Um þessar mundir er mikið um að vera í Skálholti. Hinir árlegu sumartónleikar hófust 2. júlí og standa yfir til 7. ágúst. Þarna er að finna stórglæsilega dagskrá flesta daga sem vert er að gefa sér tíma til að heimsækja.
Nánari upplýsingar um sumartónleikana er að finna hér á www.skalholt.is.
Um helgina, 16. - 17. júlí verður hin árlega Skálholtshátíð. Dagskrá hátíðarinnar tengist Sumartónleikum í Skálholti og aldarminningu dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups.
Þess verður minnst með ráðstefnu á laugar- deginum, kl. 10–16, þar sem fjallað verður um hlutverk trúar og trúarbragða í sáttargjörð. Að ráðstefnunni stendur Stofnun dr. Sigur- björns Einarssonar í trúarbragðafræðum. Byggist ráðstefnan að hluta til á guðfræði- legri gagnrýni
hans á þriðja ríki Hitlers.
|
Aðalfyrirlesarar málþingsins verða dr. Magnús Þorkell Bernharðsson og dr. Susannah Heschel. Viðbrögð veita dr. Arnfríður Guð- mundsdóttir, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og Árni Bergmann. Formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns er Bogi Ágústsson, frétta- maður.
Nánari upplýsingar og skráning hér.
|