Eldri borgarar í Kópavogi hafa alltaf verið dug- legir að mæta í kyrrðarstundirnar í Kópavogs- kirkju sem haldnar eru í hádeginu á þriðju- dögum og flestir mæta strax á eftir í söngsam- verustund eldri borgara í safnaðarheimilinu Borgum. Síðasta þriðjudag mætti fréttasnáp- ur þangað, minnugur skemmtilegu heimsókn- arinnar í apríl 2008 sem sjá má hérna.
Mjög margir voru mættir að venju í þetta sinn og stjórnaði sr. Sigurður Arnarson sam- verunni, en hann er eins og allir vita núna, nýi presturinn í Kársnesprestakalli. Þau voru með þorramat í byrjun samverustundarinnar og fengu sér síðan bollu og kaffi á eftir, en bolludagurinn var einmitt þennan dag.
Gestur fundarins átti að vera Einar Þorvarð- arson, framkvæmdastjóri HSÍ, en vegna undir- búnings fyrir stórt mót sem væntanlegt er í Egilshöll komst hann ekki. Sr. Sigurður bjargaði því auðveldlega með því að ræða um tímann sinn í London, þar sem hann var sendiráðsprestur í nokkur ár. Hann fjallaði m.a. um “The Tube”, neðanjarðalestakerfið og hryðjuverkaárásirnar þar á sínum tíma og nefndi m.a. að ef menn drægju línu á milli staðanna sem sprengingarnar áttu sér stað, myndaði það kross.
|
|
Eftir að fréttasnápur hafði rölt aðeins um, fengið sér kaffi og bollu, tók hann myndir og rabbaði við gesti, sem hann þekkti frá því að hann var 10 ára, en Margrét Ákadóttir, móðir Einars Þorvarðarsonar og Bryndís Péturs- dóttir, móðir sr. Sigurðar Arnarssonar bjuggu einmitt við hliðina á honum á Hjarðarhaga, en þá var sr. Sigurður rétt nýfæddur. Einnig hitti hann Rannveigu Löve, sem var kennari hans einn vetur í Melaskólanum og voru þetta skemmtilegir endurfundir, sem er jú eitt af markmiðum þess að vera með þessar sam- verustundir í Borgum og öðrum kirkjum.
Þar sem ég var ekki með myndbandsupptöku- tæki í þetta sinn með mér, læt ég upptökuna frá því í apríl 2008 fylgja hér með sem síðustu mynd fyrir ofan, til að gefa hugmynd um skemmtanagildið með samverustundinni, en þá voru Borgir í gamla safnaðarheimilinu. Að lokum hvet ég alla til að drífa sig næst þegar kyrrðarstund og samverustund eldri borgara er í kirkjunni í þeirra sókn – eða jafnvel heimsækja aðrar sóknir, því allir eru hjartanlega velkomnir. Sjá hér myndir » »
|