Lengi hefur verið um það rætt innan kirkjunnar, að þörf sé á breytingum og endurbótum á starfskýrslum presta þannig að skýrslurnar gefi gleggri mynd af umfangi kirkjustarfsins, enda hefur starfið gjörbreyst og orðið sífellt fjölbreyttara á síðustu árum og áratugum. Í ljósi þess var því ákveðið, að taka upp reglubundna talningu á völdum þáttum starfsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og liggja niðurstöður þessarar taln-ingar fyrir tímabilið október 2009 til mars 2010 nú fyrir.
Eitt af því sem sjá má af þessari talningu er, hversu fjölbreytilegt starfið í prófastsdæm-inu er orðið og hversu mikil þátttaka er í safnaðarstarfinu, þegar betur er að gáð.
Það kemur m.a. fram, að alls tóku 156.756 manns þátt í þeim liðum safnaðarstarfsins sem talið var í þetta hálfa ár, og er þar þó ýmislegt undanskilið, eins og t.d. allt kóra- starfið, fermingarfræðslan og fundir og sam-verur af ýmsu tagi.
Samsvarar þessi þátt-taka því, að hver þjóð- kirkjumeðlimur hafi tekið þátt í þeim liðum starfsins, sem talið var í, u.þ.b. 2,3 sinnum á tímabilinu eða að 38,6% hafi tekið þátt í ein- hverjum þessara liða starfsins einu sinni í mánuði.
Séu einstakir liðir starfsins skoðaðir nánar kemur vafalaust ýmislegt mörgum á óvart. Má þar sem dæmi nefna, að meðalþátttakan í þeim 357 messum, sem fram fóru í prófasts-dæminu á tímabilinu, var 125 manns. Og alls tóku 95.225 manns þátt í einhverju helgihaldi á tímabilinu eða 15.871 á mánuði.
|
|
Þátttakendur í barna- og unglingastarfi voru 43.775 eða 7.296 á mánuði, en það samsvarar því, að hvert barn í þjóðkirkjunni hafi komið í eitthvert starf u.þ.b. þrisvar á tímabilinu eða helmingur þeirra mánaðarlega. Í þessu sambandi skal það ítrekað, að þátttakendur í fermingarfræðslu og barnakórum eru, eins og áður sagði, ekki með í þessum tölum.
Er því ekki ólíklegt að þær mætti tvöfalda, ef þessir þættir kirkjustarfsins væru talir með, enda voru fermingarbörnin um 1100 og börn-in mörg hundruð, sem syngja í barnakórun-um í prófastsdæminu.
Loks má geta þess, að 17.756 tóku þátt í ýmiskonar fullorðinsfræðslu og hópastarfi á vegum safnaðanna, eða 2959 á mánuði, og voru slíkar samverur að meðaltali 109 á mánuði eða 11 í hverri kirkju.
Ég veit að þær tölur sem hér er vitnað til koma mörgum á óvart og finnst mér því því fullt tilefni til, að á þeim sé vakin athygli. Því þótt það sé vissulega rétt, að oft vildum við sjá miklu fleiri koma í kirkjurnar okkar en stundum er, þá er það þó mikill misskilningur að halda að þær standi alltaf tómar eins og sumir vilja halda fram. Öðru nær!
Safnaðarstarfið verður sífellt fjölbreytilegra og þátttaka í starfinu er almennt að aukast. Ég tel því, að það sé í raun leitun á öflugra félagsstarfi á því svæði sem prófastsdæmið nær yfir, en einmitt því sem rekið er á vegum Þjóðkirkjusafnaðanna.
Gísli Jónasson, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra
|