Viðburðir og fréttir í september 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 29. september 2011:

Fjölskyldur, áföll og sorg - námskeið í sálgæslu hefst 13. október n.k.

Fimmtudaginn 13. október hefst námskeið í sálgæslu, "Fjölskyldur, áföll og sorg", á vegum Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar. Á nám- skeiðinu verður fjallað um fjölskyldur, tengsl og hvernig við tökumst á við áföll og sorg.

Hugað verður að því hvernig hægt er að efla fagmennsku okkar í þessum efnum og fjallað um mikilvægi þess að hjálpað sé til að efla tjáningu og tengsl á faglegan hátt. Einnig verður leiðbeint um hvernig við getum nýst bæði í skyndiaðstæðum, í samfylgd og eftir- fylgd við syrgjendur. Farið verður í dæmi og æfingar sem lúta að þessu gerðar í hópnum. Umsjón með námskeiðinu hefur sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á LHS. 

 

Námskeiðið verður í safnaðarheimili Seltjarn-arneskirkju á fimmtudögum, 13., 20. og 27. október, kl. 20.00 - 22.00. Sendið tölvupóst á kristin.arnardottir@kirkjan.is eða hringja í síma 528 4000 til að skrá ykkur á námskeiðið.

• 26. september 2011:

Hausttónleikar kórs Árbæjarkirkju fimmtudaginn 29. sept. kl. 19.30

Kór Árbæjarkirkju verður með hausttónleika í Árbæjarkirkju fimmtudaginn 29. september og hefjast þeir kl. 19.30.

Meðal þess sem flutt verður eru 2 kaflar úr Missa Brevis Sancti Joannis de Deo. Bæði Kyrie og Gloria eftir Josep Haydn. Smávinir fagrir. eftir Jon Nordal. Halleluja eftir Leonard Cohen. Ísland ögrum skorið, eftir Sigvalda Kaldalóns. Cantate Domino, eftir Giuseppe Ottavio Pitoni og fleiri íslensk lög. Stjórnandi kórins er: Krisztina Kalló Szklenár. Aðgangur er ókeypis.

 


• 22. september 2011:

Tómasarmessan haldin í hundraðasta skipti á sunnudagskvöld kl. 20

Nú í haust eru liðin 14 ár frá því að fyrsta Tómasarmessan var haldin í Breiðholtskirkju, eða nánar tiltekið 28. október 1997. Þessar messur hafa verið haldnar reglulega síðan, síðasta sunnudag í mánuði frá hausti til vors, og má því segja að Tómasarmessan hafi unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar.

Og nú er svo komið að þeim merka áfanga, að fyrsta Tómasarmessa haustsins, sem haldin verður n.k. sunnudag 25. september kl. 20, verður hin hundraðasta í röðinni.

Það er ljóst, að það er mikill fjöldi einstakl- inga sem komið hefur að þessum messum og er raunar mikill fjöldi þeirra virkur enn, á meðan aðrir hafa að ýmsum ástæðum dregið sig í hlé.

Í tilefni af þessari hundruðustu messu langar okkur að gera okkur smá dagamun og í því sambandi kom m.a. upp sú hugmynd, að reyna að grafa upp netföng eins margra og mögulegt er af þeim, sem á einhvern hátt hafa komið að Tómasarmessunni á liðnum árum, en eru ekki virkir þátttakendur í dag.

 

Ástæðan er auðvitað sú, að okkur langar til að bjóða ykkur að taka þátt í þessari tíma- mótamessu með okkur.

Þema messunnar n.k. sunnudag verður: "Á Drottinn erindi við þig?" og mun biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson prédika. En hann var einmitt einn þeirra presta, sem tóku þátt í messunum fyrsta veturinn. Og prestarnir og djákninn sem munu þjóna með honum í messunni eru sömuleiðis öll úr þeim hópi. Að messu lokinni verður svo boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.

• 21. september 2011:

Nýstofnað Hollvinafélag Breiðholtskirkju með hausthátíð á sunnudaginn

Breiðholtssöfnuður og nýstofnað Hollvina- félag Breiðholtskirkju, sem stofnað var 11. sept. s.l. hefja nú þróttmikið vetrarstarf í kirkjunni og lífga upp á kirkjustarfið með þátttöku sinni, þegar Hausthátíð verður haldin á sunnudagsmorgun kl. 11.

Þá verða uppblásnar blöðrur út um allt, farið í leiki og þrautir og grillið verður fyllt af pylsum sem allir fá. Hátíðin hefst með fjöl- skyldustund í kirkjunni kl. 11 þar sem mikið verður sungið og góðir gestir koma í heim- sókn. Allir munu fá tækifæri til að eiga skemmtilega stund í kirkjunni um leið og haustinu er fagnað.

Á sama tíma verður Hollvinafélag Breiðholts- kirkju með haustmarkað í safnaðarheimilinu þar sem fjörugur flóamarkaður verður innan sem og utandyra.

 

Hollvinafélagið stefnir að því að vera með ýmsar uppákomur í vetur í samstarfi við sóknina. T.d. má nefna að það verður með kaffihúsakvöld í safnaðarheimilinu síðasta þriðjudagskvöld í hverjum mánuði í vetur frá 20-22. Þar verður frítt kaffi á könnunni en hægt að kaupa kökur á vægu verði.

Hátíðinni lýkur með fyrstu Tómasarmessu vetrarins, en hún hefst kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson mun sjá um tónlistina ásamt organ- ista kirkjunnar og biskup Íslands um prédika.

• 19. september 2011:

Fyrsti kynningarfundur 12 spora námskeiðs í Hjallakirkju á miðvikudag

Næsta miðvikudag, 21. sept. kl. 20, verður fyrsti kynningarfundur 12 spora námskeiðs, andlegs ferðalags, í Hjallakirkju. Um að ræða áhrifaríkt námskeið og góða leið til að bæta sjálfan sig og samskipti við aðra.

Sporin tólf sem margir þekkja úr AA-starfinu eru notuð á þessu andlega ferðalagi sjálf- skoðunar og endurhæfingar. Þetta námskeið er hins vegar ekki bundið því að fólk þekki sporin, þangað eru allir velkomnir hver sem bakgrunnur þeirra er.

Farið verður yfir kynningarefnið á fjórum fundum sem verða kl. 20 á miðvikudögum og verður fyrsti fundur næsta miðvikudag, 21. september. Á þessum fyrstu fundum er kynnt hvernig hvernig unnið er í Tólf sporun- um eftir bókinni Tólf sporin – Andlegt ferða- lag, og gefst fólki kostur á að átta sig á hvort þessi vinna hentar því og hvort það vilji vera með á ferðalaginu.

 

Á fjórða fundi er ákvörðun tekin og eftir það verður hópunum lokað. Unnið er í litlum hópum. Efnið er lesið heima, spurningum svarað og síðan deilir hópurinn með sér niðurstöðunum.

Lögð er áhersla á nafnleynd og trúnað. Enginn þarf að skilgreina sig fyrirfram, þ.e. enginn þarf að hafa nein skilgreind vandamál, fíkn eða slíkt heldur aðeins að langa til að auka lífsgæði sín á félagslega og tilfinninga- lega sviðinu.

• 17. september 2011:

Emmaus í Breiðholtskirkju - nærandi námskeið um lífið og trúna

Þriðjudaginn 4. október næstkomandi hefst svokallaða Emmaus-námskeið í Breiðholts- kirkju. Emmaus námskeiðið er fyrir öll þau sem áhuga hafa á kristindómnum og/eða vilja dýpka skilning sinn á kristinni trú. Á nám- skeiðinu er fjallað um ýmsa grundvallarþætti kristinnar trúar og leitast við að ræða af opnum huga það sem hún boðar. Lögð er áhersla á umræður og vangaveltur þátttak- enda og íhugað á hvaða hátt trúin tengist okkar daglega lífi.

Námskeiðið verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 18:30 til 20:30. Byrjað er með sameigin- legri hressingu og síðan er fræðsla og um- ræður. Kvöldinu lýkur með bæn og íhugun. Leiðbeinendur eru sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.

Af hverju Emmaus? Nafnið á námskeiðinu á rætur sínar að rekja til þorpsins Emmaus sem sagt er frá í Lúkasarguðspjalli. Lærisveinar Jesú voru á ferð til Emmaus eftir páskana og ræddu sín á milli það sem gerst hafði.

 

Þeir voru hugsandi eftir nýliðna atburði og höfðu um margt að ræða. Sjálfur Jesús slóst í för með þeim á göngunni en þeir áttuðu sig ekki á því í fyrstu hver hann væri.

Námskeiðið er í sex skipti á þriðjudagskvöld- um frá kl. 18:30-20.30 og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á námskeiðið fer fram í Breiðholtskirkju í síma 587 1500 eða með því að senda póst á netfangið okkar, sem er breidholtskirkja@kirkjan.is.

• 15. september 2011:

Vikulegir biblíulestrar að byrja í Breiðholtskirkju á fimmtudögum

Fimmtudaginn 22. september kl. 20 hefst í Breiðholtskirkju Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunnar. Námskeiðið verður vikulega á fimmtudögum frá kl. 20 til 22 og stendur til 24. nóvember.

Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir stefn- um og straumum í íslenskri guðfræði á fyrri hluta síðustu aldar. Samhliða þeirri umfjöll- un verður fjallað um Jóhannesarguðguð- spjall, tilurð þess, efni og byggingu.

 

Guðspjallið verður síðan lesið og nokkrir kaflar ritskýrðir sérstaklega. Kennari á nám- skeiðinu er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

• 12. september 2011:

Málfundur um lífsgleði efri áranna í Grensáskirkju 19. sept. kl. 13

Málþing verður í Grensáskirkju 19. sept. nk. um undir heitinu “Lífsgleði efri áranna”. Málþingið hefst kl. 13.00 og stendur til 16.30.

Sr. Ólafur Jóhannsson mun setja málþingið en síðan verða flutt nokkur erindi, en þau eru: “Sálgæsla og efri árin” og “Vera álengd- ar nær en aldrei víðsfjarri.” sem sr. Svanhild- ur Blöndal flytur.

Næst flytja þau Sesselja Magnúsdóttir og Stefán H. Stefánsson erindið “Elligleðin, söngur fyrir heilabilaða”. Eftir kaffihlé verður Guðrún Ásmundsdóttir leikkona með erindið “Lífsgleði efri áranna”. Að því loknu verða flutt lokaorð og fundarslit.

 

Fundarstjóri verður Ásgeir Jóhannsson. Mál- þingið er samstarfsverkefni Ellimálanefndar Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráðs Reykjavíkur- prófastsdæma. Allir eru velkomnir á þingið.

• 8. september 2011:

Stofnfundur Hollvinafélags Breiðholtskirkju verður 11. sept. eftir messu

Að lokinni messu í Breiðholtskirkju næsta sunnudag, 11. september, kl. 11, verður haldinn stofnfundur Hollvinafélags Breið- holtskirkju.

Tilgangur með stofnun félagsins er að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Breiðholtskirkju og auðga menningarlíf í sókninni. Félagið mun standa fyrir ýmsum samkomum og menningarviðburðum í kirkjunni og jafnframt afla fjár til safnaðarstarfsins.

Breiðholtssókn er fámennasta sóknin í Reykjavík og hefur gífurlegur niðurskurður ríkisins á sóknargjöldum undanfarinna ára, bitnað verulega á safnaðarstarfinu. Þrátt fyrir það er söfnuðurinn ríkur af góðu, kraftmiklu og hugmyndaríku fólki sem ekki gefst upp þó að á móti blási.

 

Við bjóðum alla sem stuðla vilja að málefnum félagsins velkomna í félagið. Búseta í sókninni er ekki skilyrði.

Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á stofn- fundinn geta skráð sig í félagið með því að senda tölvupóst á breidholtskirkja@kirkjan.is eða hringja í kirkjuna í síma 587 1500.

• 6. september 2011:

Haustguðsþjónusta Kirkjustarfs aldraðra í Seljakirkju 15. sept. kl. 14

Haustguðsþjónusta verður í Seljakirkju fimmtudaginn 15. sept. kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar og þjónar fyrir altari.

Lögreglukórinn syngur og leiðir almennan söng. Stjórnandi Guðlaugur Viktorsson. Organisti Tómas G. Eggertsson.

Eftir guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir eru velkomn- ir og takið með ykkur gesti. Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkur-

 

prófastsdæma og Seljakirkju og markar hún upphaf vetrarstarfs eldri borgara í prófasts- dæmunum.

• 1. september 2011:

Öflugt vetrarstarf í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra er hafið

Um mánaðarmátin hófst almennt vetrarstarf í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Með skammdeginu lifnar starfið í kirkjunum og mjölmargir leita þangað eftir ljósinu, góðum félagsskap og lifandi trú á Guð.

Við munum að venju geta þess helsta hér í fréttum á forsíðu, en auk þess má finna það helsta sem er á dagskránni í kirkjunum hér í dálknum vinstra megin, "Á döfinni", en nánari upplýsingar er oft að finna síðan á vefsíðum viðkomandi safnaða, með því að smella á textann sem fylgir dagskrá þar.

 

Mömmumorgnar eru þegar byrjaðir í flestum söfnuðum sem og kirkjustarf aldraðra. Barna- og unglingastarfið er líka að hefjast á fullum krafti og svo er ýmislegt annað í boði fyrir fólk á öllum aldri.

Bæna- og kyrrðarstundir verða áfram í boði, þar sem boðið er upp á létta máltíð í lokin, sem oft er líka undanfari kirkjustarfs eldri borgara þar. Verið velkomin að njóta samverunnar með okkur í vetur til okkar!


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker