Viðburðir og fréttir í september og október 2009

   2009:   •   janúar - febrúar   •   mars - apríl   •   maí - ágúst   •  september - október   •   nóvember - desember   •    
   2008:   •   janúar   •   febrúar - mars   •   apríl   •   maí - ágúst   •   september - október   •   nóvember - desember   •    
• 30. október 2009:

Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju á Allra heilagra messu

Sunnudaginn 1. nóvember verður boðið verður til tónlistar- dagskrár við kertaljós í Fossvogskirkju á degi syrgjenda, Allra heilagra messu, eins og undanfarin ár. Dagkskráin hefst kl. 14. Meðal þeirra sem koma fram eru Voces Masculorum, Ólöf Arnalds, Óskar og Ómar Guðjónssynir og Sólrún Samúelsdóttir. Stuttar hugvekjur verða fluttar á milli tónlistaratriða.

Fólki er frjálst að koma og fara að vild, en dagskráin er í boði Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar eru seld við Fossvogskirkju og fólk hvatt til að vitja leiða ástvina sinna í virðingu og þökk.

 

14:00 Tónlistarflutningur í umsjá Óskars Guðjónssonar saxófónleikara og Ómars Guðjónssonar gítarleikara.

14.30 Sólveig Samúelsdóttir söngkona syngur við undirleik Lenku Mátéova

15.00 Tónlistarkonan og lagahöfundurinn Ólöf Arnalds syngur við eigin undirleik.

15.30 Voces Masculorum undir stjórn Kára Þormar.

Á milli tónlistaratriða flytja Droplaug Guðnadóttir forstöðukona, sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugvekju og bæn.

• 28. október 2009:

Jalla! Jalla! - Kirkjubíó í Grafarvogskirkju 2. nóvember kl. 19:30

Sýnd verður sænska gamanmyndin Jalla! Jalla! í leikstjórn Jósef Fares en hann leikur einnig eitt aðal hlutverkið.

Myndin fjallar um Roro sem er úr líbanskri fjölskyldu en fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Þegar hann loksins hefur safnað í sig kjarki til þess að bjóða kærustunni heim og kynna hana fyrir fjölskyldunni, er húsið fullt af ættingjum sem eru að skipuleggja brúðkaup hans og Líbönsku stúlkunnar, Yasmine.

 

Þetta er mynd um foreldra sem vilja halda fast í hefðirnar frá gamla landinu á meðan börnin þeirra hafa aðlagast siðum nýja landsins.

Sýningin er ókeypis!

Sjá nánar hér á vefsíðu Grafarvogskirkju.

• 26. október 2009:

Krakkarnir í TTT barnastarfinu - Fiskurinn var felutákn!

Merkileg staðreynd um elsta tákn, elstu trúarjátningu kirkjunnar. Vegna ofsókna notuðu hinir fyrstu kristnu fiskinn fyrir leynitákn. Þeir rissuðu t.a.m. fisk í sandinn þegar þeir mættu einhverjum á göngu. Þetta leit sakleysislega út, krot í sandinn, en þeir sem voru kristnir vissu um merkingu fisksins og þeir skildu að þetta var játning, játning sem sagði, já ég er kristin manneskja.

Þetta eru krakkarnir í TTT í Breiðholtskirkju að læra um þessa dagana, þau eru að skoða og vinna með trúartákn kirkjunnar. Eftir að hafa skoðað táknin í kirkjunni sinni og fengið fræðslu um merkingu þeirra eru þau nú byrjuð á mósaíkmyndum.

Tákn kirkjunnar munu prýða myndirnar. Eins og sést á myndunum voru þau einbeitt við vinnu sína í dag. Stjórnandi TTT starfsins er Nína Björg Vilhelmsdóttir, sem hefur umsjón með öllu barnastarfi Breiðholtskirkju.

 

Sjá nánar hér myndir af TTT starfinu

Sjá nánar hér myndir af TTT starfinu.

• 23. október 2009:

Konur eru konum bestar - Sjálfstyrkingarnámskeið í Breiðholtskirkju

Konur eru konum bestar heitir tveggja kvölda námskeið sem verður haldið í Breiðholts- kirkju 27. október og 3. nóvember.

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna og skapa þeim vettvang til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Einnig fá þær tækifæri til að sjá sig sjálfar í ljósi Biblíunnar og hversu undursamleg sköpun Guðs þær eru.

 

Námskeið verður haldið í safnaðar- heimili Breiðholts-kirkju þriðjudaginn 27. október og 3. nóvember kl. 19-22.

Tekið er á móti skráningu til þriðjudagsins 27. október í síma 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is.

• 21. október 2009:

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa

Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudagskvöldið 25. október kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgar- innar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

Þema messunnar er að þessu sinni: Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

 


• 19. október 2009:

Frímerkjaklúbbur hefur göngu sína á ný alla þriðjudaga í vetur í Seljakirkju

Ákveðið hefur verið að hefja að nýju starfsemi frímerkja- klúbbsins í Seljakirkju. Hann á sér langa sögu og var starfsemi hans öflug og fjölmenn hér fyrir nokkrum árum. Starfsemin hefur legið í dvala nú í nokkur ár, en verður alla þriðjudaga í vetur kl. 17 í Seljakirkju.

Starfið er unnið í samstarfi við Félag skandinavíusafnara og hefur Jón Zalewsky sem hefur umsjón með starfinu.

 


• 17. október 2009:

Myndir frá málþingi í Breiðholtskirkju um hvort kirkjan sé fjölnota hús

Hérna eru svipmyndir frá upphafi málþings í Breiðholtskirkju, þar sem þeirri spurningu svarað hvort kirkjan sé fjölnota hús. Málþing- ið var öllum opið og vel sótt en fundarstjóri var Bryndís Malla Elídóttir, héraðsprestur. Eftir fundinn var ljúffengur réttur boðin fram að hætti Guðrúnar Júlíusdóttur skrifst.stjóra prófastsdæmisins. Sjá myndir frá þinginu.

 

Sjá myndir

• 15. október 2009:

Orgel- og söngtónleikar í Hjallakirkju í Kópavogi

Sunnudaginn 18. október kl. 17. verða aðrir tónleikar í tónleikaröð Hjallakirkju veturinn 2009-2010. Flytjendur að þessu sinni eru Erla Björg Káradóttir, sópransöngkona og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti Hjallakirkju.

Jón Ólafur leikur á Björgvinsorgelið orgelverk verk eftir Johann Sebastian Bach, Dietrich Buxtehude, Felix Mendelssohn-Bartholdy og Jeremiah Clarke. Erla Björg syngur einnig við undirleik Jóns meðal annars aríur úr óratoríunum Elijah og Paulus eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy og tvær aríur úr óratoríunni Messías eftir Georg Friedrich Händel og sálmalagið Vertu, Guð faðir, faðir minn eftir Jón Leifs. Einnig syngur Erla fjóra sálma og síðan verða leiknir sálmforleikir úr Litlu orgelbókinni eftir Bach yfir lögin sem Erla syngur.

 

Erla stundaði söngnám hjá Margréti Óðinsdóttur við Tónlistarskólan í Garðabæ og er nýkomin frá Salzburg úr nokkura ára framhaldsnámi.

Séra Sigfús Kristjánsson les íslenskar þýðingar á söngtextum. Aðgangur er ókeypis. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is.

• 12. október 2009:

Málþing - er kirkjan fjölnota hús?

Vakin er athygli á áhugaverðu málþingi á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra sem haldið verður næst komandi fimmtudag kl. 17:30 í Breiðholtskirkju. Þar verður fjallað um kirkjuna, notkun hennar í víðu samhengi og þeirri spurningu svarað hvort kirkjan sé fjölnota hús.

Málþingið er öllum opið en er ekki síst ætlað þeim sem þjóna og starfa innan kirkjunnar hvort sem er við helgihaldið, við kirkjuvörslu eða í sóknarnefnd.

 

Frummælendur eru sr. Kristján Valur Ingólfsson formaður helgisiðanefndar kirkjunnar, Hörður Áskelsson söngmálastjóri, Eggert Kaaber leikari og Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir formaður sóknarnefndar Breiðholtssóknar.

Sjá nánar dagskrá og um málþingið hér

• 9. október 2009:

Guðríðarkirkja ætlar að kæta hverfið sitt
- mbl.is segir frá því

Safnaðarbörn í Guðaríððarkirkju eru mjög lukkuleg hvernig til tókst með Hamingjuhádegið, sem haldið var í kirkjunni nýlega.

Sjónvarp mbl.is mætti á staðinn og gerði frétt um viðburðinn. Hægt er að sjá fréttina með því að smella hér.

Sjá líka vefsíðu Guðríðarkirkju hér.

 

Sjáið hér fréttina á mbl.is

• 5. október 2009:

Facebook og kirkjustarfið
námskeið í Breiðholtskirkju 8. október n.k.

