| |||||
• 26. mars 2008:
Góð kirkjusókn um bænadaga og páska
Góð kirkjusókn var um bænadaga og páska í kirkjum prófastsdæmisins. Fjöl- breytt dagskrá var í boði og greinilegt að margir nutu þess að sækja kirkju og taka þátt í helgihaldinu.
Sjá hér myndir sem voru teknar þá
• 17. mars 2008:
Þéttsetin kirkja í fallegri afmælishátíðar-
Það var fallegt veðrið í gær, á Pálmasunnudag þegar sóknarbörn Fella- og Hólakirkju fögnuðu 20 ára afmælis kirkju sinnar. Kirkjan var þéttsetin yngri sem eldri sóknarbörnum og mörg þeirra hafa verið í sókninni frá upphafi. Í upphafi hátíðarmessu afhenti formaður Kvenfélagsins Fjallkon- unnar, Hildigunnur Gestsdóttir kirkjunni djáknstólu að gjöf. Biskupinn yfir Íslandi, Herra Karl Sigurbjörnsson annaðist pred- ikun og sóknarprestarnir Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Sr. Svavar Stefánsson önnuðust messuhald ásamt Ragnhildi Ásgeirs- dóttur djákna. Meðhjálparar voru Jóhanna Freyja Björnsdóttir og Krístín Ingólfsdóttir og trompetleikarar voru Guðmundur Hafsteinsson og Daníel Geir Sigurðsson. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju söng og organistarnir, Guðný Ein- arsdóttir og Lenka Mátéová léku undir. Að lokinni messu buðu söfnuðirnir kirkjugestum að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu. • 14. mars 2008:
Fjölsótt föstuguðsþjónusta eldri borgara![]() Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara var haldin í Breiðholts- kirkju miðvikudaginn 12. mars og var hún vel sótt eins og venja er til. Um það bil 150 manns voru í kirkjunni og nutu þess að eiga saman yndislega stund á föstunni sem nú er senn að ljúka. Prestur var sr. Bryndís Malla Elídóttir. Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur sungu og leiddu almennan söng undir stjórn Ágotu Joó. Einsöngvari var Sigrún Þorgeirsdóttir sópransöngkona. Organisti var Julian Edward Isaacs.
Eftir guðsþjónustuna var öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Breiðholtskirkju. Þeir sem stóðu að þessari guðsþjónustu og veitingunum á eftir fengu mikið lof og þakklæti eldra fólksins.
• 13. mars 2008:
Páskaeggjabingó í Hjallakirkju 17. mars![]() Mánudaginn 17. mars verður hið árlega páskaeggjabingó í safnaðarheimili Hjalla- kirkju, efri hæð. Bingóið hefst kl. 20 og Bingóvinningar eru margvíslegir; páskaegg, páskaskraut, sæl- gætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar kr. 300. Allur ágóði af bingóinu rennur til barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar. Safnaðarfólk, sem og aðrir, er hvatt til að mæta. • 13. mars 2008:
Kyrrðarstund með tónlist í ÁrbæjarkirkjuÞriðjudaginn 18. mars nk. kl. 20:00 verður kyrrðarstund með tónlist í Árbæjarkirkju. Flutt verður "STABAT MATER" eftir Giovanni Battista Pergolesi. Flytjendur eru Rósalind Gísladóttir, mezzosópran og Dagný Þórunn Jónsdóttir, sórpran. Krisztina Kalló Szklenár leikur undir á orgel. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
• 5. mars 2008:
Föstuguðsþjónusta í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 12. mars klukkan 14:00Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur syngja og leiða almennan söng undir stjórn Ágotu Joó. Einsöngvari er Sigrún Þorgeirsdóttir sópransöngkona. Organ- isti er Julian Edward Isaacs. Eftir guðsþjónustuna eru kaffiveit- ingar í boði sóknarnefndar Breiðholtskirkju. Allir eru velkomnir. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Breiðholtskirkju og Ellimála- ráðs Reykjavíkurprófastsdæma. • 3. mars 2008:
BarnastarfshátíðÞann 10. febrúar síðast liðinn var haldin fjölmenn barnastarfs- hátíð í Grafarvogskirkju á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Þetta er fjórða árið í röð sem prófastsdæmið stendur fyrir slíkri hátíð en markmið hennar er að bjóða sunnudaga- skólum kirknanna að koma saman til hátíðar og finna sig í hinum stóra og breiða hópi barna sem sækir hinar ýmsu kirkjur. Í Grafarvogskirkju voru milli 750 og 800 manns og heppnaðist há- tíðin í alla staði mjög vel. Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar voru sérstakir gestir hátíðarinnar og einnig kom Skessan úr fjallinu og spjallaði við krakkana. Hátíðin sýndi enn og sannaði hve barnastarf kirkjunnar er öflugt og kraftmikið þar sem börn, foreldrar, afar og ömmur geta notið þess að eiga saman uppbyggilega stund í kirkjunum sínum. • 22. febrúar 2008:
|
• 23. mars 2008 - Páskadagur:
Gleðilega páska![]()
Sigurhátíð sæl og blíð
Nú er fagur dýrðardagur,
(P. Jónsson) • 19. mars 2008:
Kirkja um bænadagana og páskaUm bænadagana og páska eru fjölmargar athafnir í kirkjum prófastsdæmisins. Víða er messa á skírdagskvöld og á föstu- daginn langa má finna bæði guðsþjónustur, lestur úr Passíu- sálmunum eða kvöldstund við krossinn.Á páskadagsmorgun er upprisu frelsarans fagnað með messu eða guðsþjónustu kl. 8 árdegis og í einhverjum kirkjum einnig kl. 11.
Nánari upplýsingar um helgihald kirknanna má finna á heimasíð- um þeirra, í messutilkynningum Morgunblaðsins
og • 18. mars 2008:
Námskeið fyrir kirkjuverði verður 4. og 5. aprílNámskeið fyrir kirkjuverði og meðhjálpara verður haldið í Grensáskirkju 4. og 5. apríl. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu prófastsdæmisins • 18. mars 2008:
Biblíumaraþon í SeljakirkjuÆskulýðsfélag Seljakirkju stóð fyrir biblíumaraþoni aðfaranótt 9. mars og komu á fjórða tug unglinga saman, skiptust á um að lesa í Biblíunni inni í kirkjunni. Maraþonið hófst kl. 22 á laugardags- kvöld og lauk við upphaf guðsþjónustunnar á sunnudeginum. Fyrir maraþonið höfðu krakkarnir safnað áheitum og nam upp- hæðin alls 100 þúsund krónum og var söfnunarféð afhent fulltrúa Hjálparstarfs Kirkjunnar, Bjarna Gíslasyni, í guðsþjónustunni. Það er ekki laust við að þreytan var farin að segja til sín þegar leið á, en skemmtun, gleði og andleg næring var það sem stóð upp úr eftir þetta 16 klst. maraþon. • 14. mars 2008:
Fréttir um orlof á LöngumýriFyrir nokkru var send út auglýsing um orlof á Löngumýri. Við- brögðin eru mjög góð og nú þegar er uppselt í tvo hópa og því aðeins tekið inn á biðlista í þá, en ennþá eru nokkur pláss laus í fyrsta hópinn sem er 1. – 8. júní. Það er okkur sem stöndum að þessari orlofsdvöl mikið gleðiefni hvað margir vilja nýta sér þetta orlofstilboð. Á Löngumýri er mjög góð aðstaða fyrir eldra fólk og margt hægt að gera sér til skemmtunar. Vanir farastjórar og sjúkraliði eru í öllum hóp- unum. Skráning fer fram á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæmanna (E.R.) í síma 567 4810 fyrir hádegi virka daga. • 13. mars 2008:
![]() Hjallakirkja með nýjan vefHjallakirkja hefur tekið í notkun nýjan vef. Vefurinn er mjög fallegur og vel gerður og gefur mjög ítarlegar upp- lýsingar um alla dagskrá á vegum sóknarinnar. Við óskum Hjallasöfnuði til hamingju með vefinn og vonum að vefurinn efli enn frekar hið góða starf sem þar er unnið af söfnuðinum. Skoðið vefinn hér: www.hjallakirkja.is. • 13. mars 2008:
Biskup Íslands predikar í Fella- og HólakirkjuÍ ár eru 20 ár liðin frá því að Fella- og Hólakirkja var vígð. Af því tilefni verður hátíðarmessa sunnudaginn 16.mars, pálmasunnu- dag kl.14:00. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson predikar. Prestar og djákni kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Kvenfélagið Fjallkonurnar afhenda kirkjunni djáknastólu sem unnin er af listakonunni Sigríði Jóhannsdóttur. Kór kirkjunnar mun meðal annars flytja verk eftir R. Vaughan Williams undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar og Lenka Mateova leikur undir á orgel. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu. Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju. • 12. mars 2008:
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra opnar vef
• 4. mars 2008:
|