Viðburðir og fréttir í janúar 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 29. janúar 2010:

Magnificat - stórtónleikar eftir breska tónskáldið John Rutter
í Fella- og Hólakirkju 6. og 7. febrúar kl. 17

Stórtónleikar verða haldnir í Fella- og Hóla- kirkju 6. og 7. febrúar n.k. Þessir tónleikar eru samstarfsverkefni þar sem Kór Fella- og Hólakirkju, Lúðrasveit verkalýðsins og Söngsveitin Fílharmónía sameina krafta sína. Flutt verður tónverkið Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter á tvennum tónleikum í Fella- og Hólakirkju, helgina 6. og 7. Febrúar, kl. 17 báða daga. Einsöngvari í verkinu verður Nanna María Cortes og stjórnandi Snorri Heimisson.

John Rutter er í hópi vinsælustu núlifandi tónskálda Breta en Söngsveitin hefur flutt eftir hann nokkur lög á jólatónleikum. Sam- eiginlega æfingar þessa 130 manna hóps flytj- enda standa nú yfir. Missið ekki af einstökum tónlistaratburði og glæsilegu verki!

 

Fréttin öll og myndir

Aðeins verða þessir tveir tónleikar og eru því miðar takmarkaðir. Miðar fást hjá í 12 Tónum, hjá kórfélögum, hljóðfæraleikurum og óselda miða við innganginn - og þeir kosta aðeins kr. 2.500.

Sjá nánar hér myndir frá æfingum lista- fólksins í Fella- og Hólakirkju í vikunni » »

Fréttin öll og myndir

• 27. janúar 2010:

Verða hinir síðustu fyrstir? - Tómasarmessa á sunnudagskvöld kl. 20

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breið- holtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 31. janúar, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messu- haldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

 

Þema messunnar er að þessu sinni: “Verða hinir síðustu fyrstir?” Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undir- búningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 25. janúar 2010:

Umræðukvöld um eflingu sjálfboðaliðastarfs í kirkjunni

Á morgun, 26. janúar kl. 20 verður í Breið- holtskirkju umræðukvöld um eflingu sjálf- boðaliðastarfs í kirkjunni. Valgerður Gísla- dóttir, sr. Magnús B. Björnsson og sr. Bryn- dís Malla Elídóttir munu flytja stutt erindi en síðan verða almennar umræður um þetta mikilvæga málefni. Leitast verður við að skoða raunhæfar leiðir sem hægt er að fara til að kalla fleiri til starfa innan kirkjunnar. Mikilvægt er að efla sjálfboðaliðastarfið bæði út frá fjárhagslegu sjónarmiði en ekki síður út frá kenningu og kærleiksþjónustu kirkjunnar.

 


• 16. janúar 2010:

Opið hús fyrir eldri borgara í Árbæjarkirkju

Þegar fréttasnápur leit við í Árbæjarkirkju á miðvikudaginn var, eins og alla miðvikudaga frá kl. 13 – 16 opið hús fyrir eldri borgara. Þetta var í annað sinn sem hann leit við hjá þeim og það var ekki laust við að sjá að liðið hafi yngst um nokkur ár síðan síðast, því hópurinn var hressari núna en þá að manni fannst.

Þessi hópur var hinn hressasti þá líka, eins og þið getið skoðað á tenglinum undir textann á myndasíðunni sjálfri. Þar er ein kvikmynd líka þar sem þið sjáið og heyrið þau syngja eins og þau gera gjarnan.

 

Þar sem fréttasnápur ætlar að skreppa úr landi í vikutíma, verða engar fréttir fyrr en eftir aðra helgi svo þið getið notað tímann til að skoða eldri fréttir eða myndasafnið. Sjá nánar hér fréttina og myndir

• 14. janúar 2010:

Fræðslukvöld í Lindakirkju um Opinberunarbók Jóhannesar

Nokkur hópur áhugafólks um Biblíufræðin og trúna hittist í Lindakirkju miðvikudagskvöldið 13. janúar s.l. og ræddu um Opinberunarbók Jóhannesar með sérstakri áherslu á hina nýju Jerúsalem. Það var Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra, stjórnaði umræðunni og sagði í upphafi að hann gæti talað um þetta efni fram á næsta dag, þátttakendur þyrftu bara að setja hámarkstímann.

 

Fréttasnápur vefrits prófastsdæmisins leit við þegar umræðurnar voru að hefjast og smellti þá þessum myndum af þeim. Sjá nánar hér

• 11. janúar 2010:

Mál dagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju 12. janúar kl. 14.30

Næstkomandi þriðjudag 12. janúar klukkan 14:30 hefst stundin “Mál dagsins” sem er sambland af tali og tónum í safnaðarheimili Kópavogskirkju “Borgum”. Í upphafi mun Friðrik Kristinsson stjórna söng en undirleik annast Lenka Mátéová.

 

Að því loknu ræðir Páll Vals- son, rithöfundur um bók sína “Vigdís Finnbogadóttir” sem kom út fyrir síðustu jól. Stundinni lýkur kl. 16.00 og allir eru hjartanlega velkomnir.

• 9. janúar 2010:

Áramótaguðsþjónusta Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma

Eins og venja er til hófst kirkjustarf eldri borgara á nýju ári með guðsþjónustu. Að þessu sinni var guðsþjónustan í Seltjarnar- neskirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00. Pestur var sr. Sigurður Grétar Helgason. Litli kór Neskirkju söng undir stjórn Ingu J. Backman sem einnig söng einsöng. Organisti var Friðrik Vignir Stefánsson.

Viðstaddir létu í ljós mikla gleði með að eiga svona yndislega stund sanan í upphafi árs. Á eftir voru ljúffengar kaffiveitingar í boði sóknarnefndar og þar átti fólkið einnig góða stund saman.

 

Guðsþjónustan var samstarfsverkefni Ellimála- ráð Reykjavíkurprófastsdæma og Seltjarnar- neskirkju og kunnum við í E.R. þeim öllum sem komu að þessari samverustund í upphafi árs okkar bestu þakkir og biðjum þeim blessunar Guðs á nýju ári.

• 7. janúar 2010:

Emmaus-námskeið hefst 21. janúar kl. 19:30 í Fella- og Hólakirkju

Viltu læra meira? Emmaus-námskeið um trúna og tilveruna í Fella- og Hólakirkju. Námskeið- ið er haldið annað hvert fimmtudagskvöld frá kl. 19:30 til 21:00 og hefst 21. janúar 2010.

Nafn námskeiðsins vísar til frásagnar í Lúkasi 24.13-32 þar sem Jesús upprisinn slæst í för með tveimur lærisveinum á leið til Emmaus. Hann skýrir fyrir þeim ritningarnar, en þeir þekkja hann ekki fyrr en þeir snæða saman og hann brýtur brauðið. Lífi okkar má líkja við vegferð. Á Emmaus-námskeiðinu veltum við fyrir okkur á hvaða leið við erum í til- verunni, og hvort við kjósum að Jesús sláist í för með okkur á þeirri vegferð.

 

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðar- lausu. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni hafa umsjón með námskeiðinu. Nóg er að mæta fyrsta kvöldið, ekki þarf að skrá sig sérstaklega fyrir fram. Þó getur fólk skráð sig í Fella- og Hólakirkju í síma 557 3280 og 557 5577.

• 2. janúar 2010:

Áramótaguðsþjónusta aldraðra í Seltjarnarneskirkju 5. janúar kl. 14

Áramótaguðsþjónusta aldraðra verður haldin í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 5. janúar og hefst hún kl. 14:00. Prestur er sr. Sigurður Grétar Helgason.

Litli kór Neskirkju syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Ingu J. Backman, sem einnig syngur einsöng. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson.

Kaffiveitingar verða eftir guðsþjónustuna í boði Seltjarnarneskirkju. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma og Seltjarnarneskirkju.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker