• 22. apríl 2008:
Síðasta Tómasarmessan að sinni
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 27. apríl, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu árin. Er þetta þannig síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan væntanlega að nýju í haust.
Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.
Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
|
• 18. apríl 2008:
Mannréttindi í heimi trúarinnar
Málþing um mannréttindi á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður haldið í Hjallakirkju 28. apríl kl. 16:15.
Skráning er í síma 567 4810 eða á með því að senda netpóst á
.
16:15 Setning - Sr. Gísli Jónasson prófastur.
16:30 Íslensk lög um mannréttindi - Margrét Steinsdóttir,
lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi.
17:15 Mannréttindakerfið - Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir,
mannfræðingur, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Amnesty International.
18:00 Guðsmyndin og mannréttindi - Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, verkefnastjóri á Biskupsstofu.
18:45 Veitingar.
19:15 Mannréttindi og guðfræðin - Dr. dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.
20:00 Umræður og fyrirspurnir.
|