Viðburðir og fréttir í október 2010

   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 29. október 2010:

Ályktun aukahéraðsfundar Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 2010

Héraðsfundir Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra haldnir í Breiðholtskirkju og Neskirkju, fimmtudaginn 21. október 2010 þakka það góða samstarf sem söfnuðir borgarinnar hafa haft við skólana í áratugi þar sem velferð og hagur barnanna hefur ætíð verið hafður að leiðarljósi. Um leið mótmæla héraðsfundirnir framkominni tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar frá
12. október sl. sem lýtur að samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga.

 

Héraðsfundir Reykjavíkurprófastsdæma eystra og vestra haldnir í Breiðholtskirkju og Neskirkju, fimmtudaginn 21. október 2010 þakka það góða samstarf sem söfnuðir borgarinnar hafa haft við skólana í áratugi þar sem velferð og hagur barnanna hefur ætíð verið hafður að leiðarljósi. Um leið mótmæla héraðsfundirnir framkominni tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar frá 12. október sl. sem lýtur að samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Sjá ályktun hér

• 27. október 2010:

Hversu oft á ég að fyrirgefa? Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju

Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 31. október, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síð- asta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu þrettán árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristni- boðsfélaga og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna.

 

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undir- búningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Umfjöllunarefni þessarar þessu verður spurningin: Hve oft á ég að fyrirgefa?

• 21. október 2010:

Kvennamessa á kvennafrídaginn - yfirskriftin er “konur gegn ofbeldi”
- verður í Hallgrímskirkju mánudaginn 25. október kl. 14

Félag prestvígðra kvenna býður þér í kvenna- messu í Hallgrímskirkju í tilefni kvennafrídags- ins 2010. Messan hefst kl. 14:00 og gengið verður út úr kirkjunni kl. 14:25 en þennan dag eru allar konur á Íslandi hvattar til þess að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:25.

Margvísleg dagskrá verður í boði um allt land og í Reykjavík verður safnast saman á torginu fyrir utan Hallgrímskirkju og kl. 15:00 hefst gangan niður Skólavörðustíg að Arnarhóli en Hallveig landnámskona mun leiða gönguna.

Listakonur munu verða með uppákomur á hverju götuhorni og prestvígðar konur munu skarta bleikum kollar í tilefni dagsins.

Dagskráin er helguð baráttu kvenna gegn kynferðis ofbeldi og á heimasíðu kvennafrí- dagsins segir:

„Ofbeldi karla gegn konum og börnum er eitt alvarlegasta samfélagsmein samtímans um heim allan. Þrátt fyrir þá hávaðaþögn sem ríkir um þennan djúpstæða samfélagsvanda, birtist hann margs konar móti. Hér á landi er

 

lýsir hann sér m.a. þannig, að ein kona af hverjum þremur sætir grófu kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni.

Þeir dómar sem falla að jafnaði í undirrétti og Hæstarétti eru á hinn bóginn, vart teljandi á fingrum annarrar handar, þó að u.þ.b. 300 konur megi á ári hverju sæta grófu kynferðisofbeldi. Þótt margt hafi áunnist á undanförnum 20 árum berjast þolendur enn við djúpstæða fordóma.

Kynbundið ofbeldi er sprottið af sama meiði og annað misrétti sem konur standa frammi. Það hefur að hluta til náð að brjótast upp á yfirborðið sem viðurkenndur vandi. Nægir í því sambandi að nefna misréttið sem viðgengst á vinnumarkaðnum og birtist í kynbundnum launamun og almennt minni framamöguleikum.

Flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður þeim árangri sem næst á öðrum sviðum hennar.“

Konur, við fjölmennum í kvennamessuna!

• 18. október 2010:

Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra

Aukahéraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður í Breiðholtskirkju fimmtudag- inn 21. október n.k. og hefst kl. 17.30.

Meginefni þessa fundar verður m.a.  loka- afgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010; safnaðarstarfið í ljósi efnahagsástandsins; svæðasamstarfið og síðan verða umræður um mál kirkjuþings 2010.

Á héraðsfund eiga að mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, tveir sóknarnefndarmenn, formaður og safnaðarfulltrúi úr hverri sókn, ef hann er til staðar, eða varamenn þeirra.

 

Þá mæta líka úr prófastsdæminu allir starfandi djáknar, kirkjuþingsmenn og fulltrúar þess á leikmannastefnu.

Í starfsreglum um héraðsfundi segir að starfsmönnum sókna og prófastsdæmis, svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni sé heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt.

• 12. október 2010:

Málþing í safnaðarheimili Bústaðakirkju laugardaginn 16. október
í tilefni af 70 ára afmælis Reykjavíkurprófastsdæmis

Í tilefni af 70 ára afmælis Reykjavíkurprófasts- dæmis verður efnt til málþings í safnaðar- heimili Bústaðakirkju á laugardaginn kemur, 16. október kl. 10-14. Yfirskrift málþingsins er "kirkjan og borgarsamfélagið".

Þar verður litið yfir farinn veg og horft til framtíðar á þau mörgu tækifæri sem gefast til sóknar á nýrri öld. Málþingið er þátttak-endum að kostnaðarlausu og boðið verður upp á léttan hádeigsverð. Sjá dagskrá hér.

 


• 4. október 2010:

Að ná áttum og sáttum - Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilda hefst fimmtudaginn 7. október kl. 20:00 í Grafar-vogskirkju. Námskeiðið hefst með opnum fyrirlestri um skilnaði og áhrif þeirra.

Þá verður boðið upp á sjálfstyrkingarhóp sem mun hittast einu sinni í viku í fimm vikur.

 

Umsjón hafa sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogskirkju og Linda Jóhannsdóttir, kennari og djáknanemi.

Skráningar í Grafarvogskirkju í síma 587 90 70 og með netpósti.

Hér er hægt að lesa meira um námskeiðið hér á vefnum www.tru.is.  Verið velkomin!

• 27. september 2010:

Biskupsvisitasía í Digranesprestakalli og hátíðarmessa í Digraneskirkju

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, heimsótti Digranessöfnuð um miðjan sept- ember. Biskupinn mun í vetur halda áfram að heimsækja söfnuði Reykjavíkurprófastsdæmis eystra sem hófst í vor.

Í Digraneskirkju ræddi hann við starfsfólk safnaðarins, fór yfir kirkjumuni og embættis- bækur og einnig kynnti hann sér safnaðar- starfið. Mikið og öflugt starf hefur verið í söfnuðinum og í vetur verður það fjölbreitt að vanda. Kirkjustaf aldraðra er vinsælt og fjölsótt, mömmumorgnar sem og barna- og unglingastarfið.

 

Hátíðarmessa var síðan haldin 19. september þar sem biskup prédikaði. Eftir messuna voru veitingar í safnaðarheimilinu og að lokum ræddi biskup við sóknarnefnd. Hér eru myndir sem teknar voru í hátíðarmessunni.



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

Ritstjórn: Guðmundur Jónsson
og séra Bryndís Malla Elídóttir

eXTReMe Tracker