Viðburðir og fréttir í október 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 30. september 2010:

Orgelhátíð í Guðríðarkirkju - fjölmargir listamenn leggja kirkjunni lið

Vikuna 3. - 10. október verður mikil tónlistar-veisla í Guðríðarkirkju öll kvöld. Sunnudaginn 3. október hefst þetta með kynningu á ævi og ævintýri hinnar víðförlu og mögnuðu vík- ingakonu, Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem sigldi alla leið til Ameríku í kringum árið 1000 sem Þórunn Erna Clausen leikkona flytur undir leikstjórn Maríu Ellingsen.

Í kjölfarið hefjast tónleikar á hverju kvöldi sem hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir aðeins 2.500 krónur sem rennur óskiptur til orgels- sjóðs Guðríðarkirkju. Fyrsta kvöldið, mánu- dag, verða flytjendur t.d. Karlakórinn Fóst- bræður, KK og Davíð Ólafsson syngja trega- tónlist úr öllum áttum. Gestasöngvari verður Stefán Helgi Stefánsson.

 

Á þriðjudagskvöld verða sígildir söngvar með Diddú og Drengjunum ásamt Páli Óskari og Moniku Abendroth. Nánari upplýsingar er að finna hér "Á döfinni" í vinstri kanti og á vef Guðríðarkirkju.

• 27. september 2010:

Biskupsvisitasía í Digranesprestakalli og hátíðarmessa í Digraneskirkju

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heimsótti Digranessöfnuð um miðjan sept- ember. Biskupinn mun í vetur halda áfram að heimsækja söfnuði Reykjavíkurprófastsdæmis eystra sem hófst í vor.

Í Digraneskirkju ræddi hann við starfsfólk safnaðarins, fór yfir kirkjumuni og embættis- bækur og einnig kynnti hann sér safnaðar- starfið. Mikið og öflugt starf hefur verið í söfnuðinum og í vetur verður það fjölbreitt að vanda. Kirkjustaf aldraðra er vinsælt og fjölsótt, mömmumorgnar sem og barna- og unglingastarfið.

 

Hátíðarmessa var síðan haldin 19. september þar sem biskup prédikaði. Eftir messuna voru veitingar í safnaðarheimilinu og að lokum ræddi biskup við sóknarnefnd. Hér eru myndir sem teknar voru í hátíðarmessunni.


• 24. september 2010:

Er tími kraftaverkanna liðinn? - Fyrsta Tómasarmessan á þessu hausti

Fyrsta Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 26. september kl. 20.

Umfjöllunarefni þessarar fyrstu messu verður "Er tími kraftaverkanna liðinn?"

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju síðasta sunnu- dag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin og verður sami háttur hafður á í vetur.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og hópur presta og djákna.

 

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafn- an þátt í undirbúningi og framkvæmd mess- unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 21. september 2010:

Hausthátíð verður í Breiðholtskirkju sunnudaginn 26. september

Haustrigningin mun færa blessun segir í Sálm- unum. Það er sannarlega blessun að fá að hitta vini sína úr kirkjustarfinu að loknu sumri, sjá brosandi andlit og útréttar hend- ur. Það er því rík ástæða til að halda hátíð. 

Sú hefð hefur myndast í Breiðholtskirkju að halda hausthátíð. Hátíðin gefur söfnuðinum tækifæri á að fagna því að haustið er komið og safnaðarstarf í kirkjunni er komið í gang.

 

Stundin hefst með stuttri helgistund inni í kirkjunni og síðan er haldið út á hlað þar sem þrautir og leikir bíða okkar og grillaðar pylsur. Hausthátíðin verður sunnudaginn 26. september klukkan 11 og allir eru velkomnir.

Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir hátíðina. Börnin keppast við að útbúa allt það sem prýða má góða hátíð, sama hvort það er kærleikstré, kórsöngur eða skilti sem verða við hverja leikjastöð.

• 17. september 2010:

Fræðslunámskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu verður 2. október

Fræðslunámskeið fyrir starfsfólk í öldrunar- þjónustu haldið í Fella og Hólakirkju laugar- daginn 2. október n.k. og hefst það kl. 10 og lýkur kl. 14.

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir 30. september í síma 567-4810 eða með netpósti á netfangið ellimal@simnet.is.

Þátttökugjald er kr. 2.000. Námskeiðið er samvinnuverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkur-prófastsdæma og Fella- og Hólakirkju.

 


• 14. september 2010:

Kirkjustarf eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum

Nú er sumarið góða senn á enda. Eins og undanfarin ár dvöldu þrír hópar eldri borgara á Löngumýri í viku hver hópur. Þar var margt til gamans gert. Allir hóparnir fóru í skemmti- ferð um Skagafjörð og var Gunnar Rögnvalds- son forstöðum. á Löngumýri leiðsögumaður.

Á hverju kvöldi var kvöldvaka og þá komu ýmsir skemmtikraftar úr Skagafirði í heimsókn og sungu eða lásu eitthvað skemmtilegt.

Einnig voru dagskráratriði svo sem:

  • Hvernig var fermingardagurinn þinn?
  • Hvernig var barnaskólagangan þín?
og urðu mjög líflegar umræður um þessi efni.

Bæði Reykjavíkurprófastsdæmin, Kjalarnes- prófastsdæmi og nokkrir söfnuðir í Reykja- víkurprófastsdæmum styrktu orlofið svo hægt var að niðurgreiða það þannig að allir ættu þess kost að koma þrátt fyrir misjöfn fjárráð.

Nú er vetrarstarfið í kirkjunum að hefjast eftir sumarfrí. Kirkjustarf eldri borgara er orðinn fastur liður í starfinu og eflaust eru margir í þeim hópi farnir að hlakka til að hitta vini sína í kirkjunni aftur.

 

Margir söfnuðir hefja starfið með því að fara í ferðalag. T.d. ætla eldri borgarar í Grafar- vogskirkju að fara í dagsferð til Vestmanna- eyja og skoða nýju höfnina í Landeyjum auk þess sem leiðsögumaður fer með hópinn um Vestmannaeyjar og segir frá því sem áhuga-verðast er.

Haustguðsþjónusta eldri borgara er að þessu sinni í Bústaðakirkju miðvikudaginn 22. sept. Sr. Pálmi Matthíasson predikar og þjónar fyrir altari. Tveir kórar syngja, Lögreglukór-inn undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar og kór kvenfélags Bústaðakirkju, Glæðurnar undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

Guðsþjónustan er samstarfsverkefni Ellimála-ráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Bústaða-kirkju og markar hún upphaf vetrarstarfs eldri borgara í prófastsdæmunum. Í öllum kirkjum í prófastsdæmunum er auglýsing með myndum af kirkjunum og þar er sagt frá hvenær starf eldri borgara er á hverjum stað og hvetjum við alla til að kynna sér það. Stöndum vörð um kirkjuna okkar, ræktum trúarlífið og eigum saman indælar stundir í góðra vina hópi.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker