• 30. apríl 2010:
Árleg kirkjureið frá hesthúsum
til Seljakirkju á sunnudaginn kl. 14
Árleg kirkjureið í Seljakirkju verður sunnu- daginn 2. maí n.k. Farið verður frá hesthúsa- hverfunum kl. 12.30 og riðið fylktu liði að Seljakirkju. Guðsþjónustan þar hefst kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar.
Brokkkórinn syngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. Kaffi á eftir guðsþjónustunni.
|
|
|
|
• 28. apríl 2010:
Kynningarsíða fyrir frambjóðendur leikmanna í kjördæmi Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra fyrir
Kirkjuþingskosningar vorið 2010
Dagana 1. - 15. maí fer fram rafræn kosning leikmanna vegna Kirkjuþings 2010.
Fyrir fram-bjóðendur í kjördæmi Reykjavíkurprófasts-dæmis eystra hefur verið
sett upp kynningar- síða, þar sem annars vegar frambjóðendur sem eru tilnefndir
af sóknum prófastsdæm-isins og tenglar á Kirkjuþingsvef.
Á kynningarsíðunni er hægt að smella á nöfn frambjóðenda til að fá
nánari kynningu á þeim, sem þeir hafa sent okkur. Í dag hafa aðeins þrír
frambjóðendur sent okkur kynningu, en þar fá munu allir jafnmikið pláss fyrir texta
og/eða myndir og jafnræðis því vel þar gætt.
|
|
Þeir frambjóðendur leikmanna sem ekki hafa enn sent okkur kynningu sína eru
beðnir um að gera það sem fyrst og senda netpóst til ritstjóra vefsins á og ef textinn er í
styttra lagi, á senda myndir með, auk kennimyndar (prófílmynd) af viðkomandi.
Hér er hægt að fara á kynningarsíðuna um frambjóðendur leikmanna.
Kynningarsíða » |
|
• 26. apríl 2010:
Kirkjuprakkarar, héraðsnefnd og fermingarbörn hitta biskup
Eftir kyrrðarstund og opnu húsi með öldruð- um miðvikudaginn 14. apríl hitti
biskupinn Kirkjuprakkara, en það nefnist fjörugur hópur barna á aldrinum 7-9
ára. Þau byrjuðu stund sína á því að tendra kertin og skiluðu inn fallega
skreyttum söfnunarbaukum, en þau hafa verið að safna fyrir börnin í Afríku.
Eftir einn fjörugan söng, "Jesús er besti vinur barnanna", kom biskupinn yfir
Íslandi í heim- sókn til þeirra. Biskupinn ræddi við þau bæði í gamni og alvöru og
fannst mikið til koma hvað starf þeirra var öflugt og göfugt, með því að safna
fyrir börnin í Afríku. Svo sungu þau fyrir biskupinn nokkra söngva og auðvit- að
tók hann undir sönginn með þeim.
|
|
Síðar þennan dag hitti biskupinn Héraðs- nefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og
leit fréttasnápur aðeins inn til að taka mynd-ir af þeim í upphafi fundar. Daginn
eftir átti biskup fund með sóknarnefnd og starfsfólki kirkjunnar og
prófastsdæmisins.
Síðasta myndin var tekin á laugardagsmorgun af þátttakendum í Forskóla
fermingarfræðsl-unnar. Sjá myndir hér » |
|
• 23. apríl 2010:
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju
sunnudagskvöldið 25. apríl kl. 20
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til áttundu messunnar á þessu starfsári í Breiðholtskirkju í Mjódd að kvöldi sunnu- dagsins, 25. apríl, kl. 20. Sem fyrr annast valinkunnur hópur stjórn daganna.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tólf árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
|
|
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
|
|
• 21. apríl 2010:
Skráning hafin fyrir orlofsdvöl
eldri borgara á Löngumýri í sumar
Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma efna til dvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar. Í boði er ein sjö daga ferð og tvær fimm daga ferðir.
Sem fyrr annast valinkunnur hópur stjórn daganna.
Fyrsti hópur: 2. - 9. júní
Annar hópur: 14. - 18. júní
Þriðji hópur: 5. - 9. júlí.
