Viðburðir og fréttir í apríl 2008

   2009:   •   janúar - febrúar   •   mars - apríl   •   maí - ágúst   •  september - október   •   nóvember - desember   •    
   2008:   •   janúar   •   febrúar - mars   •   apríl   •   maí - ágúst   •   september - október   •   nóvember - desember   •    

• 23. apríl 2008:

Ungbarnamessa í lok vetrar í Fella- og Hólakirkju

Í vetur hefur Fella- og Hólakirkja haldið ungbarnasöngnám- skeið fyrir 3ja mánaða til ein árs gömul börn. Umsjón með ungbarna- söngnámskeiðinu höfðu Guðný Einarsdóttir, organisti og Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarennari.

Margir, sérstaklega yngri foreldrar, kannast vel við ungbarna- sund, sem hefur verið vinsælt undanfarin ár, því vitað er að ungbörn eru sérstaklega móttækileg fyrir ýmsu á þessum aldri. Sóknarprestarnir sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson þjónuðu báðir í guðsþjónustunni. Auk þess var börnum sem voru fimm ára á árinu boðið sérstaklega til messunnar og fengu þau bók að gjöf.

Þegar vefstjóri frétti af ungbarnamessunni, vildi hann ekki fyrir nokkurn mun missa af þessu og ákvað því að sækja messuna klukkan 11 og hann sá svo sannarlega ekki eftir því.

Börnin voru svo róleg og fundu vel bæði tónlist, söng og danshreyfingar, því allan tíman heyrðist ekki nokkur grátur, svo ótrúlegt sem það er, en hlátur kom stundum frá brosandi andlitum barnanna sem og foreldra og systkina sem tóku þátt í þessu með þeim.

 

Þegar vefstjóri frétti af ungbarnamessunni, vildi hann ekki fyrir nokkurn mun missa af þessu og ákvað því að sækja messuna klukkan 11 og hann sá svo sannarlega ekki eftir því. Börnin voru svo róleg og fundu vel bæði tónlist, söng og danshreyfingar, því allan tíman heyrðist ekki nokkur grátur, svo ótrúlegt sem það er, en hlátur kom stundum frá brosandi andlitum barnanna sem og foreldra og systkina sem tóku þátt í þessu með þeim.

Ég hvet foreldra til að fylgjast með því þegar starfið hefst aftur í haust í kirjunum og þá sérstaklega þessi ungbarnasöngnám- skeið, sem eru fyrir ungabörnin á aldrinum 3ja mánaða til eins árs gömul.

Ég vil benda á sérstaka ljósmyndasíðu hér sem stjórnendurnir hafa sett upp af ungbarnasöngnámskeiðinu í vetur.

Sjá myndir hér

• 22. apríl 2008:

Síðasta Tómasarmessan að sinni

Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. apríl, kl. 20.

Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu árin. Er þetta þannig síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan væntanlega að nýju í haust.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

 
• 18. apríl 2008:

Mannréttindi í heimi trúarinnar

Málþing um mannréttindi á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldið í Hjallakirkju 28. apríl kl. 16:15.

Skráning er í síma 567 4810 eða á með því að senda netpóst á .

16:15   Setning - Sr. Gísli Jónasson prófastur.

16:30   Íslensk lög um mannréttindi - Margrét Steinsdóttir,
           lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi.

17:15   Mannréttindakerfið - Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir,
           mannfræðingur, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
           Amnesty International.

18:00   Guðsmyndin og mannréttindi - Sr. Irma Sjöfn
           Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu.

18:45   Veitingar.

19:15   Mannréttindi og guðfræðin - Dr. dr. Sigurjón Árni
           Eyjólfsson, héraðsprestur.

20:00   Umræður og fyrirspurnir.

• 16. apríl 2008:

Mömmumorgunn í Seljakirkju

Sjá myndir hér Enn höldum við áfram heimsókn- um okkar á mömmumorgna í kirkjum Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra. Að þessu sinni er staldrað aðeins við í Seljakirkju, en þar var að hefjat námskeið í hjálp í viðlögum, þar sem fyrsta hjálp við ungbörn var.

Ekki var hægt að tefja foreldrana lengi svo við látum myndirnar af upphafi námskeiðsins tala sínum máli - en á meðan léku börnin sér á gólfinu.     Sjá myndir hér

 
• 17. apríl 2008:

Eldri borgarar kveðja veturinn

Síðasta vetrardag verður veturinn kvaddur í Breiðholtskirkju um leið og við fögnum kom- andi sumri. Breiðholtskirkja, félagsstarf eldri borgara í Breiðholti og þjónustumiðstöð Breiðholts munu standa fyrir skemmtidagskrá í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 14.

Þar koma fram meðal annars Gerðubergskórinn, Senjórítur Kvennakórs Reykjavíkur og sönghópur úr félagsstarfinu í Hólm- garði. Börn úr Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar munu leika á hljóðfæri og einnig munu skólabörn úr Breiðholtinu lesa upp. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á kaffi í safnaðar- heimili kirkjunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

• 10. apríl 2008:

Syngjandi samvera aldraðra í safnaðarheimili Kópavogskirkju

Vefstjóri er á faraldsfæti á milli safnaða prófastsdæmisins og tekur myndir af starfinu. Fjöl- margir halda að kirkjurnar standi auðar og lok- aðar á milli sunnudagsguðsþjónusta, en það er alls ekki raunin. Því fyrir utan hefðbundna trúarstarfsemi sem bæði er á daginn og á kvöldin á virkum dögum, þá er kirkjan lifandi alla daga, eins og þið sáuð í síðustu myndasyrpu af mömmumorgni í Árbæjarkirkju.

Næstu vikur mundum við halda áfram að birta myndir af heimsóknum okkar á mömmumorgna vera líka með myndasyrpur af samverustundum eldri borgara í kirkjum Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra, auk annarra heimsókna þar sem viðburðir eru að gerast.

 

Fyrsta heimsókn okkar er á samverustund aldraðra er í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju, sem nefnist Borgir, en það er skammt vestan við kirkjuna og skemmtileg- ur göngustígur tengir fél- agsheimilið við kirkjuna.

Þegar inn kom heyrðist hressilegur söngur hressra drengja og stelpna á besta aldri. Gleðin skein úr hverju andliti og var ekki laust við að það mætti sjá hjá þeim jafn barnslega gleði og hjá litlu börnunum á mömmumorgnum.

Næst verðum við með myndir af heimsókn okkar til eldri borgara í Grafarvogskirkju og af mömmumorgni í Seljakirkju.

Sjá myndir hér

• 9. apríl 2008:

Leyfið börnunum að koma til mín
Mömmumorgunn í Árbæjarkirkju

Síðustu tvo áratugi hefur kirkjan boð- ið upp á svokallaða mömmumorgna í kirkjum prófastsdæmisins og hefur aðsókn alltaf verið góð og verið styrkur fyrir nýorðnar mæður að hitta aðrar mæður og ræða hin ýmsu mál.

Vefari hefur að undanförnu verið á ferðinni í kirkjurnar með myndavélina og tekið myndir af mömmumorgnum og starfi aldraðra, sem verða birtar hér á vefnum næstu daga og vikur.

Við byrjum myndasyrpu okkar í Árbæjarkirkju, en á þriðjudags- morgnum klukkan 10 mæta mæðurnar í hverfinu með börnin, yngri sem eldri og spjalla saman, syngja eða fá námskeið í einhverju sem að gagni gæti komið. Það er afslappað andrúms- loftið þar og alltaf bætast nýjar mæður í hópinn.

Þegar vefstjóri heimsótti þau voru börnin í aðalhlutverki og léku sér við hvern sinn fingur en eitt barnið svaf vært við innganginn.

Næstu daga munu svo koma aðrar myndasyrpur, t.d. frá mömmu- morgnum í Lindakirkju og Seljakirkju, auk þess sem starfsemi aldraðra í kirkjunum verður heimsótt.

Sjá myndir hér

 
• 7. apríl 2008:

Vilt þú leitast við að hafa Jesú Krist
að leiðtoga lífsins?

Þessi spurning er lögð fyrir fermingarbörnin sem um þessar mundir setja sterkan svip á helgihaldið víða í prófastsdæminu. Fermingarmessurnar eru alla jafna á sunnudögum með einhverjum undantekningum þar sem fermt er á laugardögum.

Fermingarbörnin hafa sótt fræðslu yfir veturinn og tekið þátt í helgihaldi sinnar kirkju og þegar fermingardagurinn rennur upp er eftirvænting þeirra og tilhlökkun mikil. Fermingarathöfnin er hins vegar ekki útskrift barnanna úr kirkjunni heldur ein varða í samleið þeirra og kirkjunnar.

• 1. apríl 2008:

Námskeið fyrir kirkjuverði verður 11.-12. apríl

Við viljum minna á námskeiðið fyrir kirkjuverði og meðhjálpara sem haldið verður haldið í Grensáskirkju 11. og 12. apríl. Allar nánari upplýsingar eri veittar á skrifstofu prófastsdæmisins í Breiðholtskirkju eða í síma 567 4810.

• 1. apríl 2008:

Fræðslukvöld fyrir starfsfólk leikskóla

Fræðslukvöld fyrir starfsfólk leikskólanna í Árbæ og Grafarholti verður haldið í Árbæjarkirkju dagana 29. apríl kl. 17:00.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:

www.tru.is

Barnastarf þjóðkirkjunnar

eXTReMe Tracker