Viðburðir og fréttir í ágúst 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 26. ágúst 2011:

Finnst þér gaman að syngja? - Viltu syngja í kór með skemmtilegu fólki?

Mörgum finnst gaman að syngja og nota hvert tækifæri sem gefst til að syngja með öðrum, s.s. á ættarmótum, árshátíðum og við aðra mannfagnaði.

Þú þegar vetrarstarfið er að hefjast í kirkjum þá kemur í ljós að það vantar víða gott söng- fólk. Er þetta ekki tækifærið fyrir þig? Fyrir utan söng í messum og söngæfingar, þá er þetta skemmtilegur félagsskapur fólks á öllum aldri. Nú er bar að hafa samband við þá!

Breiðholtskirkja auglýsir núna eftir góðu söngfólki, en þau æfa á miðvikudagskvöldum á milli 19.30 og 21.30. Áhugasamir geta haft samband við kórstjórann, Örn Magnússon í síma 862-3119 eða með tölvupósti til hans.

 

Kór Guðríðarkirkju óskar líka eftir eftir söngfólki. Söngfólk vantar í allar raddir og er nýjum röddum tekið fagnandi. Æft er á þriðjudagskvöldum á milli kl. 19.30 og 21.30 í Guðríðarkirkju. Áhugasamir geta haft sam- band við Hrönn kórstjóra með tölvupósti til hennar eða hringt í Guðríðarkirkju.

• 16. ágúst 2011:

Vetrarstarf í kirkjum prófastsdæmisins fer senn að hefjast

Núna fer sumri senn að halla og því fylgir líka tilhlökkun, því þá hefst aftur kirkjustarf aldr- aðra, barna og unglinga í kirkjunni þeirra. Núna er starfsfólk að koma úr sumarleyfum og undirbúningur því á fullu. Við munum kynna dagskrá hér í vinstra dálki, sem við nefnum "Á döfinni" þá þegar þeir hefjast.

Strax upp úr mánaðarmótum ágúst - sept. hefst svo starfið. Reyndar er fermingarundir- búningurinn þegar hafinn í kirkjunum og kynning og fræðsla hafin í flestum þeirra. Listasmiðjan Litróf í Fella- og Hólakirkju hefst miðvikudaginn 7. september næstkomandi.

 

Yngri hópur verður kl. 15.00 og eldri hópur (frá 7.bekk) verður kl. 16.15 á miðvikudögum í vetur. Margt skemmtilegt er framundan hjá Litrófinu. Dagskrá haustmisseris verður kynnt á fyrstu æfingunni hjá þeim.

• 9. ágúst 2011:

Hólahátíð verður haldin 12. – 14. ágúst að Hólum í Hjaltadal

Hólahátíð verður haldin 12. – 14. ágúst n.k. Hún hefst í Auðunarstofu föstudagskvöldið 12. ágúst kl. 20:00 með opnun sýningarinnar „Krossferli að fylgja þínum“. Þar sýnir Jón Geir Ágústsson handunna krossa úr tré og sandsteini ásamt tréskurðarmyndum. Dr. Einar Sigurbjörnsson flytur erindi um táknmál krossins. Sýningin verður opin á Hólahátíð 13. og 14. ágúst frá kl. 10 – 18.

Pílagrímar ganga og hlaupa: Laugardagurinn er útivistar- og fjölskyldudagur. Þá er meðal annars í boði ratleikur fyrir alla fjölskylduna, þrjár mismunandi göngur, hlaup, grillveisla og kvöldvaka við varðeld. Á Hólahátíð 2011 gefst gott tækifæri fyrir alla til að hreyfa sig og kynnast um leið gömlum þjóðleiðum, sem pílagrímar fóru á leið sinni heim að Hólum, taka þátt í helgihaldi og fá fylgd góðra leiðsögumanna og fararstjóra.

 

Þrjár göngur og eitt hlaup eru í boði laugardaginn 13. ágúst. Tvær lengri leiðir með 8-9 klukkustunda göngu um Heljardalsheiði og hins vegar frá Flugumýri að Hvammi í Hjaltadal og ein styttri helgiganga í Gvendarskál þar sem vígslubiskup messar. Sjá dagskrá Hólahátíðar nánar hér.

• 4. ágúst 2011:

Vistaskipti presta í Grafarvogs- og Seltjarnarnessókn

Séra Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafar- vogskirkju hefur fengið ársleyfi frá störfum við Grafarvogskirkju frá 1. ágúst 2011. Hann fer til starfa í Seltjarnarneskirkju frá þeim tíma í eitt ár. Í hans stað kemur séra Sigurð- ur Grétar Helgason sóknarprestur í Seltjarn- arneskirkju til starfa hér í Grafarvogssöfnuði í sama tíma.

Fyrsta guðsþjónusta séra Sigurðar í Grafar- vogskirkju er fyrirhuguð á sunnudag, 7. ágúst kl. 11:00. Kaffi á könnunni eftir messu.

Sjá nánar á vef Grafarvogskirkju.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker