Viðburðir og fréttir í febrúar 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 26. febrúar 2011:

Minningartónleikar um biskupshjónin Magneu Þorkelsdóttur og Sigurbjörn Einarsson 1911 - 2011 í Fella- og Hólakirkju 1. mars

Kór Fella- og Hólakirkju gengst fyrir minning- artónleikum um biskupshjónin Magneu Þor- kelsdóttur og Sigurbjörn Einarsson þriðju- daginn 1. mars í tilefni af því að á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu þeirra. Magnea Þorkelsdóttir hefði orðið 100 ára þennan dag en hún fæddist 1. mars 1911. Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní 1911.

Tónleikarnir verða haldnir í Fella og Hóla- kirkju og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi kórsins og skipuleggjandi tónleikanna er Guðný Ein- arsdóttir, sonardóttir Magneu og Sigur- björns. Nokkrir fleiri afkomendur þeirra koma fram á tónleikunum og einnig Björg Þórhallsdóttir, sópransöngkona.

Á dagskrá tónleikanna eru sálmar eftir Sigur- björn og fylgir uppbyggingin á fyrri hluta tónleikanna trúarjátningunni. Síðari hluti efnisskrárinnar er persónulegri og tileinkaður Magneu.

 

Lesin verða ljóð sem Sigurbjörn orti til hennar og eitt barnabarn þeirra hjóna mun minnast ömmu sinnar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!

• 23. febrúar 2011:

Upphaf árlegrar kristniboðsviku við Tómasarmessu á sunnudaginn

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síð-asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristi- lega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir-

 

bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmess-unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Á sunnudaginn er Biblíudagurinn og þema messunnar verður að því tilefni: "Orð Guðs til þín". Messan mun svo jafnframt marka upphaf árlegrar kristniboðsviku Kristniboðs- sambandsins. Sr. Gísli Jónasson.

• 9. febrúar 2011:

Kirkjustarf aldraðra í Digraneskirkju aldrei öflugra

Kirkjustarf aldraðra í kirkjum Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra er mjög vel sótt í hverri viku. Flest allar kirkjurnar bjóða upp á kyrrðarstundir, súpu í hádeginu og söng eða aðra skemmtun á eftir. Þegar ritstjórn vefs- ins heimsótti kirkjustarfið í Digraneskirkju 1. febrúar, var þar samankominn fjöldi eins og venjulega.

Eftir léttan hádegisverð voru þær Sigríður Þorsteinsdóttir og Sæunn Þorleifsdóttir með dagskrá sem fjallaði um minningar úr Hjalta- dalnum. Séra Magnús Björn Björnsson er með öflugan hóp kvenna sem aðstoðar við dagskrá fyrir aldraða í kirkjunni. Séra Magnús kynnti dagskrá næstu viku, 8. febrúar, sem er heimsókn í Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Síðan átti að fara í Hall- grímskirkjuturn og þiggja svo kaffi þar.

Sjá hér myndir

 

Sjá hér myndir

Til að gefa ykkur hugmynd um hvernig starfið þeirra er nefni ég hér nokkra helstu liði á dagskrá næstu mánuði. 15. febrúar verður Margrét Lofsdóttir með myndasýningu frá ferðalagi; 22. febrúar mun Guðrún Dóra Guðmannsdóttir hjúkrunarfræðingur ræða hvernig það er að eldast með reisn.

Þorvaldur Halldórsson mun verða með söng- dagskrá 5. apríl og svo er stefnt að vorferð kirkjunnar 3. maí sem Kristján Guðmundsson um stjórna. Hafið endilega samband við kirkj- una í nágrenni ykkar og kynnið ykkur dagskrá þeirra.   Sjá hér myndir frá kirkjustarfiinu.

• 5. febrúar 2011:

Biskup Íslands kom að Máli dagsins í Kópavogskirkju

Í fyrstu viku febrúar vísiteraði Biskup Íslands Kársnessöfnuð þar sem hann ræddi við presta, starfsfólk og safnaðarstjórn Kársnes-safnaðar. Jafnframt mun hann predika í hátíðarmessu þann 7. febrúar.

Þriðjudaginn 1. febrúar s.l. heimsótti hann "Mál dagsins", dagskrá sem alltaf er haldin í safnaðarheimilinu Borgum á eftir fyrirbæna- stund í Kópavogskirkju í hádeginu á þriðju- dögum og kirkjustafi aldraðra þar á eftir.

Sjá hér myndir

 

Sjá hér myndir

Mjög góð þátttaka er alltaf í kirkjustarfi aldraðra í söfnuðinum og var slegið á létta strengi og sungið áður en biskup kom í heimsókn. Áður en biskup flutti sitt erindi fyrir gesti, spjallaði hann við gesti.
Erindið má sjá með því að smella hérna.

Ekki þarf að geta þess sérstaklega þótt ég geri það, að kaffi og meðlæti var eins og ávallt frábært og tóku fengu allir nægju sína af því.  Sjá hér ljósmyndir frá Orði dagsins.

• 1. febrúar 2011:

Árbæjarsókn vígir hökul og stólu sem séra Guðmundur Þorsteinsson
fv. sóknarprestur og dómprófastur og frú Ásta Bjarnadóttir gáfu

Í fjölmennri Guðsþjónustu í Árbæjarkirkju síðasta sunnudag var vígður hökull og stóla sem séra Guðmundur Þorsteinsson fyrrver- andi sóknarprestur og dómprófastur og frú Ásta Bjarnadóttir gáfu Árbæjarsókn nýlega.

Séra Þór Hauksson, sóknarprestur og séra Sigrún Óskarsdóttir prestur þjónuðu fyrir altari og sóknarpresturinn predikaði og vígði hökulinn og stóluna.

Sjá hér myndir

 

Sjá hér myndir

Eftir messuna voru veitingar boðnar, bæði uppi fyrir kirkjugesti og í safnaðarheimili, þar sem sunnudagaskólinn var, en þau fengu líka hressingu í lokin, ásamt væntanlegum ferm- ingarbörnum, sem að venju mæta til messu.  

Sjá hér ljósmyndir frá Guðsþjónustunni.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker