Um miðja síðustu viku fórum við í heimsókn í Hjallakirkju í Kópavogi. Þar er oflugt kirkjustarf af öllu tagi og var fjölskyldu- morgunn byrjaður þegar vefara bar að. Það er ekki hægt að lýsa þeirri gleði sem þar er að finna öðru vísi en með myndum, sem við birtum því hér.
Fjölskyldumorgnar eru hvern miðvikudag kl. 10-12. Þar hittast foreldrar ungra barna með börnin sín og eiga samfélag saman. Boðið upp á ávexti á hverri samveru. Annan eða þriðja hvern fjölskyldumorgun fáum við heimsókn frá aðilum með fræðslu eða kynningu á ýmsum efnum er tengjast börnum og barnauppeldi. Þarna gefst gott tækifæri til kynnast öðrum og eiga góðar stundir í vinalegu umhverfi. Allir eru hjartanlega velkomnir á fjölskyldumorgna.
Auk fjölskyldumorgnanna er öflugt starf heldri borgara og barna- og unglingastarf í Hjallakirkju. En þessa dagana er einmitt líka starfandi sérstök Miðstöð fyrir atvinnulaust fólk í safnaðarheimili Hjallakirkju, sem fer fram virka daga frá kl. 9-12. Fjölmennt námskeið stóð einmitt yfir hjá þeim þegar við vorum að fara, en af skiljanlegum ástæðum vildum við ekki taka myndir af því.
Fyrst við erum að fjalla um Hjallakirkju, viljum við minna á Batamessu sem verður í kirkjunni á sunnudaginn, 1. mars kl. 17. Tilgangur mess- unnar er m.a. að styrkja 12 spora starf krist- innar kirkju. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar og fluttur verður vitnisburður af þátttakanda í 12 spora starfinu. Jón Ólafur Sigurðsson, organ- isti, leiðir tónlistina. Að lokinni messu verður léttur kvöldverður í safnaðarheimilinu. Sjá myndir
• 20. febrúar 2009:
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 22. febrúar kl. 20
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 22. febrúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.
Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
• 20. febrúar 2009:
Tómasarmessa í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 22. febrúar kl. 20
Áhugahópur um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu messunnar á þessum vetri í Breiðholtskirkju sunnudagskvöldið 22. febrúar, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu ellefu árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna.
Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.
Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.
• 18. febrúar 2009:
Kvenfélag Breiðholts hefur 40. starfsár sitt - heimsókn á aðalfund
Vefaranum allt í einu í hug að skreppa niður í Breiðholtskirkju í gærkvöldi til að fá upplýsingar um æskulýðsstarfið og væntanlega ferð þeirra í Laser-Tag og fleira. En hópurinn var nýfarinn með rútu. En ferðin varð samt ekki endasleppt, því ég fann kaffiilminn fram á gang og læddist því í áttina að upptökunum.
Þar hitti ég hressar stelpur úr Kvenfélagi Breið- holts, sem voru að halda sinn 39. aðalfund og um leið að hefja sitt 40. starfsár. Þegar þær sáu hvað ég hafði mikinn áhuga á fallega kökuborð- inu og kaffinu, varð afráðið að ég mundi verða ókynntur leynigestur fundarins. Fór ég því að taka myndir til að vinna mér inn fyrir veiting- unum á staðnum.
Kvenfélag Breiðholts hóf starfsemi sína um það leiti sem byggð var að myndast í Neðra-Breið- holti og hafa Breiðholtsskóli og Breiðholtskirkja notið góðs af störfum þeirra í gegnum tíðina og ætíð verið ánægjulegt samstarf á milli þeirra og kirkjunnar.
Þær hafa fært kirkjunni ýmislegt í gegnum tíðina og m.a. gáfu þau félagsheimilinu allan borðbúnað, borð og stóla þegar það var opnað. Þau hafa líka árlega veitt nemendum í 6. og 10. bekk Breiðholtsskóla viðurkenningu fyrir góðan árangur.
Nýlega stóðu þær í stórræðum og aðstoðuðu þegar Breiðholtsdagar voru í haust og forseti Íslands heimsótti t.d. Árskóga og stofnanir í Breiðholti Einnig komu þær við sögu við skipulag átaksins 1-2 og Reykjavík og Vetrahátíðarinnar í Breiðholti í síðustu viku. Svona starf kvenfélags- ins gefur lífinu gildi og eflir félagsandann.
Kvenfélag Breiðholts er opið öllum konum og ekkert aldurslágmark né hámark er fyrir þátt- töku, bara áhugi á að láta gott af sér leiða og hafa gaman af góðu félagslífi. Formaður félagsins er Þóranna Þórarinsdóttir og ef einhverjir vilja bætast í hópinn er málið bara að hringja í hana í síma 568 1418 eða bara mæta á fund, en þær halda reglulega fund í Breiðholtskirkju þriðja þriðjudag í hverjum mánuði frá október til maí.
Að lokum þakkar vefarinn fyrir sig og kökurnar og óskar Kvenfélagi Breiðholts alls hins besta á þessu fertugasta starfsári þeirra.
Litið inn hjá kirkjustarfi aldraðra í Fella- og Hólakirkju
Þegar við heimsóttum kirkjustarfið í Fella- og Hólakirkju á þriðjudaginn í síðustu viku, var verið að skila vist og var erfitt að sjá hvort það væri betra að gefa eða þiggja - spilin, enda kann vefarinn ekki neitt að spila. Á meðan Kristín Ingólfsdóttir var að gera klárt fyrir kaffið á eftir, læddist ég inn til að smella af nokkrum myndum.
Kirkjustarfið í Fella- og Hólakirkju er mjög gott og aðsókn alltaf verið fín en núna í haust jókst aðsóknin í kirkjustarf aldraðra og vert að fagna því. Ef einhverjir vilja taka þátt í starfinu, er þeim bent á að hika ekki við að kíkja inn og gefa sig á tal við einhvern, t.d. hana Kristínu.
Þarna á einu borðinu var hún Sigurborg, en hún er búin að taka þátt í kirkjustarfi aldraðra frá upphafi. Ég ákvað að smella einni sérmynd af henni, til að sýna í nærmynd hvað spennan getur verið mikil, en samt ánægjuleg þegar tekið er spil með góðum vinum. Sjá myndir
• 13. febrúar 2009:
Nýtt safnaðarheimili við Kópavogskirkju blessað á sunnudaginn kl. 11
Sunnudaginn 15. febrúar mun biskup Íslands herra Karl Sigur- björnsson blessa hið nýja og glæsilega safnaðaheimili Kárs- nessóknar.
Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju kl. 11 en þar mun biskup prédika en að guðsþjónustu lokinni verður gengið frá kirkju að nýja safnaðarheimilinu. Þar verður athöfn og samvera og húsið m.a. blessað og boðið verður upp á hressingu.
Safnaðaheimlið bætir aðstöðu safnaðarins til mikilla muna og mun framvegis hýsa hið fjölbreytta og blómlega starf safnaðarins.
• 12. febrúar 2009:
Biblían – orð Guðs - Biblíudagurinn ber að þessu sinni upp á 15. febrúar
Biblíudagurinn er ár hvert haldinn hátíðlegur annan sunnudag í níuviknaföstu sem að þessu sinni ber upp á 15. febrúar. Útvarpað verður frá messu í hinni nýju Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Gunnlaugur A. Jónsson prófessor í guðfræði og stjórnarmaður í Hinu íslenska biblíufélagi prédikar og sr. Sigríður Guðmarsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Hrönn Helgadóttir en kór Grafarholtssóknar syngur.
Hið íslenska biblíufélag er elsta starfandi félag landsins, stofnað á prestastefnu 10. júlí 1815. Markmið þess er að vinna að út- gáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar.
HÍB er samtök fólks úr öllum kirkjudeildum og kristnum trúfél- ögum. Allir geta gerst félagar. Sjá nánar á www.hib.biblian.is.
• 10. febrúar 2009:
Málverka- og ljóðasýning og kirkjustarf aldraðra í Digraneskirkju
Dagurinn í dag var bjartur og fallegur þegar vefari prófastsdæm- isins leit við í Digraneskirkju skömmu eftir hádegið. Aldraðir eru með öflugt kirkjustarf í kirkjunni og var léttum hádegisverði nýlokið og fólk hafði safnast saman til helgi- stundar sem séra Yrsa Þórðardóttir annaðist. Vefari leit aðeins inn hjá þeim og tók myndir, en vildi ekki að örðu leiti trufla helgistundina.
Frammi í safnaðarheimili var hún Guðbjörg að gera salinn kláran fyrir samverustund sem átti að vera á eftir, en þar sem fram fer margþætt menningarstarfsemi ýmist í umsjá eldra hópsins eða gesta sem koma að.
Þar er jafnframt málverka- og ljóðasýning Júlíu Á V. Árnadóttur. Þarna voru falleg málverk og ekki síður falleg ljóð eftir hana.
Á vef Digraneskirkju segir um sýninguna: Þetta er fyrsta einkasýningin sem haldin er í Digraneskirkju en áður hafa verið haldnar samsýningar á verkum eftir listamenn sem tengjast Dvöl, heimili fyrir geðfatlaða í Kópavogi sem Rauði krossinn í Kópavogi og Kópavogbær standa að. Sýningin er öllum opin og er aðgengi- leg þann tíma sem kirkjan er opin. Aðgangur er ókeypis.
Málverkum Júlíu tengjast frumsamin ljóð hennar og má kaupa ljóðabókina "Lífsins lind" og einnig málverk hennar á staðnum. Listaverk Júlíu eru trúarlega innblásin eða eins og höfundur lýsir því formála ljóðabókar sinnar "Lífsins lind": "Ég vil gefa frelsara mínum og Guði alla dýrðina".
Kirkjustarf aldraðra heimsækir reglulega söfn eða skipst á heimsóknum við aðrar kirkjur. Farnar eru dagsferðir haust og vor. Kirkjustarfið hefur gefið út jóla- og heillaóskakort til styrktar kaupa á glerlistaverkum í glugga kirkjunnar. Fást þau hjá kirkjuverði og kosta kr. 100 pr. stk.
Umsjónarmaður starfsins er Yrsa Þórðardóttir, prestur, húsmóð- ir staðarins er Guðbjörg Guðjónsdóttir og íþróttakennari er Júlíus Arnarson, en þess má geta að leikfimi alltaf kl. 11, áður en kirkjustarf aldaðra hefst á þriðjudögum og jafnframt á fimmtu- dögum á sama tíma.
Við hvetjum aldraða og aðra til að líta við í Digraneskirkju og skoða sýninguna.
• 28. janúar 2009:
Lifandi steinar - námskeið í Breiðholtskirkju á þriðjudagskvöldum í febrúar
Lifandi steinar er námskeið í kristnu lífsviðhorfi. Með því viljum við veita hjálp til tengsla við aðra, til að skilja sjálfan sig betur, til að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og til að sjá hvernig sunnudagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi.
Markmið Lifandi steina er að veita innsýn í guðsþjónustuna, að skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, að auka trú á eigin möguleika og hlutverk í messunni, að auka tengsl milli trúar og daglegs lífs, að veita hjálp til að vinna með spurningar er vakna um trúna og lífið, að stuðla að auknum trúarþroska.
Að þessu er stefnt með boðun, hópumræðum, kyrrðarstundum, íhugun og heimaverkefnum. Umsjón með Lifandi steinum hafa Bryndís Malla Elídóttir og Nína Björg Vilhelmsdóttir.
Námskeiðið verður haldið í Breiðholtskirkju á þriðjudags- kvöldum í febrúar og hefst 3. febrúar kl. 20. Auk þess er námskeiðið laugardaginn 14. febrúar.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu, skráning er á breidholtskirkja@kirkjan.is eða í síma 587 1500 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um námskeiðið.
