Árbæjarkirkja:
Fyrsta sunnudag í aðventu verða tvær mess- ur. Sunnudagaskólinn er kl. 11.00 sem er hátíðarstund, þegar tendrað er á fyrsta ljósi aðventukransins Spádómakertinu.
Hátíðarguðsþjónusta verður kl. 14.00 (ath. breyttur messutími). Stórsveit Öðlinga spilar fyrir messu. Sveitina skipa einvalalið tónlist- armanna. sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Ósk- arsdóttir þjóna fyrir altari. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir prédikar. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng.
Breiðholtskirkja:
Þennan dag verða tvær athafnir í Breiðholts- kirkju. Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjónusta. Börn úr TTT starfinu aðstoða í messunni, setja m.a. upp líkan af fjárhúsinu í Betlehem og við tendrum fyrsta kertið á aðventukrans- inum. Broskórinn syngur og sögð verður saga sem á erindi bæði við börn og fullorðna.
Kl. 20 verður aðventuhátíð safnaðarins þar sem boðið er uppá fjölbreytta dagskrá, sem miðuð er við alla fjölskylduna. Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breiðholtskirkju og Eldri barnakórinn flytja aðventu- og jólasöngva undir stjórn organ- istans, Julian Edward Isaacs. Gunnhildur Halla Bragadóttir syngur einsöng. Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Anna Halldóra Snorradóttir leika á flautur, fermingarbörn flytja helgileik og Júlíus Thorarensen, fv. verslunarmaður og formaður Kórs Breiðholtskirkju flytur aðventuhugleiðingu. Hátíðinni lýkur með helgistund við kertaljós þar sem barnakórinn leiðir sönginn.
Á eftir verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu og ferming-arbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálpar-starfi kirkjunnar.
|
Digraneskirkja:
Fyrsta sunnudag í aðventu verður messa kl. 11 og aðventuhátíð klukkan 20. Prestur í messunni er Sr. Gunnar Sigurjónsson, organ- isti Zbigniew Zuchowicz og kór Digranes- kirkju syngur. Sunnudagaskóli verður á sama tíma í umsjón Þórunnar Arnardóttur.
Aðventuhátíð verður klukkan 20 með kór Digraneskirkju „Frá myrkri til ljóss“. Fjórði vitringurinn, leiklestur með tónlist. Stórtón- leikar með einleik og fjölbreyttum tónlistar- atriðum.
Kaffisala í safnaðarsal til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Veitingar bjóða Digranessöfnuður og Reynisbakarí.
Fella- og Hólakirkja:
Fyrsta sunnudag í aðventu verður guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einars- dóttur organista. Kvenfélagskonur úr kvenf. Fjallkonurnar tendra fyrsta ljós á aðventu- kransinum. Sunnudagskóli á sama tíma. Það verður eitthvað „Leyndó“. Umsjón Þórey D.Jónsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.
Aðventukvöld kirkjunnar hefst kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson leiðir stundina. Kór kirkj- unnar syngur ásamt Listasmiðjunni Litróf. Organisti Guðný Einarsdóttir. Jón Hafsteinn Guðmundsson leikur á trompet. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Mennta- skólans á Akureyri flytur hugleiðingu. Mikill almennur söngur og hátíðleg stund.
Allt eru þetta miklir listamenn sem margir hafa náð langt í list sinni. Tónleikarnir verða betur auglýstir síðar. Aðgangur eru ókeypis að tónleikunum og hefjast þeir kl. 20.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum sóknanna í dálki hér hægra megin á
síðunni.
|