Viðburðir og fréttir í mars 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 30. mars 2010:

Mömmumorgunn og afmæli í Breiðholtskirkju

Á föstudaginn leit fréttasnápur við í Breið- holtskirkju eins og hann gerir af og til, því hann veit að það er alltaf gott kaffi á könn- unni þar sem og í öðrum kirkjum og góður staður heim að sækja.

Þegar inn var komið voru prestar og annað starfsfólk í eldhúsinu að ræða málin og flottar tertur voru þar á borðum, svo maður var fljótur að hlamma sér þar niður. Þarna var meira ein morgunkaffi, því þau séra Gísli Jónasson prófastur og Guðrún Júlíusdóttir skrifstofustjóri prófastsdæmisins áttu nefni- lega afmæli þennan dag og óskum við þeim aftur til hamingju með daginn.

Eftir kaffisopann fóru prestar að undirbúa sig fyrir messur helgarinnar og ég leit við í safn- aðarheimilið, því þar voru mömmurnar og einn pabbi með börnin sín og voru í sauma- klúbbsumræðum eins og þær gerast bestar.


 

Flest börnin voru reyndar sofandi úti í vagni en þau þrjú sem inni voru fengu óspart athygli og leifturblossa úr myndavélinni, því fátt er skemmtilegra en að taka myndir af brosandi andlitum barna – nema þá að taka myndir af brosandi foreldrum þeirra.

Um leið og við förum inn í páskahátíðina kveðjum við þau að sinni og óskum þeim og öllum lesendum vefs Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra gleðilegrar páskahátíðar og vonumst til að sjá sem flest ykkar í messum yfir hátíðarnar, en kirkjur prófastsdæmisins bjóða upp á fjölbreytta dagskrá auk hefð- bundinnar hátíðardagaskrár.    Sjá myndir >>

Gleðilega páskahátíð!

• 26. mars 2010:

Mansal til umfjöllunar í Óháða söfnuðinum á skírdag

Á skírdag, fimmtudaginn 1. apríl, verður dag- skrá Alþjóðlegs bænadags kvenna 2010 flutt í útvarpsguðsþjónustu í Óháða söfnuðinum við Háteigsveg kl. 11. Efni bænadagsins þetta árið kom frá kristnum konum í Kamerún.

Eitt megin bænarefni þessarar alþjóðlegu hreyfingar um þessar mundir er baráttan gegn mansali og verður um það fjallað í guðs- þjónustunni, hvernig það birtist og hvernig kirkjurnar geta brugðist við undir kjörorði bænadagsins: Upplýst bæn, bæn í verki.

 

Umsjón hefur sr. María Ágústsdóttir ásamt um tuttugu konum frá ýmsum kristnum söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu.

Allir eru velkomnir á þessa samverustund sem þrátt fyrir alvarleika umfjöllunarefnisins einkennist af söng og þakklæti því að eins og konurnar í Kamerún segja: Við lofum Guð á tímum gleði og sorgar – já, á öllum tímum lofum við Guð!

• 24. mars 2010:

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju að kvöldi pálmasunnudags kl. 20

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöundu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd að kvöldi pálma- sunnudags, 28. mars, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

“Hver er hann?” er þema messunar er að þessu sinni.

Tómasarmessan ein- kennist af fjölbreyti- legum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 19. mars 2010:

Myndir og frásögn af glaðværu og fjölmennu gleðinámskeiði

Þann 23. febrúar fór ég í safnaðarheimili Kópavogskirkju á námskeið um gleðina. Nám- skeiðið var á vegum Leikmannaskóla Þjóð- kirkjunnar og kostaði ekki neitt. Sr. Petrína Mjöll Jóhannsdóttir samdi þetta námskeið og sr. Bryndís Malla Einarsdóttir var henni til að- stoðar. Námskeiðið gekk út á það að taka eftir gleðinni sem er allt í kringum okkur, vera vongóður, vonina í trúnni á Guð, á lífið og það góða. Námskeiðið var mjög fjölmennt eða um 60 manns og var 4 þriðjudaga.

Fyrsti tíminn var undirbúningstími fyrir nám- skeiðið og fengum við efni til að taka með heim. Jafnframt var okkur gefið heimaverk- efni. Við áttum að finna eina jákvæða grein í dagblaði hvern dag og líka að skrifa á dagatal eitthvað gleðilegt sem hafði gerst hvern dag. Var misjafnt hversu vel gekk að finna þessa gleði og veitir því örugglega ekki af að þjálfa sig á þessu sviði, að sjá gleðina í kringum okkur og líta frekar á hana en allt þetta neikvæða.

Næsta þriðjudag fengum við það verkefni að skoða hvað okkur líkaði best hjá sjálfum okkur og hvað miður. Við fengum líka leið- beiningar um að auka gleðina í lífi okkar og að vera vakandi yfir hlutunum. Þar kom fram

 

að: “Hamingjan er heimafengin og verður ekki tínd í annarra garði”. Svo var heimaverk- efnið að skrifa þakkarbréf. Við viljum gjarnan gleyma öllu því sem verið er að gera fyrir okkur út um allt og opnar þetta verkefni því fyrir okkur að horfa á þá hlið.

Þriðja þriðjudaginn skrifuðum við upp 20 atriði um hvað okkur finnst gaman og merkt- um við með broskarli eða fýlukarli, eftir því hvað var langt síðan við höfðum gert þetta. Svo var heimaverkefni að gera eitthvað af þessu sem við hefðum ekki gert lengi og velja einhvern til að hjálpa eða gleðja. Jafn- framt fengum við blöð með leiðbeiningum um leiðir til að hlæja meira og hvernig maður getur fundið flæði sem var mjög spennandi og áhugavert.

Námskeiðið var frá kl. 18 til 19 eða 19:30 en þá voru bornar fram léttar veitingar og menn settust til að spjalla, því að maður er jú manns gaman. Nú er fjórða og seinasta kvöldið var eftir þegar þetta er skrifað og hlakka ég mikið til og veit að ég mun hafa hugann opinn fyrir öllu því gleðilega sem er í gangi allt í kringum okkur. /Guðrún Júlíusdóttir.

Hér eru myndir frá námskeiðinu »

• 17. mars 2010:

Námskeiðið “Krakkar í Kópavogskirkju” í dymbilviku í Borgum

Í dymbilviku verður boðið upp á þá nýjung í Kópavogskirkju að bjóða upp á námskeið fyrir hádegi fyrir 6 ára börn og eftir hádegi fyrir 7 ára börn. Námskeiðið verður haldið í Borgum safnaðarheimili Kópavogskirkju (ská- halt á móti Gerðarsafni) klukkan 9-12 fyrir 6 ára börn og 13-16 fyrir 7 ára börn, mánu- daginn 29. mars, þriðjudaginn 30. mars og miðvikudaginn 31. mars n.k.

Þátttökugjald er 1.000 krónur fyrir hvert barn og hvert þeirra er beðið að koma með eigið nesti. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst, en skráningu lýkur fimmtu- daginn 25. mars n.k. (tilgreina skal fullt nafn, kt., heimilisfang barns og foreldris sem og símanúmer foreldris).

 

Myndir frá viðburði

Hver dagur hefst á helgistund og síðan fer helmingur hópsins í könnunnar og efnisöflun- arferð í nágrenni kirkjunnar og hinn helming- urinn vinnur listaverk tengd atburðum dymbil- vikunnar og upprisu Jesú.

Eftir nestistíma skipta hóparnir um stað og lýkur hverjum degi með helgistund. Miðviku- daginn 31. mars verður uppskeruhátíð nám- skeiðsins og hefst hún klukkan 18 með helgi- stund í kirkjunni en síðan er haldið í Borgir og listaverkin sýnd ættingjum og vinum.

• 15. mars 2010:

Mjög margir sóttu námskeiðið um bænina í Breiðholtskirkju

Þann 9. febrúar s.l. var haldið námskeið í Safnaðarheimili Breiðholtskirkju þar sem yfirskriftin var ”Bænin - farvegur blessunar í lífi og starfi”. Fjallað var um bænina bæði út frá Biblíunni og kristinni trúarhefð. Farið var yfir ýmsar aðferðir bænalífsins og hvernig fólk gat eignast innihaldsríkt bænalíf í önnum og amstri dagsins og hvernig það tengist starfi okkar í kirkjunni.

Myndir frá viðburði

 

Myndir frá viðburði

Námskeiðið var haldið í samstarfi Reykjavíkur- prófastsdæma og Fræðslusviðs Biskupsstofu og fór þátttaka fram úr björtustu vonum og nær öruggt að námskeiðið mun verða endur- tekið við fyrsta tækifæri.

Hér eru fleiri myndir frá námskeiðinu. »

• 11. mars 2010:

Átthagamessa Dýrfirðingafélagsins í Fella- og Hólakirkju 14. mars kl. 14

Það er að verða algengara í dag að ýmis átthagafélög boði brott flutta sveitunga til messu og kaffisamsætis tengt því. Þessi siður er góður og við hvetjum aðflutta til að halda svona, en til að byrja með er t.d. hægt að boða hóp sveitunga til almennrar messu í samstarfi við prest í einhverju prestakallinu og úr þeim fyrsta hópi gætu þeir svo myndað undirbúningsnefnd og kynnt frekar áður en fyrsta formlega átthagamessan verður haldin og tilvalið að nota safnaðarheimilin til að halda kaffisamsæti eftir messuna.

Núna um helgina er einmitt haldin átthaga- messa Dýrfirðinga, en það hafa þau gert í fjöldamörg ár í tengslum við kaffidag Dýrfirð- ingafélagsins. Messan verður haldin í Fella- og Hólakirkju og hefst hún kl. 14. Sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, sóknarprestur á Þingeyri mun predika og þjóna fyrir altari.

 

Brott fluttir Dýrfirðingar leiða safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantórs Fella- og Hólakirkju, en svo skemmtilega vill til að hún er dóttir sr. Guðrúnar Eddu og sr. Einars Sigurbjörnssonar.

Að lokinni messu verður Dýrfirðingafélagið með kaffisölu í safnaðarheimilinu, en það kaffinefnd, skemmtinefnd og stjórn félagsins leggur til kökur, brauð og annað góðmeti til að hafa með kaffinu, en ágóði rennur að venju til ýmissa góðgerðarmála í Dýrafirði.

• 8. mars 2010:

Biblíulestur í Seljakirkju miðvikudaginn 10. mars kl. 19.30

Miðvikudaginn 10. mars verður biblíulestur í Seljakirkju. Að venju hefur sr. Valgeir Ást- ráðsson umsjón með lestrinum. Verið er að taka fyrir fjallræðu Jesú Krists og mun sr. Valgeir halda fyrirlestur um efnið og þá taka við umræður.


 

Lesturinn hefst kl. 19.30 og lýkur kl. 21. Allir eru hjartanlega velkomnir og er þátttaka endurgjaldslaus.

• 5. mars 2010:

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunar er sunnudaginn 7. mars

Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunar á sunnudaginn mun unga fólkið í æskulýðsstarfi kirkjunnar taka að sér helstu hlutverkin í guðsþjón- ustunum. Barnaguðsþjónustur verða í flestum kirkjum kl. 11.

Klukkan 11 verða æskulýðsguðsþjónustur í Árbæjarkirkju, Digraneskirkju, Fella- og Hólakirkju, Hjallakirkju og Kópavogskirkju.

Klukkan 14 verða æskulýðsguðsþjónustur í Lindakirkju og Seljakirkju.

 

Léttmessa verður í Árbæjarkirkju kl.20.00 og eiga tilvonandi fermingabörn að mæta ásamt fjölskyldum sínum. Yfirskriftin í ár er Lát trú þína bera ávöxt og á hún að minna okkur sem erum kristin á ábyrgð okkar gagnvart þeim sem búa við erfiðari aðstæður en við gerum og ætlum við að skoða mannréttindayfirlýsingu- og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

• 2. mars 2010:

Alþjóðlegur bænadagur kvenna í Digraneskirkju 5. mars n.k. kl. 20

Á alþjóðlegum bænadegi kvenna, 5. mars n.k. verður haldin bænasamkoma í Digraneskirkju og hefst hún kl. 20. Þar verða fluttar bænir og sagðar sögur kvenna frá Kamerún.

Samkirkjulegt kvennaband leiðir sönginn. Samskot tekin til hins Íslenska Biblíufélags. Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði konur og karlar.

 

Að Alþjóðlegum bænadegi kvenna á Íslandi standa: Aðventkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Fríkirkjan Vegur- inn, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, KFUM og K, Kristniboðsfélag kvenna, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker