Árleg Föstuguðsþjónusta í Breiðholtskirkju 2008
• 14. mars 2008:
Fjölsótt föstuguðsþjónusta eldri borgaraFöstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara var haldin í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 12. mars og var hún vel sótt eins og venja er til. Um það bil 150 manns voru í kirkjunni og nutu þess að eiga saman yndislega stund á föstunni sem nú er senn að ljúka. Prestur var sr. Bryndís Malla Elídóttir. Senjorítur Kvennakórs Reykjavíkur sungu og leiddu almennan söng undir stjórn Ágotu Joó. Einsöngvari var Sigrún Þorgeirsdóttir sópransöngkona. Organisti var Julian Edward Isaacs. Eftir guðsþjónustuna var öllum viðstöddum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði sóknarnefndar Breiðholtskirkju. Þeir sem stóðu að þessari guðsþjónustu og veitingunum á eftir fengu mikið lof og þakklæti eldra fólksins. |