Sjá hér myndir frá Orlofsdvöl eldri borgara að Löngumýri 2008
|
|
Skráning og nánari upplýsingar eru veittar eftir 15. apríl á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma
í Breiðholtskirkju fyrir hádegi virka daga í síma 567–4810.
|
|
• 20. apríl 2010:
Biskupsvísitasía hefst í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Biskupsvísitasían í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hófst með því að Herra Karl Sigur- björnsson, biskup Íslands, átti viðtöl við hér- aðsprestana í Breiðholtskirkju, þau dr. Sigur- jón Árna Eyjólfsson og sr. Bryndísi Möllu Elí- dóttur miðvikudaginn, 7. apríl. Næsta mið- vikudag á eftir, 14. apríl átti hann fund með sr. Gísla Jónassyni, sóknarpresti og prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
Í hádeginu var hefðbundin kyrrðarstund sem haldin alltaf er haldin í hádeginu á miðviku- dögum allt árið um kring. Biskupinn flutti þar hugleiðingu og almennar fyrirbænir fóru þar fram að venju. Að lokinni kyrrðarstund var snæddur léttur málsverður og svo var opið hús fyrir aldraða í Breiðholtskirkju, sem biskupinn mætti auðvitað á og hafði gaman af því öfluga félagslífi sem þar er.
|
|
Harmónikkan ómaði og söngurinn ekki síður og var glatt á hjalla hjá þeim. Myndirnar sem hér fylgja eru frá kyrrðarstundinni og opnu húsi þar á eftir.
Síðar um daginn, eða skömmu fyrir fund hér- aðsnefndar, hittust kirkjuprakkarar, sem eru 7-9 ára krakkar og við verðum með myndir af því á morgun. Sjá myndir hér »
|
|
• 18. apríl 2010:
Skátamessa verður í Hjallakirkju á Sumardaginn fyrsta kl. 11
Á Sumardaginn fyrsta, 22. apríl halda skátar um land allt að venju upp á með guðsþjón- ustu og skrúðgöngu. Að þessu sinni verða Kópavogsskátar með sína skátamessu í Hjallakirkju og hefst hún kl. 11.
Þar geta allir tekið þátt í skrúðgöngu og skemmtun með kirkjunni og skátunum og svo er kaffisala í skátaheimili Kópa, sem staðsett er gegnt Smáratorgi frá kl. 15.
|
|
|
|
• 15. apríl 2010:
Græn kirkja - Málþing í Guðríðarkirkju
þriðjudaginn 20. apríl kl. 17:30
Kl. 17.45 Vatnið sem sakramenti - Dr. Sigríður Guðmarsdóttir.
Kl. 18:15 Græn kirkja - Sr. Lena Rós Matthíasdóttir.
Kl. 18:30 Veitingar.
Kl. 19:00 Hlýnun jarðar er mannréttindamál
- Árni Þorlákur Guðnason breytandi.
Kl. 19:15 Ljósaskrefin
- Margrét Björnsdóttir formaður umhverfisnefndar kirkjunnar.
Kl. 19:30 Umræður.
|
• 13. apríl 2010:
Reiðimessa í Grafarvogskirkju föstudaginn 16. apríl n.k. kl. 20
Reiði getur verið eðlileg og heilbrigð. Reiðin er frumtilfinning sem vekur okkur og þenur taugar og hjarta. Reiðin getur gefið kraft til að hefja ferli sem er nauðsynlegt til að breyta því sem er ranglátt og óheilbrigt.
Reiðimessa er guðsþjónusta þar sem við berum reiði okkar á borð fyrir Guð og hvert annað. Það er margt sem gerir okkur reið á Íslandi í dag og í þessari messu ætlum við að nefna reiðina okkar og biðja með henni.
Facebook notendur: Reiðimessan Tilkynna þátttöku og nánari upplýsingar
|
|
Við komum með reiðina okkar í kirkjuna og uppgötvum að þar erum við örugg að tjá okkur og nefna það sem lætur hjartað okkar slá örar í reiði og sorg. Við komum með hjarta sem er reitt og úthellum því frammi fyrir Guði. Við rísum upp og erum reið.
Reiðimessan er hér á YouTube.
Nánari uppýsingar um reiðimessuna veita: Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, s. 696 2188, arna.yrr.sigurdardottir@kirkjan.is
Sr. Guðrún Karlsdóttir, s. 697 3450, srgudrun@grafarvogskirkja.is.
|
|
• 11. apríl 2010:
Biskupsvísitasía hefst í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 14. apríl
Næsta árið mun biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, heimsækja söfnuði Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.
Vísitasían - eins og slíkar heimsóknir nefnast að gömlum sið - hefst í Breiðholtssóknmið- vikudaginn, 14. apríl og er síðan áætlað að hann heimsæki tvo söfnuði til viðbótar nú í vor og byrjun sumars og síðan u.þ.b. einn söfnuð í mánuði á komandi hausti og vetri og mun prófasturinn, sr. Gísli Jónasson, verða í för með honum.
Vísitasían í Breiðholtssókn hefst með því, að biskupinn heimsækir ýmsa þætti í safnaðar- starfinu n.k. miðvikudag 14. apríl. Hann verð- ur m.a. með í kyrrðarstund, sem hefst kl. 12 á hádegi. Einnig mun hann taka þátt í sam- veru eldri borgaranna, sem hefst kl. 13:30, og í samveru 7-9 ára barna kl. 16.
Fimmtudaginn 15. apríl mun hann síðan eiga fund með sóknarnefnd og starfsliði safnað- arins og kynna sér safnaðarstarfið og alla starfsaðstöðu Breiðholtssafnaðar.
|
|
Sunnudaginn 18. apríl tekur biskup svo þátt í sameiginlegri Barnastarfshátíð allra safnað- anna í Breiðholti, sem hefst kl. 11 í Breið- holtskirkju og prédikar að lokum í sérstakri hátíðarmessu í kirkjunni kl. 14 sama dag.
Er safnaðarfólk hvatt til að fjölmenna við þessar athafnir.
|
|
• 9. apríl 2010:
Föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Breiðholtskirkju
Hin árlega föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmunum
var í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 25. mars. Sr. Gísli Jónasson prófastur predikaði og þjónaði fyrir altari. Eldri Fóstbræður sungu og leiddu almennan söng.
Organisti var Smári Ólason. Ritningarlestra lásu Valgerður Guðmundsdóttir og Vilhelmína Sveinsdóttir sem eru þátttakendur í kirkju- starfi eldri borgara í Breiðholtskirkju. Eftir guðsþjónustuna var öllum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði Breiðholtssóknar.
|
|
Guðsþjónustan var samstarfsverkefni Ellimála- ráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Breiðholts- sóknar. Kirkjugestir voru úr báðum prófasts- dæmunum og er okkur sem stöndum að þess- um guðsþjónustum mikið gleðiefni að sjá hvað fólkinu finnst gaman að hittast og eiga saman gleðistund í kirkjunni bæði í helgihald- inu og í kaffinu á eftir.
Að þessu sinni voru kirkjugestir u.þ.b. 110 manns. Ellimálaráð færir öllum sem komu að því að gera þennan dag svo yndislegan sem raun bar vitni bestu þakkir og óskar þeim öllum blessunar og góðs.
Sjá myndir frá föstuguðsþjónustunni »
|
|
• 6. apríl 2010:
Seljakirkju gefnar góðar gjafir
Með mikilli notkun safnaðarsala og eldhús- aðstöðu þarf viðhald og endurnýjun. Kven- félagið hefur í gegnum árin lagt fram margt og verðmætt til kirkjunnar. Mun sá listi vera orðinn langur. Þær kvenfélagskonur hafa nú gefið 200 bolla með kökudiskum til notkunar í safnaðarsölum. Það verður allt innbrennt með merki kirkjunnar. Þarna er um að ræða mikil verðmæti, sem koma mjög að gagni.
Soroptimistaklúbbur Bakka og Selja hefur haldið fundi sína í kirkjumiðstöðinni. Þær klúbbsystur hafa einnig gefið margar góðar gjafir til kirkjunnar.
|
|
Nú hafa þær lagt fram ríflega peningagjöf til kaupa á öðru því sem þarf við í eldhúsinu. Allt eru þetta frábær framlög til að efla safn- aðarstarfið í kirkjumiðstöðinni okkar, þar sem mikið starf er alla daga vikunnar, oftast margir fundir og samverur á sama tíma. Það tekst vegna þess hversu margir leggja hönd á plóg. Guð blessi góðar gjafir.
|
|
|