Facebook er einn mest sótti vefurinn á Íslandi í dag og líklega mest sótti samskiptavef- urinn. Á námskeiðinu verður rætt um það hvernig er hægt að nota Facebook í kirkjustarfi. Meðal þess sem verður rætt er uppsetning á síðum, hópum og viðburðum á Facebook.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái góða yfirsýn yfir vefinn og geti að námskeiði loknu sett upp eigin Facebook síðu og notað hana til að kynna kirkjustarfið. Námskeiðið er ætlað prestum, djáknum, æskulýðsfulltrúum, kirkjuvörðum og öðrum sem koma að kynningu á kirkjustarfi.

Skráning á profaust@centrum.is eða í síma 587 1500.

 

Á námskeiðinu gefst einnig kjörið tækifæri til þess að koma með spurningar varðandi vefsíður kirknanna og kynning á kirkjustarfinu á þeim vettvangi til stjórnanda námskeiðsins, sem er Sr. Árni Svanur Daníelsson, vefprestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

• 3. október 2009:

Sorgarhópur fyrir foreldra látinna barna
í Grafarvogskirkju 6. október

Á þriðjudaginn, 6. október kl. 20.00, verður fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð í Grafarvogskirkju. Fyrirlesari verður séra Gunnar Matthíasson, sjúkrahússprestur.

Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópi fyrir þau sem misst hafa börn. Hægt er að koma á fyrirlesturinn án þess að skrá sig í hópinn.

Upplýsingar veitir séra Lena Rós Matthíasdóttir.

 


• 25. september 2009:

Hausthátíð Breiðholtskirkju er á sunnudaginn

Sunnudaginn 27. september klukkan 11:00 verður Hausthátíð Breiðholtskirkju. Við fögnum því að starfið okkar í kirkjunni er byrjað á fullum krafti. Þetta verður sannkölluð fjölskyldu- og vinastund.

Broskórinn syngur, það verða leikir og þrautir úti, svangir geta fengið sér grillaða pylsu og þeir sem eru með klink í vasanum geta stungið því í söfnunarbaukinn. Í safnaðarheimilinu verður myndlistasýning Kirkjuprakkara og heitt á könnunni.

Sjáumst í hátíðarskapi í kirkjunni okkar!

 


• 23. september 2009:

Hvar er Guð í sorginni? - Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti

Fyrsta Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 27. september kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Þema þessarar fyrstu messu verður: Hvar er Guð í sorginni?

• 3. september 2009:

Biblíulestrar á fimmtudögum kl. 20 í haust í Breiðholtskirkju

Er kirkjan óbreytanleg stofnun eða lifandi samfélag í síbreytilegum heimi? Þetta er ein þeirra spurninga sem fjallað verður um í Biblíulestrum dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar í Breiðholtskirkju.

Næstu þrjá mánuði mun hann leggja áherslu á forkirkjuna og síðmiðaldir þar sem meðal annars verða lesnir kaflar úr kirkjusögu Magnúsar Jónssonar. Valdir textar úr Biblíunni verða skoðaðir sérstaklega, bæði út frá kirkjusögunni og því hvernig þeir tala inn í aðstæður líðandi stundar. Auk þess verður greint frá því hvernig hugmyndin um Guðsríkið hefur haft afgerandi áhrif á samfélagshugmyndir nútímans.

Biblíulestrarnir verða vikulega á fimmtudögum kl. 20 frá og með 24. september og standa fram til 26. nóvember 2009.

 

Skráning er í síma 528 4000 eða með netpósti á profaust@centrum.is eða sae@mmedia.is.

• 1. september 2009:

Uppskerumessa og fyrirlesur um kartöfluna í Grafarvogskirkju 6. september

Sunnudaginn 6. september kl. 10 mun Hildur Hákonardóttir flytja stuttan fyrirlestur um kartöfluna í sögu og samtíð, en hún hefur skrifað merka bók um efnið.

Kl. 11 verður síðan uppskerumessa í Grafarvogskirkju. Í messunni verður þakkað fyrir uppskeru haustsins, gjafir Guðs. Félagar úr Kartöflufélaginu munu lesa ritningarlestra. Árni Johnsen syngur lagið „Í kartöflugörðunum heima“. Organisti er Hákon Leifsson, Kór kirkjunnar syngur. Séra Bjarni Þór þjónar fyrir altari.

Að messu lokinni munu kartöflu- og grænmetisuppskriftir liggja frammi ásamt því sem Sölufélag garðyrkjumanna verður með upplýsingaborð.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar

eXTReMe Tracker