Viðburðir og fréttir í júní 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 28. júní 2011:

Kvöldguðsþjónustur eru í Seljakirkju á sunnudögum kl. 20 í sumar

Eins og venja er verða almennar guðsþjón- ustur í Seljakirkju á sunnudögum kl. 20, frá júní til loka ágúst.

Þetta fyrirkomulag hefur þótt vinsælt undan- farin ár og margir sem njóta þess að koma í lok helgar til að heyra Guðsorð. Í septem- ber, þegar vetrarstarf kirkjunnar hefst munu messurnar aftur verða á sínum stað.

 


• 21. júní 2011:

Tónleikar 100 árum frá fæðingu Dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups

Fimmtudagskvöldið 30. júní kl. 20.00 verða vandaðir tónleikar í Lindakirkju. Á dagskránni verða einvörðungu sálmar Sigurbjörns Einars- sonar biskups sem hefði orðið 100 ára þenn- an sama dag. Einvala lið tónlistarmanna mun flytja sálmanna og auk þess sem leikarar munu brjóta tónleikanna upp og lesa stutt brot úr ræðum Dr. Sigurbjörns.

Flutt verða hefðbundnar laglínur við sálm- anna og nokkurra nýrra laga sem eftir ólík tónskáld sem heiðra Sigurbjörn með nýjum tónsmíðum. Meðal nýrra lagahöfunda verða Toggi, Svavar Knútur og Matti Sax.

Meðal flytjenda sálmanna verða: Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Toggi, Pétur Ben, Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Óskar Einarsson, Matti Sax, Erna Kirstin Blöndal, Gunnar Gunnarsson auk annarra.

 

Miðaverð á tónleikanna er 2.000 krónur og hefst miðasala í Kirkjuhúsinu mánudaginn 27. júní kl. 10, en jafnframt verða miðar seldir í Lindakirkju frá 10-12 dagana 28. til 30. júní.

• 15. júní 2011:

Á sunnudaginn verður göngumessa frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju

Þriðja og síðasta gönguguðsþjónustan verð- ur næst komandi sunnudag, 19. júní. Safnast verður saman við Breiðholtskirkju kl. 19 og gengið í Fella- og Hólakirkju þar sem verður messað kl. 20. Athugið ekki verður messað í Breiðholtskirkju þennan sunnudag en sókn- arbörn eru hvött til þátttöku í gönguguðs- þjónustunni. Boðið verður upp á akstur frá Fella- og Hólakirkju að Breiðholtskirkju að messu lokinni.

 


• 9. júní 2011:

Samkirkjuleg bænastund fyrir landi og þjóð á 17. júní í Hallgrímskirkju

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga bjóða kristin trúfélög til sameiginlegrar bæna- og samveru- stundar í Hallgrímskirkju. Beðið verður fyrir landi og þjóð, forystufólki og fjölskyldum, atvinnulífi og einingu.

Á milli bæna verða sungnir söngvar úr sam- eiginlegum arfi kristinnar kirkju á Íslandi og einnig verður söngstund með börnunum. Allir eru velkomnir á bænastundina á Skóla- vörðuholtinu sem hefst kl. 16 og stendur yfir í um 40 mínútur.

 


• 6. júní 2011:

Sumartónar í Elliðaárdal - tónleikaröð í Fella- og Hólakirkju næstu vikur

Miðvikudaginn 8. júní kl. 20 mun tónleika- röðin Sumartónar í Elliðaárdal hefja göngu sína með tónleikum Kórs Fella- og Hólakirkju.

Kórinn mun flytja Aesop´s Fables eftir Bob Chilcott við undirleik Guðríðar St. Sigurðar- dóttur. Einnig munu einsöngvarar úr röðum kórfélaga flytja þekktar, ítalskar aríur og íslensk einsöngslög.

Að lokum mun kórinn endurtaka hluta af minningartónleikum um hjónin Magneu Þorkelsdóttur og Sigurbjörn Einarsson sem fluttir voru fyrr í vetur. Stjórnandi kórsins er Guðný Einarsdóttir, organisti.

 

Aðgangseyrir er 1.500 kr. og verða miðar seldir við innganginn.  Nánar hér.

• 1. júní 2011:

Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra var haldinn í Borgum

Héraðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra var að þessu sinni haldinn í Borgum, safnaðarheimili Kársnessóknar, 26. maí s.l.

Fundurinn hófst með helgistund í umsjá sóknarprestsins í Kópavogskirkju, en síðan var fundurinn settur í Borgum með venju-legum aðalfundarstörfum prófastsdæmisins.

Sjá samþykktar ályktanir hér.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker