Til baka á forsíðuVeljið efni hérVeljið efni hérVeljið efni hérVeljið efni hérMyndir af kirkjustarfinuAnnar fróðleikur

Viðburðir og fréttir í nóvember og desember 2009

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember OktóberNóvember • Desember •
• 22. desember 2009:

Gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár

Fjölbreytt helgihald er í kirkjum prófasts- dæmisins um jól og áramót. Aftansöngur er í kirkjum á aðfangadag kl. 18 og víða eru einnig miðnæturguðsþjónustur. Á jóladag eru hátíð- arguðsþjónustur kl. 14 en einnig eru margar kirkjur með fjölskyldu- guðsþjónustur á annan í jólum sem og þriðja í jólum.

 

Nánar um helgihald yfir jól og áramót má finna á heimasíðum hverrar kirkju sem er að finna hér:

ÁrbæjarkirkjaBreiðholtskirkjaDigra- neskirkjaFella- og HólakirkjaGuðríðar- kirkja - GrafarvogskirkjaHjallakirkja
KópavogskirkjaLindakirkjaSeljakirkja

• 20. desember 2009:

Jóla-Tómasarmessa verður í Breiðholtskirkju 27. desember kl. 20

Fjórða Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudagskvöldið 27. desember kl. 20. Er þetta jafnframt í þriðja sinn sem haldin er sérstök “jóla-Tómasar-messa”.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin og er sami háttur hafður á í vetur.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunn- ar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

 


• 17. desember 2009:

Kór Kópavogskirkju æfir sig fyrir hátíðarnar

Á sunnudaginn, 20. desember kl. 11, verður
sr. Sigurður Arnarson settur í embætti sókn- arprests fyrir Kársnessókn í Kópavogskirkju.
Sr. Gísli Jónasson prófastur mun annast vígsluna og kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéovu, organista.

Eftir vígsluna verða veitingar í nýja safnaðar-heimilinu “Borgir”, sem var vígt núna í haust. Þegar fréttaritari vefsins átti leið framhjá safnaðarheimlinu Borgum í gær rakst hann á kórinn æfa sig fyrir vígsluna og jólaguðsþjón- usturnar stjórn Lenku Mátéovu.

 

Sjá nánar fréttina og myndir hér

Sjá nánar fréttina og myndir hér

Sjá nánar fréttina og myndir hér >>

• 15. desember 2009:

Bænagjörð og barnagleði í kirkjum á 3. sunnudegi í aðventu

Á þriðja sunnudegi í aðventu voru kirkjur prófastsdæmisins vel sóttar. Fólk kom til almennrar messugjörðar í aðventu jólanna og yngstu borgararnir mættu vel að venju, en það sem var óvenjulegt þennan sunnudag var að í þetta sinn voru jólaskemmtanir og jólasveinarnir Stekkjastaur og Giljagaur, sem voru komnir ofan úr fjöllum mættu á þessar skemmtanir sunnudagaskólanna.

Fyrst litum við í heimsókn í Fella- og Hólakirkju, en þar voru krakkarnir búnir að heyra jólasögu og voru að dansa í kringum jólatréð og þangað komu jólasveinarnir staur og Giljagaur, en sá síðarnefndi hafði einmitt komið til byggða þá um nóttina. Ekki var að sjá nein þreytumerki á þeim en gleðin var líka mikil hjá börnunum þegar þeir birtust.

Í Kópavogskirkju var almenn messa og full kirkja, þar sem hinn nýi prestur safnaðarins, Sr. Sigurður Arnarson messaði, en þetta var leikskólaguðsþjónusta, þar sem börn úr leikskóla Kópasteins sungu og fluttu helgileik. Síðan var jólaball sunnudagaskólans í nýja safnaðarheimilinu “Borgir” við Hábraut eftir guðsþjónustuna.

Í Digraneskirkju var almenn messa og sunnudagaskóli um morguninn og sama var að segja í Breiðholtskirkju og flestum öðrum kirkjum prófastsdæmisins.


 

Strax eftir hádegið hittust krakkarnir í sunnudagaskólanum í Hjallkirkju sem hlustuðu á jólaboðskap og skemmtu sér við að dansa í kringum jólatréð. Allt í einu birtist Galdragaur, nei, Giljagaur heitir hann, en hann er mjög mikill galdrakall líka og töfraði ýmislegt upp úr munninum sem og úr poka sínum. Krakkarnir voru að vonum ánægðir með þetta og ekki var að sjá neinn ótta hjá þeim yngstu með þennan skrítna kall.

Að lokum minnum við ykkur á að síðustu dagana fyrir jól og 4. sunnudag í aðventu verður mikið um að vera í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Þar má nefna öflugt starf eldri borgara, barnastarfið, foreldramorgnar, kyrrðar- og fyrirbænastundir, tónleikar og auðvitað almennar messur.

Þessa liði má auðveldlega finna hér á vinstri væng síðunnar og auðvitað er öllum frjálst að heimsækja kirkjur annarra safnaða á þeim tímum sem þeim hentar best, en dagskráin er tímasett í röð eftir atburðum.


• 12. desember 2009:

Skólakór í guðsþjónustu og jólaball í Hjallakirkju á sunnudaginn

Þriðja sunnudag í aðventu, 13. desember, er guðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Kór Snælandsskóla undir stjórn Svövu Kristínar Ingólfsdóttur kemur í heim- sókn og syngur fyrir okkur nokkur jólalög.

Sigfús Kristjánsson þjónar og Jón Ólafur Sigurðsson verður við orgelið. Félagar úr kór Hjallakirkju leiða söng.

 

Kl. 13 er Jólaball sunnudagaskólans, við dönsum kringum jólatréð og fáum vonandi skemmtilega heimsókn.

• 10. desember 2009:

Ellimálaráð með “litlu jól” fyrir starfsfólk í kirkjustarfi eldri borgara

Ellimálaráð hélt “litlu jól” fyrir starfsfólk í kirkjustarfi eldri borgara 30. nóvember sl. í Grensáskirkju. Löng hefð er fyrir því að starfsfólkið hittist og eigi saman “litlu jól.”


  Í upphafi var helgistund í kirkjunni í umsjá sr. Ólafs Jóhannssonar og Gunnar Steingrímsson djákni lék á gítar undir sönginn. Eftir helgi- stundina fórum við yfir í safnaðarheimilið og þar beið okkar jólamatur “að gömlum hætti”. Eftir að borhaldi lauk var mikið sungið undir stjórn Gunnars djákna. Valgerður Gísladóttir las jólasögu, Jólasnjór” (sjá hér) eftir Sigurbjörn Sveinsson og “Aðventuljóð“ (sjá annan dálk) eftir Ragnar Aðalsteinsson.

Sjá nánar fréttir og myndir hér >>

• 7. desember 2009:

Aðventutónleikar í Kópavogskirkju á miðvikudaginn kl. 20

Aðventutónleikar í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju við Hábraut.

Kór Kópavogskirkju syngur íslensk og erlend jólalög undir stjórn Lenku Mátéovu. Einsöng syngja: Árni Gunnarsson, Elísabet Einars- dóttir, Helga Magnúsdóttir, Margrét Helga Kristjánsdóttir, Sigmundur Jónsson og Þórunn Elín Pétursdóttir. Undirleikur á píanó: Peter Máté.

Í boði verður heitt súkkulaði og piparkökur. Aðgangseyrir 1.000 krónur.

 

Safnaðarheimilið er gegnt Gerðusafni og Salnum.

• 5. desember 2009:

Beint úr kyrrðarstund í lifandi söng með trúna og léttum hádegisverði

Flestar kirkjur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra bjóða upp á kyrrðarstund í hádeginu eða síðdegis. Þangað kemur fólk með fyrir- bænir og á góða stund með Guði. Á miðviku- dögum er kyrrðarstund í hádeginu og eftir stundina er boðið upp á léttan hádegisverð.

Síðasta miðvikudag hélt samkoman áfram fyrir þá sem höfðu tíma eftir hádegisverðinn, en það var söngur og gaman. Þarna var samvera hjá félagsskapnum "Maður er manns gaman".

Stundin hófst klukkan 13:30 og það voru allir hjartanlega velkomnir. Þorvaldur Halldórsson söng fyrir gesti og leiddi söng viðstaddra.

Þessu lauk um kl. 15:00 með rjúkandi te eða kaffi og spjölli. Við hvetjum alla sem geta að nýta sér þessar kyrrðarstundir hvenær sem þeir hafa tíma og kemur það fram hérna í dálknum vinstra megin á síðunni, "Á döfinni" hvar og hvenær næsta kyrrðarstund er.

 

Þessu lauk um kl. 15:00 með rjúkandi te eða kaffi og spjölli. Við hvetjum alla sem geta að nýta sér þessar kyrrðarstundir hvenær sem þeir hafa tíma og kemur það fram hérna í dálknum vinstra megin á síðunni, "Á döfinni" hvar og hvenær næsta kyrrðarstund er.

Þarna var fólk á öllum aldri, en þessi litla stúlka var yngsti þátttakandinnsem kom með pabba sínum og gladdi alla með kátínu og fallegu brosi sínu.

• 3. desember 2009:

Gerðubergskórinn syngur við messu á sunnudaginn í Breiðholtskirkju

Sunnudaginn 6. desember, annan sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholtskirkju í Mjódd.

Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félags- starfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 11, en sú skemmtilega hefð hefur skap- ast, að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Stjórnandi Gerðubergskórsins er Kári Friðriksson.

Einnig munu þátttakend- ur í félagsstarfinu í Gerðu- bergi lesa ritningarlestra og bæn og tendra ljósin á aðventukertunum.

Að venju verður sunnudagaskólinn einnig samtímis messunni.

 

Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu og verður þá væntanlega jafnframt spilað og sungið að hætti gestanna úr Gerðubergi.

Það er von okkar, að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni.

• 1. desember 2009:

„Aðfangadagskvöld“ af nýjum diski Listasmiðjunnar Litróf

Litrófsstelpurnar í Fella- og Hólakirkju hafa haft nóg að gera undanfarið. Sl. laugardag sungu þær á útgáfutónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur og á sunnudaginn á aðventusamkomu í Fella- og Hólakirkju. Hér má sjá myndbönd þar sem þau syngja lagið „Aðfangadagskvöld“ af disknum „Syngur af hjarta englahjörð“. Nánari upplýsingar um diskinn er að finna hér.
• 25. nóvember 2009:

„Sjá konungur þinn kemur til þín“ - fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á sunnu- daginn, 29. nóvember. Fjölbreytt helgihald er í kirkjum prófastsdæmisins á komandi aðventu.

Aðventukvöld eru orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum auk þess sem barna- starfið blómstrar í fjölmörgum samverum barnanna. Í mörgum kirkjum eru haldnir tónleikar í desember og má með sanni segja að kirkjan öll ómi af söng og eftirvæntingu alla aðventuna.

Tendrað verður á fyrsta aðventukertinu næst komandi sunnudag en kertin fjögur kallast spádómskerti, Betlehemskerti, hirðakerti og englakerti.

 

Litur aðventunnar er fjólublár, litur íhugunar, iðrunar og yfirbótar, því ekki má gleyma að aðventan er einnig jólafasta.

• 23. nóvember 2009:

Stórt og smátt um bænina - námskeið í Grensáskirkju á fimmtudaginn

Nú á haustdögum kom út hjá Skálholtsútgáf- unni bókin "Stórt og smátt um bænina", í þýðingu séra Hreins S. Hákonarsonar. Þessi bók er afar hagnýt og á einföldu máli og auðvelt að bjóða upp á innihaldsríkt bæna- námskeið fyrir söfnuði sem byggir á þessari bók. Prestar geta t.d. auðveldlega kynnt hana og kennt hana í hópi áhugafólks, en einnig t.d. meðal foreldra fermingarbarna og í æskulýðsstarfi. Bókin er á margan hátt nýst-árleg, t.d. eru margar "bænaæfingar" í henni.

Til að kynna efni hennar betur og hvernig nota má hana á slíkan hátt er boðið til námskeiðs í Grensáskirkju fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 9-12.

 

Sr. Hreinn S. Hákonar-son, þýðandi bókarinnar mun kynna hana og gefa þátttakendum innsýn í efni hennar. Síðan mun Halla Jónsdóttir aðjúnkt við HÍ leiðbeina um hvernig halda má nám- skeið með hliðsjón af bókinni og nýta þau verkefni sem tilheyra efni bókarinnar. Lesið hánar hér um bókina.

Bókin kostar 2.700 krónur en áhugafólk sem kemur til námskeiðsins fær endurgjaldslaust kynningareintak. Skráning á námskeiðið er í netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is.

• 19. nóvember 2009:

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju - Hungraður er ég, hvar ert þú?

Þriðja Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 22. nóvember, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyf- ingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

Þema messunnar er að þessu sinni: "Hungraður er ég, hvar ert þú?"

Tómasarmessan ein- kennist af fjölbreyti- legum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 18. nóvember 2009:

Syngur af hjarta englahjörð - nýr geisladiskur með íslenskum jólalögum

Listasmiðjan Litróf í Fella- og Hólakirkju hefur gefið út nýjan geisladisk sem hefur að geyma íslensk frumsamin jólalög og höfðar sérstaklega til barna og unglinga. Sannarlega glæsilegt framtak og flytjendum og kirkjunni okkar til sóma. Góð hugmynd að jólagjöf.

Haustið 2007 tók Listasmiðjan Litróf til starfa en hún er hluti af þróunarstarfi kirkjunnar með innflytjendum. Nafnið Litróf vísar til fjölbreytileika mannlífsins. Litróf er lista- smiðja fyrir börn frá átta ára aldri, íslensk og af erlendu bergi brotin.    Sjá nánar hér.

 


• 17. nóvember 2009:

Fréttaveitan hrundi - því miður

Þegar verið var að uppfæra fréttasíðurnar og ganga frá fréttayfirliti fyrir september og október, hrundi gagnagrunnurinn og tölvan með.

Það hefur tekið sinn tíma að raða saman grunninum úr afritum og endurvinna sumt, en núna ætti þetta að vera komið í lag. Við treystum á að það standi sig alla vega fram yfir jól og áramót.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang: profaust(hjá)centrum.is

Ófnir vefsíðugerð  - sími 861-6351

eXTReMe Tracker