Mörgum finnst gaman að syngja og nota hvert tækifæri sem gefst til að syngja með
öðrum, s.s. á ættarmótum, árshátíðum og við aðra mannfagnaði.
Þú þegar vetrarstarfið er að hefjast í kirkjum þá kemur í ljós að það vantar
víða gott söng- fólk. Er þetta ekki tækifærið fyrir þig? Fyrir utan söng í
messum og söngæfingar, þá er þetta skemmtilegur félagsskapur fólks á öllum
aldri. Nú er bar að hafa samband við þá!
Breiðholtskirkja auglýsir núna eftir góðu söngfólki, en þau æfa á
miðvikudagskvöldum á milli 19.30 og 21.30. Áhugasamir geta haft samband við
kórstjórann, Örn Magnússon í síma 862-3119
eða með tölvupósti til hans.
|
Kór Guðríðarkirkju óskar líka eftir eftir söngfólki. Söngfólk vantar í allar raddir og er nýjum röddum tekið fagnandi. Æft er á þriðjudagskvöldum á milli kl. 19.30 og 21.30 í Guðríðarkirkju.
Áhugasamir geta haft sam- band við Hrönn kórstjóra
með tölvupósti til hennar eða hringt í Guðríðarkirkju.
|