Áramótaguðsþjónusta aldraðra í Fella og Hólakirkju
6. janúar kl. 14:00
Kirkjustarf aldraðra er og hefur verið mjög öflugt í Reykjavík- urprófstsdæmum og hefur þátttka eldri borgara sýnt það undanfarið, því þeir sækja mjög vel starfsemi þeirra í kirkjunum sem og í annað starf þegar það er í boðil
Kirkjustarf aldraðra í Reykjavíkurprófastsdæmum verður að þessu sinni með áramótaguðsþjónustu sína á þrettándanum, 6. janúar kl. 14:00 í samvinnu við Fella- og Hólakirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir, líka þeir sem hafa ekki sótt kirkjustarf aldraðra til þessa og því kærkomið tækifæri fyrir þá að kynnast þessu öfluga og gefandi starfi.
Prestar eru séra Svavar Stefánsson, séra Þórhildur Ólafs og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Söngfuglar syngja og leiða almennan söng kirkjugesta sem Krisztina Kalló Szklenár stjórnar við undirleik Hilmars Arnars Agnarssonar organista.
Kaffiveitingar veða að lokinni guðsþjónustu í boði Fella og Hólakirkju. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Fella- og Hólakirkju.
Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma
Jesús, þú ert vort jólaljós,
um jólin ljómar þín stjarna.
Þér englarnir kveða himneskt hrós,
það hljómar og raust Guðs barna.
Skammdegismyrkrið skyggir svart,
ei skugga sjáum þó tóma.
Þú ljósið af hæðum, blítt og bjart,
þú ber oss svo fagran ljóma.
Sb. 1945 - Valdimar Briem
• 21. desember 2008:
Messur um jól og áramót
Fjölbreytt helgihald er í öllum kirkjum prófastsdæmisins um jól og áramót.
Aftansöngur er í öllum kirkjum á aðfangadag kl. 18 og víða eru einnig miðnæturguðs- þjónustur.
Á jóladag eru háðíðarguðsþjónustur kl. 14 en einnig eru margar kirkjur með fjölskylduguðsþjónustur á annan í jólum.
Nánar um helgihald yfir jól og áramót má finna á heimasíðum hverrar kirkju.
• 19. desember 2008:
Beðið eftir jólunum
Aðfangadagur getur verið lengi að líða í hugum barnanna og því tilvalið að nýta sér barnastundir í kirkjunum meðan beðið er eftir jólunum.
Í Guðríðarkirkju og Grafarvogskirkju verða slíkar stundir kl. 15, þar sem jólaguðspjallið verður lesið og jólin sungin inn.
Í Lindakirkju verður jólastund kl. 16 þar sem jólaguðspjallið verður lesið, stúlkur úr KFUK starfinu sýna helgileik og hver veit nema að kunnuglegir gestir úr sunnudagaskólanum láti sjá sig. Í lok stundarinnar fá börnin lítinn jólaglaðning frá Lindasókn.
Í Hjallakirkju verður Jólastund fjölskyldunnar kl. 16. Létt og skemmtileg barnastund með brúðum og léttum jólasöng. Góðir gestir úr sunnudagaskólanum koma í heimsókn.
• 17. desember 2008:
Jólasöngvar fjölskyldunnar í Breiðholtskirkju á 4. sunnudegi í aðventu
Fjórða sunnudag í aðventu 21. desember kl. 11 verða jóla- söngvar fjölskyldunnar í Breiðholtskirkju. Þá mun yngri barnakór kirkjunnar syngja nokkur jólalög, sögð verður jólasaga og jólaboðskapurinn hugleiddur. Einnig verður tekið á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar.
Jólasöngvar fjölskyldunnar eru tilvalið tækifæri til þess að koma til kirkju og minna sig á að jólastemninguna eigum við jólabarninu að þakka, sem færir okkur hinn sanna frið og blessun jólanna.
Prestur sunnudagsins er sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs en einnig munu þau Nína Björg Vilhelmsdóttir og Jóhann Axel Schram Reed taka þátt í stundinni. Öll börn fá glaðning frá kirkjunni og að sjálfsögðu veður kaffisopi og önnur hressing í safnaðarheimilinu þegar stundinni lýkur.
• 15. desember 2008:
Biskup Íslands vígði safnaðarsal Lindakirkju
Aðfangadagur getur verið lengi að líða í hugum barnanna og því tilvalið að nýta sér barnastundir í kirkjunum meðan beðið er eftir jólunum.
Safnaðarsalur Lindakirkju í Salarhverfi var vígður við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands þriðja sunnudag í aðventu við hátíðlega athöfn. Fyrr um moruguninn hafði söfnuðurinn haldið síðustu messugjörð sína í Salarskóla, þar sem sóknin hefur haldið messur sínar fram að þessu. Skólanum var færð gjöf að þakklæti við það tækifæri.
Að lokinni messu gengu safnaðarbörn með muni kirkjunnar yfir í nýju kirkjuna og þar var síðan opið hús til kl. 16. Við upphaf messunnar gengu leiknir og lærðir með helga muni í kirkjuna og síðan var flutt bæn.
Í athöfninni var skírnarskál borin fram og vígður, en hann er gjöf hjónanna Ásgeirs Þórs Hjaltasonar og Stefaníu Kirstjánsdóttur til minningar um syni þeirra, Hjalta Hauk, Birki Þór og Ágeir Þór Ásgeirssyni.
Í lok athafnar flutti Arnós L. Pálsson, formaður sóknarnefndar stutt ávarp.
Biskup Íslands vígir safnaðarsal Lindakirkju á sunnudaginn
Safnaðarsalur Lindakirkju í Salarhverfi Kópavogs verður vígður við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember, kl. 17.
En áður en að vígsluathöfn kemur, verður margt um að vera í söfnuðinum. Síðasta guðsþjónusta safnaðarins í Salaskóla verður haldin þar kl. 11. Við það tækifæri verður skólanum afhent gjöf frá söfnuðinum með þakklæti fyrir afnot af skólanum fram til þessa og gott samstarf kirkjunnar og skólans. Að messu lokinni hjálpast allir við að flytja allt það sem söfnuðinum tilheyrir yfir í Lindakirkju.
Eftir hádegið, eða frá kl. 13-16, verður opið hús í Lindakirkju og gefst þá tækifæri fyrir sóknarbörn og aðra gesti að skoða þessa glæsilegu kirkjubyggingu, sem tekin verður í notkun að hluta síðar um daginn.
Klukkan 17.00 mun biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson vígja safnaðarsal Lindakirkju í vígslumessu. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed organista og Helga Magnúsdóttir syngur einsöng. Prestar safnaðarins þjóna ásamt biskupi við vígsluna.
• 8. desember 2008:
Mikið fjölmenni við vígsluhátíð Guðríðarkirkju í Grafarholti í gær
Í gær var Guðríðarkirkja í Grafarholti vígð við virðulega og hátíðlega athöfn af biskupi Íslands í dag. Mikið fjölmenni var við vígsluna sem var á öðrum sunnudegi í aðventu og komust mun færri í sæti en vildu og var því þétt staðið í aftari hluta kirkjunnar. Bæði Hanna Birna borgarstjóri og Vilhjálmur Þ. forseti borgarstjórnar voru viðstaddir vígsluna ásamt fleiri borgarfulltrúum.
Við upphaf athafnar gengu biskupar, prófast- ur, prestar og djáknar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sóknarnefnd, byggingarnefnd, starfsfólk kirkjunnar og kórar frá Ingunnar- skóla til kirkju með helga gripi hennar.
Kirkjukór og barnakór Grafarholtssóknar sungu við athöfnina undir stjórn Hrannar Helgadóttur og Berglindar Björgúlfsdóttur við undirleik Hrannar Helgadóttur organista. Auk þess tóku Hljómskálakvintettinn, Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópransöngkona og Kristjana Helgadóttir þverflautuleikari þátt í tónlistarflutningi við vígsluna.
Þarna voru frumfluttir tveir vígslusálmar sem kirkjunni voru gefnir í tilefni vígslunnar, annar ortur af safnaðarfulltrúa sóknarinnar, Sigurjóni Ara Sigurjónssyni, og hinn af sóknarprest- inum. Jón Ásgeirsson tónskáld gerði lagið við fyrrnefnda sálminn og gaf Guðríðarkirkju í vígslugjöf.
Eftir vígsluna var kirkjugestum boðið í veglegt hátíðarkaffi í Gullhömrum. Við óskum Grafarholtssókn til hamingju með Guðríðarkirkju og biðjum Guð að blessa hana, sóknarstarfið og söfnuðinn. Sjá fleiri myndir hér
• 5. desember 2008:
Guðríðarkirkja verður vígð af biskupi Íslands á sunnudaginn kl. 14
Guðríðarkirkja við Kirkjustétt í Grafarholti verður vígð við hátíðlega athöfn af biskupi Íslands annan sunnudag í aðventu, 7. desember, kl. 14.
Kirkjukór og barnakór Grafarholtssóknar munu syngja við athöfnina undir stjórn Hrannar Helgadóttur og Berglindar Björgúlfsdóttur. Organisti er Hrönn Helgadóttir.
Hljómskálakvintettinn, Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran- söngkona og Kristjana Helgadóttir þverflautuleikari taka þátt í tónlistarflutningi.
Við vígsluna verða frumfluttir tveir vígslusálmar sem kirkjunni hafa borist að gjöf, annar er ortur af safnaðarfulltrúa sóknarinnar, Sigurjóni Ara Sigurjónssyni, og hinn af sóknarpresti. Jón Ásgeirsson tónskáld gerði lagið við fyrrnefnda sálminn og gaf Guðríðarkirkju í vígslugjöf.
Athöfnin hefst með því að biskupar, prestar og djáknar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra, sóknarnefnd, byggingarnefnd, starfsmenn kirkjunnar og kórar hennar ganga til kirkju með helga gripi hennar. Eftir vígsluna verður kirkjugestum öllum boðið í veglegt hátíðarkaffi í Gullhömrum.
Það er alltaf mikið fagnaðarefni þegar ný kirkja er vígð og mun kirkjustarf Grafarholtssóknar enn eflast með tilkomu kirkjunnar.
• 1. desember 2008:
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár er hafin - Stöndum saman!
Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í lok nóvember. Hún er fólgin í því að sendir eru gíróseðlar inn á öll heimili landsins. Upphæðin á seðlinum er 2.500 krónur. Helmingurinn rennur til vatnsverkefna í Afríku og helming- urinn til aðstoðar innanlands.
Hreint, tært og frískandi vatn er undirstaða alls lífs í heiminum. Greiddur seðill gefur sjö manns hlutdeild í brunni og þar með vatn til áratuga. Greiddur seðill veitir líka bágstöddum á Íslandi hjálp til að brúa erfitt bil. Saman hjálpum við heima og heiman. Í þorpi í Afríku mun lífið taka stakkaskiptum.
Heilsufar mun batna og vinnuálag á stúlkum og konum verður minna, því það er þeirra hlut- verk að sækja vatn. Stúlkur fá loksins tíma til að ganga í skóla og konur fá meiri tíma til að sinna börnum, ræktun og velferð fjölskyld- unnar. Heima verða tímarnir léttbærari þeim sem eiga erfitt.
Fyrir utan að greiða heimsenda gíróseðla er hægt að fara á framlag.is og velja málefnið sem gjöfin á að renna til, gefa gjafabréf í jólagjöf á gjofsemgefur.is eða hringja í söfnunarsíma 907 2002 til að gefa 2.500 krónur til aðstoðar innanlands og 907 2003 til aðstoðar erlendis.
Stöndum saman og réttum hjálparhönd – heima og erlendis.