Viðburðir og fréttir í september og október 2008

   2009:   •   janúar - febrúar   •   mars - apríl   •   maí - ágúst   •  september - október   •   nóvember - desember   •    
   2008:   •   janúar   •   febrúar - mars   •   apríl   •   maí - ágúst   •   september - október   •   nóvember - desember   •    
• 29. október 2008:

Kirkjuþing 2008 í Grensáskirkju

Nú stendur yfir kirkjuþing í Grensáskirkju í Reykjavík. Kirkjuþing kemur saman einu sinni á ári og tekur fyrir ýmis mál er varða skipulag, fjármál og stefnumörkun kirkjunnar.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 kjörnir fulltrúar bæði vígðir þjónar og leikmenn. Fulltrúar Reykjavíkurprófatsdæmis eystra á kirkjuþingi eru nú þau sr. Svavar Stefánsson, sr. Magnús Björn Björnsson, Margrét Björnsdóttir, Jóhann E. Björnsson og Bjarni Grímsson.

Það sem af er þessu kirkjuþingi hafa miklar umræður skapast meðan annars um barna- og æskulýðsmál og fyrir liggja nú þrjár tillögur fyrir þinginu sem falla undir þann mála flokk. Nánar má lesa um kirkjuþingið á www.kirkjuthing.is

 


• 24. október 2008:

Morgunfundur E.R. fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða

Ellimálaráð stendur fyrir morgunfundum starfsfólks og sjálfboðaliða einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Fyrsti fundur vetrarins var haldinn í Hjallakirkju föstudaginn 3. október og hófst hann með helgistund og altarisgöngu í kirkjunni.

Prestur var sr. Íris Kristjánsdóttir og organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Það er venja okkar að hafa altarisgöngu á fyrsta fundi haustsins þar sem við leggjum vetrarstarfið og okkur sjálf í hendur Guðs og biðjum um blessun hans og handleiðslu.

Á eftir voru kaffiveitingar í boði Hjallasóknar. Á þessum fundum er rætt um það sem er efst á baugi í kirkjustarfi eldri borgara og margir taka til máls.

Það er mjög mikilvægt að geta þannig hitt félaga sína sem eru að vinna að sama marki í öðrum kirkjum og finna samstöðu og vináttu þeirra.   Sjá nánar

 


• 18. október 2008:

Aukið kirkjustarf í öllum sóknum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

Kirkjan er til staðar á erfiðum stundum sem og á gleðistundum. Allar kirkjurnar í prófastsdæminu hafa mætt þeirri auknu þörf fólks til að leita að innri friði og sjálfinu í sér með aukinni aðsókn í guðsþjónustur og í aðra starfsemi kirkjunnar.

 

Hægt er að finna hér lifandi kirkjustarf í ein- hverri kirkjunni hvern dag vikunnar. Fólkið finnur sáluhjálp og frið í kirkjunni, hvort sem það er í messum, foreldrastarfi eða starfi aldraðra. Auk þess hefur verið góð aðsókn í hin ýmsu námskeið og ráðstefnur sem í boði hafa verið.   Sjá nánar

Sækið hér prentvæna útgáfa að kirkjustarfinuSmellið til að sækja PDF-útgáfu af Kirkjustarfinu 2008-2009

• 16. október 2008:

Námskeið fyrir leikskólakennara og starfsfólk á leikskólunum

Námskeið fyrir leikskólakennara og starfsfólk á leikskólunum í Breiðholti verður haldið í Seljakirkju fimmtudaginn 30. október kl. 17:30.

Námskeiðið er þáttakendum að kostnaðarlausu auk þess sem kirkjan býður upp á kvöldmat. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síðasta lagi 27. október í síma Breiðholtskirkju 587 1500 eða á breidholtskirkja@kirkjan.is. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar í vetur sem prestur í Árbæjarkirkju og hefur á undanförnum árum haldið fjölmörg námskeið um sjálfstyrkingu.

 

Hún hefur verið leiðbeinandi á námskeiðinu Konur eru konum bestar um árabil og er höfundur að sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir unglinga sem hún hefur haldið víða um land bæði innan kirkjunnar og í skólum.

Haukur Haraldsson er sálfræðingur hjá félagsþjónustu Hafnarfjarðar auk þess að reka eigin stofu. Hann hefur starfað mikið með börnum og unglingum og var um árabil sálfræðingur á BUGL. Hann hefur haldið þó nokkra fyrirlestra sem miða að aðstoð eða stuðningi við börn og uppalendur.

 Sjá nánar

• 14. október 2008:

Haustfundur Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma í Breiðholtskirkju

Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma var með haustfund sinn í Breiðholtskirkju 27. september. Þangað eru allir boðaðir sem starfa í kirkjustarfi eldri borgara hvort sem um er að ræða starfsfólk eða sjálfboðaliða og einnig fulltrúar sóknarnefnda í Ellimálaráði.

Á fundinum var farið yfir dagskrá vetrarins og rætt um það sem við gerum sameiginlega í starfinu.

 

Einnig sögðu nokkrir frá því sem verið er að gera í þeirra kirkjum á haustönn og nokkrar konur sýndu handverk sem á að vinna í kirkjunum hjá þeim í vetur. Fundinum lauk með málsverði í boði Ellimálaráðs.   Sjá nánar

• 13. október 2008:

Lánin og lífið - Málþing í Fella- og Hólakirkju

Lánin og lífið er yfirskriftin á málþingi sem haldið verður á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15. október. Þar verður fjallað um hið flókna samspil bæði veraldlegra og andlegra verðmæta og það hvernig við getum tekið stjórnina í eigin peningarmálum.

Báðar hliðar peningsins verða ræddar ef svo má að orði komast, þar sem fyrirlesararnir munu bæði skoða málefnið út frá guðfræðilegu og efnahagslegu sjónarmiði.

 

Mörgum reynist erfitt að átta sig á þeirri umræðu sem nú er í gangi um fjárhagslegar stoðir efnahagslífsins og því brýn þörf á að skoða þau mál í víðara samhengi. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hérðaðsprestur mun fjalla um manninn milli Guðs og Mammons. Vilhjálmur Bjarnason formaður Félags fjárfesta og aðjúnkt við viðskiptadeild Háskóla Íslands og talar um stöðuna í efnahags- málum þjóðarinnar. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálp- arstarfi kirkjunnar mun ræða um innanlandsaðstoð Hjálpar- starfsins. Málþingið hefst kl. 17:30 og er öllum opið þeim að kostnaðarlausu.   Sjá nánar

• 10. október 2008:

Biðjandi kirkja

Í öllum aðstæðum lífsins er bænin það hald- reipi sem aldrei bregst. Það þekkja þau mörgu sem reglulega sækja kyrrðar- og bænastundir kirkjunnar. Í hverri viku eru fjölmargar bænastundir í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Á þriðjudögum eru bænastund- ir kl. 10 í Þórðarsveig 3, kl. 12 í Fella- og Hólakirkju, kl. 12:10 í Kópavogskirkju, kl. 18 í Hjallakirkju og kl. 18:30 í Digraneskirkju. Á miðvikudögum eru bænastundir kl. 12 í Grafarvogskirkju, Breiðholtskirkju og Árbæjarkirkju og kl. 18 í Seljakirkju.

 

Á fimmtudögum er bænastund kl. 10 að Þórðarsveig 3 og kl.12:10 í Digraneskirkju. Af þessari upptalningu sést að kirkjan er stöðug í bæninni enda bænarefnin mörg sem hvíla á fólki. Þessa vikuna hefur sérstaklega verið beðið fyrir því ástandi sem ríkir nú í þjóðfélaginu og fyrir þeim sem eiga í miklum erfiðleikum vegna þess. Bænastundirnar eru kærkomið tækifæri til þess að fela Drottni það allt sem á hugann leitar í trausti þess að hann muni vel fyrir sjá. Blessun hans og náð er mikil.

   - Sjá nánar "Á döfinni" á vinstri spalta síðunnar.

• 8. október 2008:

Frá haustguðsþjónustu Reykjavíkurprófastsdæma í Digraneskirkju


 

Nú er kirkjustarf eldri borgara í prófastsdæmunum komið í fullan gang. Sameiginleg haustguðsþjónusta var haldin í Digraneskirkju 10. september. Prestur var sr. Yrsa Þórðardóttir.

Gamlir fóstbræður sungu og organisti var Kjartan Sigurjónsson. Á eftir voru kaffiveitingar í boði Digranessóknar. Guðsþjónustan var vel sótt og kom fólk úr öllum söfnuðum í báðum prófastsdæmunum.

Haustguðsþjónustan markar upphaf vetrarstarfsins og fólk er mjög ánægt með að fá að hitta þá sem eru í öðrum kirkjum en það sjálft og eiga saman góða og blessaða stund í kirkjunni. Guðsþjónustan var samvinnuverkefni E.R. og Digraneskirkju.

   Sjá nánar

• 7. október 2008:

Biskup Íslands hvetur til samstöðu og umhyggju

Veðragnýr fjármálakreppunnar skelfir margan, sem óttast að grunnstoðirnar séu að bresta. Angist og kvíði er hlutskipti margra um þessar mundir. Ljóst er að þröngt getur orðið í búi hjá einstaklingum og fjölskyldum á næstu mánuðum. Við slíka erfiðleika reynir á samstöðu og umhyggju allra. Í guðspjöllunum talar Jesús um „angist þjóða, ráðlausra við dunur hafs og brimgný” – og það lýsir ástandinu þessa síðustu daga. Hvað mun standast flóðbylgju kreppunnar? Guð einn veit.

 

Líf okkar er í hendi hans og hann þekkir og skilur áhyggjur okkar og vanda. „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar,“ segir Jesús, „yðar himneski faðir veit.“ Og Pétur postuli hvetur okkur til að varpa öllum áhyggjum okkar á Drottin, því hann ber umhyggju fyrir okkur. Áhyggjur okkar ber umhyggja hans. Í þeim faðmi er okkur óhætt.    Sjá nánar

• 5. október 2008:

Horfum fram á veginn og trúum

Eins og allir hafa tekið eftir er sumarið á enda og haustið komið með sínum litaskrúða og fyrsti snjórinn búinn að leggja feld yfir laufblöðin sem eru að falla af trjánum.

Þetta eru ekki endalok, því þetta er aðferð náttúrunnar til að stækka og þróast. Sama má segja um starfið okkar í kirkjunni, nema hvað við hvílum okkur aðeins yfir sumartímann en eflumst að hausti með sama hætti og ný laufblöð vaxa að vori.

 

Í haustbyrjun hittast lærðir sem leikmenn kirkjunnar og ræða leiðir til að koma enn frekar til móts við þarfir fólks í daglega lífinu sem og barnanna.    Sjá nánar

• 1. október 2008:

Lánin og lífið - Málþing á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

Málþing á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldið í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15. október kl. 17:30. Málþingið er öllum opið þeim að kostnaðarlaustu. Skráning hjá eða í síma 567 4810.       Sjá nánar

 


• 30. september 2008:

Aukahéraðsfundur verður í Breiðholtskirkju þriðjudaginn 2. október

Fimmtudaginn 2. október kl. 18 - 21 verður aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra haldinn í Breiðholtskirkju. Fundurinn er nokkurs konar framhald af héraðsfundi sem haldinn var í vor en þá var m.a. frekari vinnu við fjárhagsáætlun héraðs- sjóðs frestar til haustsins.

 

Á aukahéraðsfundinum munu kirkjuþings- fulltrúar prófastsdæmisins kynna þau mál er þeir munu leggja fyrir á komandi kirkju- þingi sem hefst í lok október.

Á héraðsfund eru boðaðir allir þjónandi prestar og djáknar prófastsdæmisins, formenn sóknarnefnda og safnaðar- fulltrúar.     Sjá nánar

• 25. september 2008:

Guðni Már Harðarson settur inn í embætti prests við Lindasókn

Sunnudaginn 28. september mun sr. Gísli Jónasson setja sr. Guðna Má Harðarson inn í embætti prests við Lindasókn í messu sem haldin verður í Salaskóla kl. 11.

Þar mun sr. Guðni Már prédika og þjóna fyrir altari ásamt sóknarpresti sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni. Sr. Guðni Már er 8. presturinn í Kópavogi og eru prestar prófastsdæmisins nú orðnir 22.

 
• 24. september 2008:

Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju

Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 28. september kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin og verður sami háttur hafður á í vetur.

Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd messunnar, bæði leik- menn, djáknar og prestar.

• 22. september 2008:

Biblíulestur í Breiðholtskirkju - Biblían, ritmál og stjórnmál

Biblíulestrar undir leiðsögn sr. Sigurjóns Árni Eyjólfssonar Dr.Theol, dr.theol, héraðsprests hefjast í Breiðholtskirkju í Mjódd fimmtudaginn 25. september. Námskeiðið er í samstarfi Leikmannaskólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

Á námskeiðinu verður farið í Guðsríkisboðun Jesú og hvernig sá boðskapur túlkar samband veraldlegs og aldlegs valds, Guðs og Mammons. í framhaldi af því verður fjallað um tengsl trúar og stjórnmála og reifaðar verða nokkrar helstu hugmyndir fræðimanna um þau tengsl.

 

Jafnframt verður í nokkra kjarnartexta í Nýja testamentinu sem tengjast efni námskeiðsins og fjallað verður um erfiðleika í túlkun þessara texta.

Námskeiðið hefst 25. september kl. 20.00 og verður kennt í tíu skipti, tvo tíma í senn í Breiðholtskirkju í Mjódd. Skráning fer fram í síma 528 4000 eða hér á vefnum.

Tímabil: 25.09 – 27.11 2008.
Tími: Fimmtudagar kl. 20.00-22.00.
Staður: Breiðholtskirkja.
Verð: 6.000 kr.

• 17. september 2008:

Kórskóli Árbæjarkirkju

Barnakór Árbæjarkirkju tók til starfa haustið 2007. Starfið fór hægt af stað en efldist þegar leið á veturinn. Mikið var sungið og æft og kom kórinn fram á Aðventuhátíð kirkjunnar, í fjöl- skyldumessum og við fleiri tækifæri er tengjast safnaðarstarfinu. Þetta var mjög góður hópur en flestir krakkanna voru úr 3 - 7. bekk.

Nú í vetur hefur verið ákveðið að bjóða einnig 1. og 2. bekk að koma og æfa í kór, en þessi aldurshópur verður saman í hópi. Lögð verður m.a. áhersla á að kenna börnunum raddbeitingu, öndun og hina ýmsu söngva.

 

Allir í 1. - 7. bekk eru velkomnir í söngstarfið úr öllum skólum í sókninni. Vonast er til að sem flestir komi og taki þátt í skemmtilegu og uppbyggjandi starfi. Æfingar verða á mánudögum og fimmtudögum fljótlega eftir hefðbundinn skólatíma. Hver hópur mætir einu sinni í viku. Upplýsingar gefur Jensína í síma 567 2740 eða 691 1240.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar

eXTReMe Tracker