Nú er sumarið góða senn á enda. Eins og undanfarin ár dvöldu þrír hópar eldri borgara á Löngumýri í viku hver hópur. Þar var margt til gamans gert. Allir hóparnir fóru í skemmti- ferð um Skagafjörð og var Gunnar Rögnvalds- son forstöðum. á Löngumýri leiðsögumaður.
Á hverju kvöldi var kvöldvaka og þá komu ýmsir skemmtikraftar úr Skagafirði í heimsókn og sungu eða lásu eitthvað skemmtilegt.
Einnig voru dagskráratriði svo sem:
- Hvernig var fermingardagurinn þinn?
- Hvernig var barnaskólagangan þín?
og urðu mjög líflegar umræður um þessi efni.
Bæði Reykjavíkurprófastsdæmin, Kjalarnes- prófastsdæmi og nokkrir söfnuðir í Reykja- víkurprófastsdæmum styrktu orlofið svo hægt var að niðurgreiða það þannig að allir ættu þess kost að koma þrátt fyrir misjöfn fjárráð.
Nú er vetrarstarfið í kirkjunum að hefjast eftir sumarfrí. Kirkjustarf eldri borgara er orðinn fastur liður í starfinu og eflaust eru margir í þeim hópi farnir að hlakka til að hitta vini sína í kirkjunni aftur.
|
Margir söfnuðir hefja starfið með því að fara í ferðalag. T.d. ætla eldri borgarar í Grafar- vogskirkju að fara í dagsferð til Vestmanna- eyja og skoða nýju höfnina í Landeyjum auk þess sem leiðsögumaður fer með hópinn um Vestmannaeyjar og segir frá því sem áhuga-verðast er.
Haustguðsþjónusta eldri borgara er að þessu sinni í Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. sept. Sr. Pálmi Matthíasson predikar og þjónar fyrir altari. Tveir kórar syngja, Lögreglukór-inn undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og kór kvenfélags Bústaðakirkju, Glæðurnar undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimála-ráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Bústaða-kirkju og markar hún upphaf vetrarstarfs eldri borgara í prófastsdæmunum. Í öllum kirkjum í prófastsdæmunum er auglýsing með myndum af kirkjunum og þar er sagt frá hvenær starf eldri borgara er á hverjum stað og hvetjum við alla til að kynna sér það. Stöndum vörð um kirkjuna okkar, ræktum trúarlífið og eigum saman indælar stundir í góðra vina hópi.
|