjötta Tómasarmessa að vetri í Breiðholtskirkju á sunnudagskvöld kl. 20

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. mars, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síð-asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristi- lega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir-bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmess-unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Þema þessarar messu verður “Brauð lífsins”.

• 22. mars 2011:

Barokkverkið Missa Votiva frumflutt í Fella- og Hólakirkju 23. mars kl. 20

Tónleikarnir Missa votiva eftir Jan Dismas Zelenka, verða í Fella- og Hólakirkju 23. mars kl. 20. Glæsilegt barokkverk sem nú er frum-flutt á Ísland.

Söngsveitin Fílharmónía flytur á vortónleikum sínum barokkverkið Missa votiva, eftir Jan Dismas Zelenka, með Bachsveitinni í Skál- holti. Einsöngvarar á tónleikunum eru Marta Guðrún Halldórsdóttir, Jóhanna Ósk Valsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Zelenka var fæddur 1679 í Bæheimi en starf- aði í Dresden, þar sem hann lést 1745. Hann var þannig samtímamaður Bach og Handel, en naut engrar viðlíka hylli meðan hann lifði. Það var ekki fyrr en um miðja tuttugustu öld að stórbrotin tónverk Zelenka voru endur- uppgötvuð, og þykja nú meðal helstu perla barokktímans.

 

Zelenka var á margan hátt framúrstefnulegur og djarfur í tónlistarsköpun sinni, verk hans bera einkenni barokktímans en sumt minnir á seinni tíma tónskáld, svo sem Mozart og Schubert. Hann vefur saman hljómsveit og kór með glæsilegum hætti og var ófeiminn við að brjóta upp formfestu barokkhefðar-innar. Verið innilega velkomin á frábæra tónleika. Verð er 3.500 krónur.

• 18. mars 2011:

Sauma- og prjónaklúbburinn „Sprett úr Spori“ hittist í Árbæjarkirkju

Sauma- og prjónaklúbburinn „Sprett úr Spori“ verður með mars-samveruna 21. mars næstkomandi í Árbæjarkirkju kl. 19.30.

Þetta er opinn klúbbur fyrir áhugfólk um sauma og prjónaskap. Á mánudaginn kemur góður gestur frá „Ömmu mús“ Hildur verður með kynningu á garni og krókódílahekli. Sjón er sögu ríkari. Láttu sjá þig og taktu með vinkonu eða vin.

 

Hittingur klúbbsins er þriðja mánudag hvers mánaðar í safnaðarheimili Árbæjarkirkju!

• 16. mars 2011:

Vinadagur - söngur og skemmtileg dagskrá í Fella- og Hólakirkju

Fjölskylduguðsþjónusta verður haldin í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 20. mars kl. 11.

Vinir okkar úr Breiðholtskirkju koma í heim-sókn. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson, Þórey Dögg Jónsdóttir sér um Biblíufræðslu. Organisti Guðný Einarsdóttir. Listasmiðjan Litróf syngur og leiðir almennan safnaðar- söng undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur.

 

Mikill söngur og skemmtileg dagskrá sem höfðar til allra aldurshópa. Verið innilega velkomin.

• 13. mars 2011:

Kirkjustarf aldraðra býður aftur upp á orlofsdvöl á Löngumýri í sumar

Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma efna til dvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Í boði eru 3 ferðir í 4-5-6 nætur hver. Sem fyrr annast valinkunnur hópur stjórn daganna.

Fyrsti hópur: 5. júní – 10. júlí
Annar hópur: 19. júní – 25. júní
Þriðji hópur: 4. júlí – 8. júlí

 

Sjá hér myndir

Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma f.h. alla virka daga í síma 567–4810.

• 11. mars 2011:

Þriggja kvölda sálmanámskeið á vegum Reykjavíkurprófastsdæma

Miðvikudaginn 16. mars hefst sálmanámskeið á vegum Reykjavíkurprófastsdæma og Starfs-og leikmannaskólans. Á námskeiðinu verður farið yfir innihald og uppruna nokkurra þekktra og minna þekktra sálma og þeir síðan sungnir.

Fjallað verður um sálma sem tengjast kirkju- árinu (fasta og páska) og kristinni kenningu (lærdóms- og játningarsálmar ) einnig nokkra nýja sálma sem ekki eru í sálmabókinni.

Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Kristján Valur Ingólfsson sóknarprestur og verkefnis-

 

stjóri Helgihaldssviðs Biskupsstofu en nám-skeiðið er haldið i sam- starfi við helgihaldssvið Biskupsstofu og Sálma- bókarnefnd.

Kennt verður í Grensás-kirkju kl. 18.00-20.00 mið- vikudagana 16., 23. og 30. mars. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is eða hringja í síma 528 4000.

• 8. mars 2011:

Ráðherrar og þingmenn lesa úr Passíusálmunum í Grafarvogskirkju

Á morgun, 9. mars n.k. byrjar lestur Passíu- sálma í Grafarvogskirkju og að venju eru það alþingismenn sem taka að sér að líta við og lesa þá alla virka daga fram að páskum og hefst lestur kl. 18:00. Þetta er kjörið tæki-færi til að slaka á eftir erfiðan dag og hlusta.

Hægt er að nálgast dagskrá lesara á vefsíðu Grafarvogskirkju, en fyrst lesararnir verða sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon 9. mars

Atli Gíslason 10. mars

Magnús Orri Schram 11. mars

Skúli Helgason 14. mars

Ásta R. Jóhannesdóttir 15. mars

Birgir Ármannsson 16. mars

Einar K. Guðfinnsson 17. mars

Unnur Brá Konráðsdóttir 18. mars

Guðbjartur Hannesson 21. mars

 


• 3. mars 2011:

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur sunnudaginn 6. mars

Fyrsta sunnudag marsmánaðar er æskulýðs- dagur Þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur. Þá er ungt fólk í fyrirrúmi sem tekur virkan þátt í kirkjustarfinu með margvíslegum hætti þennan dag.

Æskulýðsguðsþjónustur verða í flestum kirkjum prófastsdæmisins. ÆSKR verður með bænarý í Digraneskirkju kl. 20 þar sem marg- miðlunartæknin verður notuð til þess að koma boðskapnum á framfæri.

 

Æskulýðsdagurinn er jafnan mikill hátíðis- dagur sem einkennist af mikilli fjölbreytni í helgihaldinu og hið öfluga æskulýðsstarf kirkjunnar setur svip sinn á daginn.

Allar nánari upplýsingar er að finna á heima-síðum kirknanna.   (sjá hægri dálk hér við hlið)


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker