Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síð-asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristi- lega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er
lögð á fyrir-
|
bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt-
töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmess-unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
Á sunnudaginn er Biblíudagurinn og þema messunnar verður að því tilefni: "Orð Guðs til þín". Messan mun svo jafnframt marka upphaf árlegrar kristniboðsviku Kristniboðs- sambandsins.
Sr. Gísli Jónasson.
|