• 31. maí 2010:
Jazzmessa í Lindakirkju sunnudaginn 6. júní kl. 14:00
6. júní er 1. sunnudagur eftir trinitatis og þá verður jazzmessa í Lindakirkju.
Kanadíski trompetleikarinn dr. Richard Gillis leiðir hljómsveitina en með honum leika Björn Thoroddsen á gítar og Jón Rafnsson á kontrabassa.
Richard Gillis er þekktur trompetleikari í Kanada og m.a. er hann stjórnandi stórsveit- ar Winnipegborgar. Í stað sunginna sálma munu Gillis og félagar leika þekkt jazzlög sem á einn eða annan hátt tengjast börnum.
Prestur er Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
|
|
Messan er hluti Jazzdaga í Kópavogi.
|
|
• 25. maí 2010:
Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
í Guðríðarkirkju 26. maí
Miðvikudaginn 26. maí verður héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra haldinn í Guðríðarkirkju kl. 17:30.
Fundurinn hefst með helgistund í umsjá presta Guðríðarkirkju, en síðan verður fundur settur þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, fram-lagning starfsskýrslna og reikninga, afgreiðsla ársreiknings og fjárhagsáætlunar, kosningar og önnur mál.
|
|
Sjá nánar dagskrá héraðsfundarins hér > >
|
|
• 21. maí 2010:
Gengið til kirkju - gengið verður til messu frá einni kirkju til annarrar
Í byrjun sumars verður boðið upp á göngu-ferðir um Breiðholtið. Það eru kirkjurnar í hverfinu sem hafa frumkvæðið að þessum gönguferðum sem eiga það allar sameiginlegt að byrja og enda við kirkju.
Þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á slíkar göngur og má með sanni segja að framtakið hafi fengið góðar viðtökur í fyrra.
Fyrsta gangan verður sunnudaginn 30. maí. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 og gengið að Breiðholtskirkju. Klukkan 11:00 verður messað í Breiðholtskirkju og boðið verður upp á hressingu að messu lokinni.
Sunnudaginn 6. júní verður gengið frá Breið- holtskirkju kl. 19:00 til messu í Seljakirkju sem byrjar kl. 20:00.
Síðasta gangan verður sunnudaginn 13. júní. Þá verður lagt af stað frá Seljakirkju og gengið til kvöldmessu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20:00.
|
|
Ekið verður með göngufólk til baka þar sem göngurnar hófust, þegar allir hafa þegið hressingu eftir messurnar. Göngumessurnar eru liður í auknu samstarfi safnaðanna sem sameinast um helgihald þessa daga.
Hér er tilvalið tækifæri til að sameina góða hreyfingu, andlega næringu og góðan félags-skap.
Allir eru hjartalega velkomnir í þessar kirkjugöngur um Breiðholt og messurnar.
|
|
• 19. maí 2010:
Vortónleikar Barnakórs Seljakirkju fimmtudaginn 20. maí kl. 18.30
Vortónleikar Barnakór Seljakirkju verða haldnir í Seljakirkju á morgun, fimmtudaginn 20. maí kl. 18.30.
Barnakórinn hefur starfað af fullum krafti í allan vetur undir stjórn Önnu Margrétar Ósk- arsdóttur og ætlar
nú að ljúka vetrarstarfinu með þessum glæsilegu vortónleikum kórsins.
Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.
|
|
|
|
• 17. maí 2010:
Mjög fjölmenn Fylkismessa
með biskupi Íslands í Árbæjarkirkju
Fylkismessa var haldin í Árbæjarkirkju sunnu- daginn 9. maí s.l. og hóf biskup Íslands þar biskupsvísitasíu sína í Árbæjarsókn. Fylkis- menn, konur og börn mættu vel í messuna. Barnakór og gospelkór kirkjunnar sungu.
Fimleikadeild Fylkis sýndi listir sínar, Tónskóli Sigursveins lék verk og Leikhópurinn Perlan sýndi leikþátt.
|
|
Eftir messuna var kirkjugestum boðið upp á grillaðar pylsur og síðan hófst stífluhlaupið og bestu hlaupararnir verðlaunaðir. Þar sem ritstjórinn var svo óheppinn að glata mynda- kortinu sínu eftir messuna, bjargaði Guðrún Nikulásdóttir málunum með sínum myndum, en hún er í sóknarnefnd Árbæjarsóknar. Við þökkum kærlega fyrir það. Sjá myndir úr Fylkismessunni hér
|
|
• 14. maí 2010:
KKjörfundur til kirkjuþings 2010 lýkur á miðnætti 15. maí
Kjörfundur til kirkjuþings 2010 lýkur á mið-nætti á morgun, laugardaginn 15. maí. Þeir sem hafa atkvæðisrétt eru hvattir til að kjósa fyrir þann tíma.
|
|
Kosningin fer fram á netinu og eru nánari upplýsingar um
frambjóðendur úr Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er að finna hér á tenglinum
fyrir neðan.
|
|
• 12. maí 2010:
Dagur aldraðra víða haldinn hátíðlegur í kirkjum á uppstigningardag
Á morgun, uppstigningardag, eru flestar kirkjur Reykjavikurprófastsdæmis eystra
með messur og er öldruðum tileinkaður sá dagur, því þá er dagur aldraðra.
Þar skal sérstaklega nefna hátíðarmessu
í Ár-bæjarkirkju, þar sem biskupinn yfir Íslandi prédikar og prestar kirkjunnar
þjóna fyrir altari, en sú messa hefst klukkan 11.
Þar mun Lögreglukórinn syngja og aldraðir lesa ritningalestra. Jafnframt verður
þar sýn-ing á handavinnu úr kirkjustarfi eldri borgara, sem eins og menn vita er
mjög öflugt.
|
|
Hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogs-kirkju kl. 14 þar sem Dr. Einar
Sigurbjörnsson prófessor við guðfræðideild HÍ prédikar. Prestar safnað-arins
þjóna fyrir altari.
Í Fella- og Hólakirkju verður messan kl. 14 og mun Gerðubergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu.
Nánari upplýsingar eru má finna hér.
|
|
• 10. maí 2010:
100 messuþjónar í samveru á vegum Reykjavíkurprófastsdæmanna
Fimmtudaginn 6. maí komu um 100 messu-þjónar til samveru í Breiðholtskirkju á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmanna. Þar voru mættir fulltrúar frá 17 söfnuðum, sem annað hvort eru með messu- hópa eða hafa hug á því að stofna messuhópa við kirkju sína, en á síðustu árum hefur verið mikill vöxtur í þessu starfi kirkjunnar, sem miðar að því að kalla fleiri til þjónustu í kirkjunni á helgum dögum.
Messuþjónar taka virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar meðal annars með því að eiga fund með prestinum í vikunni fyrir messuna og ræða texta dagsins og síðan að lesa ritningar- lestra, aðstoða við útdeil-ingu, biðja bæna, taka á móti kirkjugestum við kirkjudyr, tendra altarisljósin og svona mætti áfram telja.
|
|
Hugmyndafræðin að baki messuþjónastarfinu er fengin frá Fredrik Modeus, sem starfar sem prestur í Lundi í Svíþjóð, en hann kom hingað til lands fyrir þremur árum til þess að kynna þetta starf sem hefur aukið verulega kirkjusóknina hjá honum.
Ljóst er að messuþjónastarfið eru einn af helstu vaxtabroddum kirkjunnar, enda hefur það gefið góða raun hjá þeim söfnuðum sem hafa tekið það upp hér á landi og aukið virkni og þátttöku safnaðarins í helgihaldinu. Einnig hefur það gefið sóknarbörnum tæki- færi til þess að hafa bein áhrif á messuna, t.d. með vali bæna, sálma og með innleggi í prédikun. Einn messuþjónninn lýsti því ein- mitt á samverunni, hve gott væri að koma ekki aðeins sem þiggjandi til kirkju heldur einnig sem þátttakandi sem hefur eitthvað fram að færa.
Sjá myndir frá samverunni hér
|
|
• 8. maí 2010:
Biskup Íslands prédikaði í hátíðarmessu í Breiðholtskirkju
Sunnudaginn 18. apríl var haldin hátíðar-messa í Breiðholtskirkju sem var jafnframt liður í biskupsvísitasíu herra Karls Sigur-björnssonar biskups og prédikaði hann jafnframt í messunni.
Börn úr forskóla fermingarfræðslunnar tóku líka þátt í messugjörðinni og gengu fyrir inn-göngu biskups og presta og kveiktu á altaris- kertum. Mjög fjölmennt var í messu þennan dag og tóku kirkjugestir vel undir söng kirkjukórsins. Í lok messunnar var söfnuði boðið til kaffi í safnaðarheimilinu þar sem biskup notaði tækifærið og gaf sig á tal við gesti.
|
|
Hátíðarmessan var síðasti liður biskupsvísi-tasíunnar í Breiðholtssókn en næst
mun hann heimsækja Árbæjarsókn og taka þátt í Fylkismessu í Árbæjarkirkju
sunnudaginn 9. maí sem við munum segja frá hér á vef Reykjavíkurprófastsdæmis
eystra. Sjá myndir úr hátíðarmessunni hér
|
|
• 6. maí 2010:
Biskupsvísitasía í Árbæjarkirkju
- Fylkismessa á sunnudaginn kl. 11
Fylkismessa verður í Árbæjarkirkju sunnu-daginn 9. maí kl. 11 og mun biskup Íslands hefja þar biskupsvísita-síu sína í Árbæjarsókn. Barnakór og gospelkór kirkjunnar munu syngja nokkur lög.
Vonast er til þess að Fylkismenn og konur á öllum aldri fjölmenni og að appelsínuguli lit-urinn verði mjög vel sýnilegur og er fólk hvatt til að mæta í búningnum. Meistara-flokkur kvenna hjá Fylki mætir á staðinn og Fimleikadeild Fylkis sýnir listir sínar.
|
|
Það verður fjölskyldustemning og börn úr STN og TTT verða með atriði. Tónskóli Sigur-sveins leikur verk og Leikhópurinn Perlan lætur sig ekki vanta á vorhátíðina frekar en undanfarin ár og sýnir leikþátt.
Eftir messuna er kirkjugestum boðið upp á grillaðar pylsur áður en stífluhlaupið
vinsæla hefst. Allir eru hjartanlega velkomnir.
|
|
• 4. maí 2010:
Barnastarfshátíð Breiðholtssafnaðanna með Biskupi Íslands
Það var enginn venjulegur sunnudagaskóli í Breiðholtskirkju sunnudaginn 18. apríl s.l. þegar börn mættu ásamt foreldrum eða öðrum forráðamönnum til Barnastarfshátíðar Breiðholtssafnaðanna. Messan var hátíðleg og samt full af fjöri, því barnakórar frá öllum Breiðholtssöfnuðunum sungu og Biskupinn yfir Íslandi predikaði.
|
|
Í lok messunnar var öllum boðið í pylsugrill í safnaðarheimilinu og tóku ungir sem aldnir hressilega til matar síns þar.
Sjá myndir voru teknar við þetta tækifæri.
|
|
• 2. maí 2010:
Fjölmennt var í árlegri kirkjureið og messu í Seljakirkju í dag
Stór hópur hestamanna kom ríðandi að Selja- kirkju eftir hádegið í dag frá flestum hesta- svæðum í nágrenni Seljakirkju. Það kom m.a. frá Fákssvæðinu, Vatnsendasvæði, Smáranum og Garðabæ og var tignarleg sjón að sjá þau koma til messu með þessum hætti.
|
|
|
|
• 28. apríl 2010:
Kynningarsíða fyrir frambjóðendur leikmanna í kjördæmi Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra fyrir
Kirkjuþingskosningar vorið 2010
Dagana 1. - 15. maí fer fram rafræn kosning leikmanna vegna Kirkjuþings 2010.
Fyrir fram-bjóðendur í kjördæmi Reykjavíkurprófasts-dæmis eystra hefur verið
sett upp kynningar- síða, þar sem annars vegar frambjóðendur sem eru tilnefndir
af sóknum prófastsdæm-isins og tenglar á Kirkjuþingsvef.
Á kynningarsíðunni er hægt að smella á nöfn frambjóðenda til að fá
nánari kynningu á þeim, sem þeir hafa sent okkur. Í dag hafa aðeins þrír
frambjóðendur sent okkur kynningu, en þar fá munu allir jafnmikið pláss fyrir texta
og/eða myndir og jafnræðis því vel þar gætt.
|
|
Þeir frambjóðendur leikmanna sem ekki hafa enn sent okkur kynningu sína eru
beðnir um að gera það sem fyrst og senda netpóst til ritstjóra vefsins á og ef textinn er í
styttra lagi, á senda myndir með, auk kennimyndar (prófílmynd) af viðkomandi.
Hér er hægt að fara á kynningarsíðuna um frambjóðendur leikmanna.
Kynningarsíða » |
|
|