Viðburðir og fréttir í júlí 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóber • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 27. júlí 2011:

Sumarkirkjan kemur saman í Nónholti

Það var fullt utan dyra í sameiginlegri úti- guðsþjónustu Árbæjarkirkju, Grafarvogs- kirkju og Grafarholtskirkju í Nónholti sunnu- daginn 17. júlí. Sr. Sigrún Óskarsdóttir pré- dikaði og sr. Guðrún Karlsdóttir las bænir.

Fulltrúar úr sóknarnefndum undirbjuggu guðsþjónustuna, lásu ritningarlestra og grill- uðu ásamt prestunum að guðsþjónustu lokinni.     Frétt af www.kirkjan.is - Sjónvarp.

 


• 23. júlí 2011:

Norsku þjóðarinnar minnst í guðsþjónustum á morgun, sunnudag

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur sent prestum bréf og hvatt til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins.

Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu kl. 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendi- fulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Sjá nánar fréttatilkynningu Karls Sigurbjörnssonar biskups á www.kirkjan.is.

 


• 20. júlí 2011:

Hattamessa í Grafarvogskirkju sunnudaginn 24. júlí kl. 11

Á sunnudaginn verður brugðið á leik í Graf- arvogskirkju. Dragið því fram hatta eða önnur höfuðföt og komið með til guðsþjón- ustu. Höfuðprýði safnaðarins verður prest- inum innblástur í predikun.

Séra Lena Rós Matthíasdóttir predikar og þjónar ásamt messuþjónum safnaðarins. Organisti er Guðlaugur Viktorsson og ein-söngvari Einar Clausen. Meðhjálpari er Anna Einarsdóttir. Kaffi á könnunni eftir messu.

 


• 16. júlí 2011:

Kyrrðarstundir í hádeginu á miðvikudögum í Breiðholtskirkju í sumar

Kyrrðarstundir eru kl. 12 á miðvikudögum í allt sumar. Yfir hásumarið verða stundirnar með einfaldara sniði, þar sem áherslan verð- ur á orð Guðs, máltíð Drottins og fyrirbæn- ina. Létt hádegishressing verður alla miðviku- daga að lokinni stundinni. Allir eru hjartan- lega velkomnir í Breiðholtskirkju.

 


• 9. júlí 2011:

Skálholtshátíð - Pílagrímsganga og Sumartónleikar í Skálholtskirkju

Um þessar mundir er mikið um að vera í Skálholti. Hinir árlegu sumartónleikar hófust 2. júlí og standa yfir til 7. ágúst. Þarna er að finna stórglæsilega dagskrá flesta daga sem vert er að gefa sér tíma til að heimsækja. Nánari upplýsingar um sumartónleikana er að finna hér á www.skalholt.is.

Um helgina, 16. - 17. júlí verður hin árlega Skálholtshátíð. Dagskrá hátíðarinnar tengist Sumartónleikum í Skálholti og aldarminningu dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups.

Þess verður minnst með ráðstefnu á laugar- deginum, kl. 10–16, þar sem fjallað verður um hlutverk trúar og trúarbragða í sáttargjörð. Að ráðstefnunni stendur Stofnun dr. Sigur- björns Einarssonar í trúarbragðafræðum. Byggist ráðstefnan að hluta til á guðfræði- legri gagnrýni hans á þriðja ríki Hitlers.

 

Aðalfyrirlesarar málþingsins verða dr. Magnús Þorkell Bernharðsson og dr. Susannah Heschel. Viðbrögð veita dr. Arnfríður Guð- mundsdóttir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Árni Bergmann. Formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns er Bogi Ágústsson, frétta- maður. Nánari upplýsingar og skráning hér.

• 2. júlí 2011:

Útimessa í skógarlundinum við Reynisvatn sunnudaginn 10. júlí kl. 20

Útimessa verður á vegum Guðríðarkirkju í skógarlundinum við Reynisvatn, sunnudaginn 10. júlí og hefst kl. 20.

Prestur verður séra Sigríður Guðmarsdóttir sóknarprestur í Grafarholti, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju leiðir söng kirkjugesta. Meðhjálparar eru Aðalsteinn D. Októsson og Sigurður Óskarsson.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker