Annað árið í röð er prestastefna haldin í prófastsdæminu. Að þessu sinni í hinu nýja og glæsilega safnaðarheimili Kársnessóknar dagana 28. - 30. apríl.
Það er biskup Íslands sem boðar alla presta landsins til synodus einu sinni á ári þar sem málefni kirkjunnar eru rædd og stefnan tekin til framtíðar. Nú verður sérstaklega hugað að endurmati og framtíðarsýn í ljósi nýrra tíma.
• 23. apríl 2009:
Skátar og söfnuður ganga fylktu liði til sumargleðimessu í Seljakirkju á sumardaginn fyrsta 2009
Á eftir messunni var efnt til mikillar sumargleði við tjörnina fyrir ofan kirkjuna. Með þessari mynd sendum við öllum lesendum vefsins bestu óskir um gleðilegt sumar.
• 22. apríl 2009:
Síðasta Tómasarmessan að sinni í Breiðholtskirkju á sunnudagskvöld
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnu- dagskvöldið 26. apríl, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnu- dag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin. Er þetta þannig síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan væntanlega að nýju í haust.
Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
• 20. apríl 2009:
Sunnudagaskólahátíð í Seljakirkju í lok vetrarstarfs barnanna
Í gær buðu krakkarnir í Seljakirkju sunnu- dagaskólabörnum í Breiðholtskirkju og Fella- og Hólakirkju að koma til sín til að halda með þeim sunnudagaskólahátíð, sem haldin er reglulega í lok vetrarstarfsins. Séra Valgeir Ástráðsson messaði og stjórnaði hátíðinni, sem börnin tóku virkan þátt í.
Vefarinn ákvað að bjóða fjögurra ára barna- barni sínu með og kom faðir hennar líka með henni og hún naut sín svo vel og tók vel undir söngvana – og hélt því áfram eftir að heim var komið, meira að segja bergmálaði húsið þegar hún söng í sturtunni fyrir svefninn, “Jesús er besti vinur barnanna”.
Nína Björg Vilhelmsdóttir sem annast barnastarfið í Breiðholts- kirkju sagði börnunum söguna af Jesús og fiskimönnunum og það gerði hún svo lifandi og skreytti söguna með litlum báti og neti, að allir krakkarnir fylgdust dolfallnir með. Það var gaman að fylgjast með börnunum taka svona virkan þátt í messugjörðinni og öruggt að öll þessi börn munu mæta aftur næsta vetur.
Í lokin var kirkjugestum boðið upp á pylsuveislu sem var vel þegin. Myndirnar er að finna á myndasíðunni okkar og segja meira en þúsund orð hvað kirkjan er lifandi og skapandi í góðu uppeldi barnanna. Sjá myndir hér .
• 17. apríl 2009:
Söfnuðirnir í Breiðholtinu sameinast í sunnudagaskólahátíð í Seljakirkju
Það verður sannkölluð vorhátíð í Seljakirkju sunnudaginn 19. apríl kl. 11. Þá munu allir söfn- uðirnir í Breiðholtinu sameinast í sunnudagaskólahátíð þar sem upprisuboðskapnum verða gerð góð skil með sögum og í söng sem börn á öllum aldri geta tekið þátt í.
Hátíðinni lýkur með pylsupartí fyrir utan Seljakirkju. Öll börn í Breiðholtinu eru velkomin í hátíðarskapi.
• 8. apríl 2009:
Bænadagar og páskar
Fjölbreytt helgihald er í öllum kirkjum prófastsdæmisins um bænadaga og páska.
Á skírdagskvöld er víða messað kl. 20 þar sem minnst er síðustu kvöldmáltíðarinnar sem Jesús átti með lærisveinum sínum.
Á föstudaginn langa er píslarsaga frelsarans íhuguð bæði í tali og tónum. Sem dæmi má nefna að í Grafarvogskirkju verða Passíu- sálmarnir fluttir frá kl. 13 og í Seljakirkju verða kvöldtónleikar kl. 20 þar sem hluti Matteusarpassíu Bach verður flutt á íslensku.
Í Digraneskirkju verður síðan hægt að taka þátt í páskavöku sem hefst kl. 22 á laugardagskvöldi við eldstæði utan við kirkjuna.
Upprisu frelsarans er síðan fagnað með hátíðarmessum á páskadag þar sem víða er messað við sólarupprás kl. 8. Nánari upplýsingar um helgihald hverrar kirkju má finna hér í dálknum „Á döfinni“ sem er hér vinstra megin á síðunni sem og á heimasíðum sóknanna.
• 6. apríl 2009:
Fjölmenn og vel heppnuð föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara
Hin árlega föstuguðsþjónusta kirkjustarfs eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmunum var í Laugarneskirkju fimmtudaginn 2. apríl sl. Umsjón hafði Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Laugarneskirkju sem einnig flutti yndislega hugvekju.
Laufey Geirlaugsdóttir söng einsöng og stjórnaði almennum söng. Organisti var Gunnar Gunnarsson. Ritningarlestra lásu Guðný Björnsdóttir og Brynhildur Jónsdóttir sem eru í þjónustuhóp í kirkjustarfi eldri borgara í Laugarneskirkju.
Kirkjugestir sem voru u.þ.b. 100 létu í ljós mikla ánægju. Þetta er í fyrsta sinn sem við í kirkjustarfi eldri borgara stöndum fyrir guðsþjónustu án þess að prestur sé með okkur. Kirkjugestir létu í ljós mikla ánægju með þessa nýbreytni og allir tóku vel undir í söng og bæn.
Eftir guðsþjónustuna var öllum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði Laugarnessóknar. Guðs- þjónustan var samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og Laugarnessóknar. Kirkjugestir voru úr báðum prófastsdæmunum og er okkur sem stöndum að þessum guðsþjónustum mikið gleðiefni að sjá hvað fólkinu finnst gaman að hittast og eiga saman gleðistund í kirkjunni bæði í helgihaldinu og í kaffinu á eftir.
Ellimálaráð færir öllum sem komu að því að gera þennan dag svo yndislegan sem raun bar vitni bestu þakkir og óskar öllum blessunarríkra bænadaga og gleðilegra páska.
Orlofsdvöl fyrir eldri borgara á Löngumýri endurtekið í sumar
Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts- dæma efna til dvalar fyrir eldri borgara á Löngumýri í sumar.
Í boði er ein sjö daga ferð og tvær fimm daga ferðir. Sem fyrr annast valinkunnur hópur stjórn daganna.
• Fyrsti hópur: 2. júní – 9. júní
• Annar hópur: 15. júní – 19. júní
• Þriðji hópur: 29. júní. – 3. júlí
• 2. apríl 2009:
Passíusálmar og lifandi kirkja rétt fyrir Dymbilviku í Grafarvogskirkju
Vefarinn fór í tvær heimsóknir í dag, fyrst í Laugarneskirkju, þar sem Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma var með sameiginlega föstuguðsþjónustu og tók ég margar myndir, en vegna galla í nýju minniskorti myndavélarinnar, festist ekki ein einasta mynd. Nú verð ég bara að vona að einhver þar eigi myndir af þessari athöfn kirkjustarfs eldri borgara til að birta á vefnum okkar. Eftir að hafa fengið nýtt kort í stað þess gallaða, skellti vefstjóri sér í Grafarvogskirkju.
Klukkan var langt gengin í sex og að gefinni reynslu, er yfirleitt mikið um að vera í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra allan daginn, ýmist skipulögð starfsemi, yngri barna, unglinga, mæðra eða eldri borgara, eða fólk bara að skoða kirkjurnar.
Þegar í Grafarvogskirkju kom, sá ég strax að ég hafði rétt fyrir mér, Væntanleg fermingarbörn voru að ljúka fermingaræfingu með séra sr. Vigfúsi Þór Árnasyni sóknarpresti og nokkrir voru að skoða helgigripi í kirkjunni. Þótt tíminn væri búinn, þurfti enn margt að spyrja og var Sr. Guðrún Karlsdóttir á fullu að svara spurningum krakkanna. Á neðri hæð voru Lionsfélagar að undirbúa bingóskemmtun, sem átti að hefjast um klukkan sex.
Þegar í innri ganginn niðri var komið, heyrð- ust hlátrasköll í unglingum, sem reyndust, þegar að var gáð, vera unglingakór Grafar- vogskirkju að ljúka æfingum. En eftir æfinguna tóku þau að sér nokkur búnt af páska- liljum og túlípönum sem þau ætluðu að selja til styrktar kórstarfinu sínu. Auðvitað hverjum við alla sem geta að kaupa af þeim eitt búnt til að láta springa út heima hjá sér yfir páskana, en búntið kostar bara 1.000 krónur og ég veit að þeim peningum er vel varið og kemur að góðum notum hjá þeim.
En nú var klukkan að verða sex og tími til kominn að færa sig upp í kirkjuna, þar sem bænastund og lestur Passíusálma var í þann veginn að hefjast. Síðan 25. febrúar hafa alþingismenn komið daglega og lesið upp úr sálmunum, en þessi bænastund tekur aðeins um 15-20 mínútur og er ætlað þeim sem eru á leið heim úr vinnu. Mæting er yfirleitt góð en misjöfn eftir veðri.
Þegar upp var komið, rakst ég á Jón Magnússon alþingismann að ræða við sr. Guðrúnu Karlsdóttur um kaflann í Passíusálmum sem var lestur dagsins og Jón ætlaði að lesa. Flestir þeirra sem voru að skoða kirkjumuni ákváðu að staldra við í bænastundinni og hlýða á lestur Passíusálma fyrir heimför.
Að lokinni bæn, sem sr. Guðrún flutti, hóp Jón Magnússon alþingismaður lesturinn og skilaði því vel af hendi. Að lokinni almennri bæn og blessum fengu þeir sem vildu sér hressingu, kaffi og kleinur, en í ljós kom að kleinurnar voru pínulítið öðruvísi núna en venjulega og gerðu menn gaman að, því á bakkelsisdiski voru ljúffengar marsípansmá- kökur sem smökkuðust bara ljómandi vel með kaffinu.
Að lokum vil ég minna á að lesturinn heldur áfram á föstudag, mánudag, þriðjudag og á miðvikudag, en þá verða síðustu Pass- íusálmarnir lesnir og mun Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra lesa, en auk þess verður listaverk afhjúpað við þetta tækifæri.
Vonandi næ ég að vera viðstaddur þá til að taka fleiri myndir og treysti bæði á myndavél og minniskubbinn sem í henni er. Lesturinn hefst kl. 18:00 alla þessa daga. Vonandi verðum við þá líka búin að fá frekari dagskrá í kirkjum yfir páskahátíðina til að láta ykkur vita af henni.
Að lokum óska ég ykkur gleðilegrar Dymbilviku sem hefst á mánu- daginn og minni í leiðinni á guðsþjónustur í kirkjum á Pálma- sunnudag, sem er næsta sunnudag, 5. apríl.
• 27. mars 2009:
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 29. mars kl. 20
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöundu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnu- dagskvöldið 29. mars, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinn- ar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin.
Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreyti- legum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
Að þessu sinni tekur svo Mótorhjóla- klúbburinn Trúboðarnir einnig þátt í messunni.
• 25. mars 2009:
Föstuguðsþjónusta í Laugarneskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 14:00
Kirkjustaf aldraðra verður með föstuguðs- þjónustu í Laugarneskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 14:00.
Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri Laugarneskirkju leiðir stundina. Laufey Geir- laugsdóttir syngur einsöng og er forsöngvari í almennum safnaðarsöng. Organisti er Gunnar Gunnarsson.
Eftir Guðsþjónustuna eru kaffiveitingar í boði Laugarnessóknar. Allir eru velkomnir. Guðs- þjónustan er samstarfsverkefni Laugarnes- kirkju og Ellimálaráðs Reykjav.prófastsdæma.
• 23. mars 2009:
Óperan Töfraflautan flutt í Lindakirkju – aðeins 3 sýningar
Kirkjur prófastsdæmisins eru alltaf lifandi með fjölbreytilegt starf, hvort sem það tengist helgihaldi, foreldrastarfi, æskulýðs- starfi, félagslífi aldraðra auk hefðbundins kirkjustarfs. Í öllum kirkjunum eru starfandi kórar, mismunandi stórir auðvitað, en kór- arnir eiga sitt félagslíf meðal kórfélaga þar fyrir utan og fjölmargir lærðir söngvarar og/eða eru að læra söng í söngskóla.
Einn af töframönnum kirkjustarfsins í tónlist er Keith Reed, organisti og kórstjóri Linda- kirkju í Kópavogi, sem vígð var að hluta í desember s.l. Keith hefur núna safnað saman efnilegum söngvurum, sem margir eru jú í kirkjukórum líka, en hafa það sameiginlegt að stunda nám í Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz.
Óperan Töfraflautan verður í næstu viku og aðeins flutt þrisvar sinnum, fyrsta sýning verður mánudaginn 30. mars, önnur sýning verður miðvikudaginn 1. apríl og þriðja og síðasta sýning verður svo föstudaginn 3. apríl. Allar sýningarnar hefjast kl. 20:00.
Þetta er fyrsta sinn sem “Nemendaópera Söngskóla Sigurðar Demetz” ræðst í að setja á svið óperu með hljómsveit, kór og öllu sem til þarf og er það gert undir öruggri stjórn Keith Reed.
Óperan Töfraflautan skartar mörgum hlutverkum og er því tilvalið verkefni fyrir nemendaóperu.
Miðasala er einungis á vefnum á Midi.is og er hægt að smella hérna til að nálgast miðasöl- una fyrir sýninguna. Við hvetjum alla til að drífa sig að kaupa miða þar sem aðgangur verður takmarkaður við stærð Lindakirkju.
Þessi hópur, undir stjórn Keith Reed, ætlar að flytja, hvorki meira né minna en óperuna Töfraflautuna eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Vefari prófastsdæmisins leit við á æfingum hjá þeim, bæði föstudags- og sunnudagskvöldið 22. mars og sá þá, hvað töframaðurinn Keith Reed náði vel að fá fram það besta í söng frá hverjum og einum söngvara. Það var yndislegt að fá að njóta söngsins á milli þess sem vefarinn truflaði, en vonandi ekki mikið, með myndatökum sínum af söngvurunum á æfingu.
Síðara kvöldið var svokallað rennsli í gangi, en það er það kallað, þegar söngvarar fara með sinn hluta eins og hann verður þegar verkið verður sýnt.
Félagar úr JCI með námskeið í fundarsköpum n.k. miðvikudag kl. 20
Námskeið í fundar- sköpum verður haldið í Breiðholtskirkju næstkomandi miðviku- dag 18. mars kl. 20-22:30. Það eru félagar úr JCI sem koma sem leiðbeinendur er þeir hafa víða haldið slík námskeið.
Námskeiðið er öllum opið sem starfa innan kirkjunnar með einum eða öðrum hætti. Skráning er á profaust@centrum.is eða í síma 567 4810. Námskeiðið er þátttendum að kostnaðarlausu.
• 12. mars 2009:
Námskeið um gleðina haldið í Árbæjarkirkju 17. mars til 7. apríl
• Hefur þú áhyggjur?
• Finnst þér stundum erfitt að líta
björtum augum á tilveruna?
• Vilt þú auka gleðina í lífi þínu?
• Langar þig til þess að rækta
trúna betur?
Ef eitthvað af ofannefndu á við þig gæti þetta námskeið hentað þér.
Á námskeiðinu verður fjallað um gleði og hamingju eins og hún birtist okkur á síðum Biblíunnar og kynntar markvissar leiðir til þess að efla gleðina eigin lífi.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sr. Þór Hauksson sóknarprestur og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prestur.
Fjölskyldan á tímum breytinga - umræður í Grafarvogskirkju 9. mars
Umræðukvöld á vegum Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar verður haldið mánudaginn 9. mars kl. 20-22 í Grafarvogskirkju. Eftirtaldir málaflokkar verða ræddir:
• Jákvæð gildi og farsælt líf
Benedikt Jóhannsson, sálfræðingur.
• Börn eru næm á líðan foreldra sinna
Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Þjóð gegn þunglyndi.
• Máttur samtalsins
Elísabet Berta Bjarnadóttir og Rannveig Guð- mundsdóttir, félagsráðgjafar leiða umræður.