• 22. janúar 2009:
Litamessa í litskreyttri Breiðholtskirkju á sunnudaginn kl. 11
Sunnudaginn 25. janúar verður litamessa í Breiðholtskirkju. Þá verður kirkjan skreytt í öllum regnbogans litum og lagt út frá merkingu litanna í helgihaldinu.
Litamessan er fjölskylduguðsþjónusta þar sem yngri barnakórinn syngur og sunnudagaskólabörnin taka virkan þátt.
Í litamessuna er öllum börnum sem verða 5 ára á þessu ári og búsett eru í sókninni, boðið að koma.
og þiggja að gjöf bókina Kata og Óli fara í kirkju. Litamessan er tilvalið tækifæri til þess að auðga líf sitt nýjum litum í gráma hversdagsins.
Eftir messuna er boðið upp á kaffi, djús og kex í safnaðarheimilinu.
• 20. janúar 2009:
Tónlistarnámskeið fyrir ungabörn í Fella- og Hólakirkju
Nú á vorönn verður haldið tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir börn á aldrinum þriggja til níu mánaða og foreldra þeirra.
Á námskeiðinu verður leitast við að kenna foreldrum hvernig nota má söng og tónlist til aukinna tengsla og örvunar við börnin þeirra en rannsóknir hafa sýnat að tónlist hefur góð áhrif á tilfinninga- og hreyfiþroska barna. Í kennslunni er einkum notast við sálma og tónlist kirkjunnar en einnig þekktar vísur, hrynleiki og þulur.
Námskeiðið verður haldið í kirkjunni á mánu- dögum kl. 11-11:45. Kennt verður í sex skipti og hefst kennslan þann 2. mars. Guðný Einarsdóttir, organisti Fella- og Hólakirkju sér um kennsluna.
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið en fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 10 börn.
Skráning fer fram í síma 698 9307 en einnig má senda tölvupóst á gudnyei@gmail.com. Námskeiðsgjald er 3.000 kr.
Barnastarfshátíðin okkar verður í Grafarvogskirkju 8. febrúar kl. 11
Barnastarfshátíð Prófastsdæmisins verður haldin í 5. sinn í Grafarvogskirkju sunnudaginn 8. febrúar kl. 11.00. Markmið hennar er að bjóða sunnudagaskólum kirknanna að koma saman til hátíðar og finna sig í hinum stóra og breiða hópi barna sem sækir hinar ýmsu kirkjur.
Barnastarf kirkjunnar er öflugt og kraftmikið þar sem börn, foreldrar, afar og ömmur geta notið þess að eiga saman uppbyggilega stund í kirkjunum sínum. Í fyrra mættu á milli 750 og 800 manns á hátíðina og heppnaðist hátíðin í alla staði mjög vel.
Að þessu sinni mun Björgvin Franz Gíslason leikari og umsjónarmaður Stundarinnar okkar verða með okkur á hátíðinni.
Rútur munu fara frá kirkjum prófastsdæmisins og verða rútuferðirnar auglýstar nánar í hverjum söfnuði fyrir sig.
Barnastarfshátíð prófastsdæmisins er árlegur viðburður, þar sem sunnudagaskólar kirknanna í Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti og Kópavogi sameinast um einn risasunnudagaskóla með miklu lífi, söng, fræðslu og skemmtun. Hér má sjá myndir frá hátíðnni í fyrra
• 14. janúar 2009:
Miðstöð fyrir atvinnulaust fólk í safnaðarheimili Hjallakirkju frá kl. 9-12
Hópur áhugafólks hefur fengið afnot af safnaðarheimili í Hjallakirkju í Kópavogi og opnar þar á föstudaginn miðstöð fyrir fólk sem hefur misst vinnu sína á síðustu vikum. Miðstöðin verður starfrækt alla virka daga frá kl. 9-12.
Miðstöðin getur nýst til margvíslegra hluta:
Til að hitta fólk og spjalla yfir kaffibolla.
Til að kynna ýmsa hópa eða verkefni sem áhugasamir einstaklingar eru tilbúnir til að standa fyrir.
Verið staður til að hefja og enda góðar gönguferðir, fá sér kaffibolla í lokin.
Verið vettvangur hugmynda sem upp kunna að koma í framhaldi af opnun miðstöðvarinnar.
Það er ljóst að í hópi þeirra fjölmörgu einstaklinga sem nýlega hafa misst vinnuna eru margir sem hafa kraft til að taka þátt í margvíslegum uppákomum og eru tilbúnir til að hafa frumkvæði, gefa af sér og þiggja af öðrum.
Sóknarnefnd Hjallakirkju hefur boðist til að hafa kaffi á boðstólum.
Hópurinn biður áhugasama einstaklinga um að gefa sig fram til að aðstoða við verkefnið, til dæmis til að koma á morgnana, opna húsið og hella upp á könnuna. Jafnframt óskum við eftir fólki til að standa fyrir námskeiðum, t.d. um fjármál heimilanna, ræðumennsku o.fl.; fyrirlestrum, t.d. um atvinnuleit, líkamsrækt o.fl.; hópum svo sem spilahóp, prjónahóp, myndahóp o.fl.
Áhugasamir hringi í Eddu Ástvaldsdóttur í síma 896-1240 eftir kl. 17 á daginn eða í Guðrúnu Huldu Birgis í síma 893-3230 á milli kl. 9-13. Einnig er hægt að senda netpóst á netfangið uppsprettan@hjallakirkja.is. Hikið ekki við að láta sjá ykkur, allir eru velkomnir.
Uppsprettan – sjálfshjálparhópur
• 12. janúar 2009:
Fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð/sorgarhópur
Fimmtudaginn 22. janúar kl. 20:00. verður fyrirlestur í Grafarvogskirkju sem Sr. Ingileif Malmberg sjúkra- húsprestur á Landspítalanum heldur um sorg og sorgarviðbrögð.
Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópum sem hefjast fimmtudagskvöldið 29 janúar kl. 20:00 og verður vikulega í sjö vikur. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í sorgarhópi er bent á að hafa samband við presta Grafarvogskirkju í síma 587 9070 eða á netfangið srgudrun@grafarvogskirkja.is.
• 7. janúar 2009:
Digraneskirkja með Alfa fyrir unglinga á kvöldin og aldraða í hádeginu
Mikil ánægja hefur verið með Alfanámskeiðin. Alfanámskeiðin hafa verið hér í kirkjunni óslitið frá 2001. Alfa hefur skapað sér öruggan sess, því námskeiðið þykir bæði fróðlegt og gefandi. Alfa fyrir unglinga var s.l. haust hér í kirkjunni. Nú hefur verið ákveðið að færa út kvíarnar og fá fleiri kirkjur með. Alfa fyrir aldraða hefur verið haldið frá 2006 í samvinnu við Félagsstarf aldraðra í Kópavogi.
Námskeiðin eru haldin til skiptis í Félagsmiðstöðvunum í Gjábakka og Gullsmára.
• 5. janúar 2009:
Barna- og kórastarf hefst í Breiðholtskirkju í næstu viku
Í næstu viku hefst allt barnastarf innan kirkjunn- ar. Í Breiðholtskirkju hittast Kirkjuprakkarar miðvikudaginn 14. janúar klukkan 16:00, kór- æfingar hjá yngri barnakórnum hefjast fimmtudaginn 15. janúar klukkan 14:15, eldri kórinn hittist klukkan 15:30 og TTT hittast sama dag klukkan 17:00.
Það eru skemmtilegir mánuðir framundan hjá þeim í Breiðholts- kirkju og við hlökkum til að hitta ykkur aftur og einnig vonum við að við fáum að kynnast mörgum nýjum krökkum í vetur. Allir krakkar eru hjartanlega velkomnir að bætast í hópinn.
Prestar eru séra Svavar Stefánsson, séra Þórhildur Ólafs og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Söngfuglar syngja og leiða almennan söng kirkjugesta sem Krisztina Kalló Szklenár stjórnar við undirleik Hilmars Arnars Agnarssonar organista.