Viðburðir og fréttir í maí 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptember • Október • Nóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 27. maí 2011:

Breiðholtsbúar bjóða upp á gönguferðir til kirkju næstu sunnudaga

Næstu sunnudaga verða sérstakar göngu- ferðir um Breiðholtið. Það eru kirkjurnar í hverfinu sem hafa frumkvæðið að þessum gönguferðum sem eiga það allar sameiginlegt að byrja og enda við kirkju. Þetta er þriðja árið í röð sem boðið er upp á slíkar göngur og ánægjulegt hefur verið að fylgjast með gönguhópnum stækka milli ára.

Fyrsta gangan verður sunnudaginn 29. maí. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 19 og gengið að Seljakirkju. Klukkan 20:00 verð- ur messað í Seljakirkju og boðið verður upp á hressingu að messu lokinni.


 


Sunnudaginn 5. júní verður gengið frá Selja- kirkju kl. 19:00 til messu í Breiðholtskirkju sem byrjar kl. 20:00. Síðasta gangan verður sunnudaginn 19. júní. Þá verður lagt af stað frá Breiðholtskirkju og gengið til kvöldmessu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20:00.

Ekið verður með göngufólk aftur að þeirri kirkju sem göngurnar hófust þegar allir hafa þegið hressingu eftir messurnar. Göngumess- urnar eru liður í auknu samstarfi safnaðanna sem sameinast um helgihald þessa daga. Þetta er tilvalið tækifæri til að sameina góða hreyfingu, andlega næringu og góðan félags- skap. Allir eru velkomnir.

• 25. maí 2011:

Mömmumorgnar fara bráðum í sumarfrí og byrja svo aftur í haust

Flest allar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hafa í vetur, eins og undanfarin ár, verið með svokallaða mömmumorgna, þar sem foreldrar hafa getað komið saman með börnin sín og rabbað yfir kaffi og kökum.

Núna um mánaðarmótin maí-júní endar þetta frábæra starf vegna sumarleyfa. Í haust hefst kirkjustarfið aftur af fullum krafti fyrir börn og unglinga, mömmumorgnar sem og eldri borgarana.


 

Þessar myndir voru teknar síðasta föstudag í Breiðholtskirkju, en síðasti mömmumorgunn vetrarins verður þar næsta föstudag.


• 22. maí 2011:

Héraðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra í Borgum 26. maí

Boðað hefur verið til héraðsfundar í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra, sem að þessu sinni verður haldinn í Borgum, safnaðarheimili Kársnessóknar, fimmtudaginn 26. maí. Fund- urinn hefst kl. 17:30 og gert er ráð fyrir að honum ljúki ekki síðar en kl. 22.

Fundurinn hefst með helgistund í umsjá sóknarprestsins í Kópavogskirkju, en síðan verður fundur settur í safnaðarheimilinu þar sem við taka venjuleg aðalfundarstörf prófastsdæmisins, framlagning starfsskýrslna

 

og reikninga,afgreiðsla ársreiknings og fjár-hagsáætlunar, kosningar og önnur mál. Sjá nánar hér dagskrá fundarins.

• 19. maí 2011:

Vorferð kirkjustarfs eldri borgara í Fella- og Hólakirkju verður 24. maí

Vorferð kirkjustarfs eldri borgara í Fella- og Hólakirkju verður farin þriðjudaginn 24. maí. Farið verður frá kirkjunni kl. 10. Keyrt verð- ur að Breiðabólstað, síðan farið í Smáratún og borðað þar.

Við keyrum að hinni frægu Landeyjarhöfn og síðan förum við að Hvolsvelli og skoðum sögusýninguna þar og fáum okkur kaffi. Við hvetjum alla til að koma með okkur í þessa skemmtilegu ferð.

 

Áætluð heimkoma er kl. 18. Verð 3.000 kr. Skráning í síma 557 328.

• 17. maí 2011:

Börnin í Grafarvogssókn ljúka vetrarstarfinu með vorhátíð

Sunnudaginn 15. maí s.l. var síðasti sunnu-dagaskólinn í Grafarvogskirkju í vetur, en núna fer barnastarf og annað skipulagt kirkjustarf að fara í sumarfrí. Kyrrðarstundir verða þó áfram í hádegi á einhverjum stöð- um og hugsanlegt eldri borgarastarf, en það á eftir að koma í ljós hvar það verður og verður þá sérstaklega kynnt hérna síðar.

Grafarvogssöfnuður var með mikla vorhátíð á sunnudaginn, þar sem mikið var sungið og jafnvel dansað í halarófu um alla kirkjuna. Nokkrir krakkar fengu að stjórna söng, tveir hljóðfæraleikarar úr Tónskóla Hörpunnar komu og léku fyrir krakkana - og svo komu Mikki refur og Lilli klifurmús í heimsókn, en þau sjást stundum í Elliðarárdal á sumrin.


 

Ritstjóri vefsins fór með barnabörnin sín á vorhátíðina í Grafarvogskirkju og skemmtu þau sér vel eins og allir krakkarnir gerðu.

Eftir messuna tók enn meiri skemmtun við, því fyrir utan kirkjuna var búið að koma fyrir hoppikastala og risa-rennibraut með klifur- neti. Jafnframt fengu öll börnin grillaðar pylsur í svanginn, sem starfsmenn kirkjunnar sáu um að grilla. 

• 13. maí 2011:

Guðsþjónusta hestafólks 15. maí kl. 14 í Seljakirkju

Hestafólk fer ríðandi til guðsþjónustu í Selja- kirkju. Hópar koma frá Víðidalnum, Almanna- dal, Andvaravöllum, Heimsenda, Gustssvæð-inu og jafnvel víðar að. Á bílastæðinu við kirkjuna er traust gerði fyrir hrossin.

Í fyrra voru þar um 140 hross á meðan guðs- þjónustan stóð yfir. Guðsþjónustan er í höndum heimafólks. Allir eru velkomnir, hvort sem komið er á hesti eða ekki.

 


• 10. maí 2011:

Mjög fjölbreytt starf hjá eldri borgurum í Grafarvogskirkju

Það er nokkuð langt síðan við heimsóttum kirkjustarf eldri borgara í Grafarvogskirkju. Þegar við litum þar inn í dag, miðvikudaginn 10. maí, var mjög margt um manninn og var fólk ýmist að spila félagsvist, í prjónaskap eiða annarri handavinnu, sem sjá má á myndunum sem hér eru.


 

Kirkjustarf aldraðra mun taka sumarhlé á uppstigningardag svo það er ennþá hægt að byrja í starfi þeirra næstu þrjár vikur. Starfið mun síðan hefjast aftur í haust.

• 4. maí 2011:

Málþing þjóðmálanefndar kirkjunnar um fátækt á föstudaginn kl. 12

Á mesta velferðarskeiði Íslandssögunnar jókst misskipting í landinu. Eftir hrun hefur mistekist að verja hag þeirra sem minnst mega sín. Útilokað er að lifa af lægstu launa-töxtum eða örorkubótum og atvinnuleysi er mikið.

Fátækt hefur aftur numið land á Íslandi. Fjöldi Íslendinga sveltur. Það hefur Guð- mundar Magnússonar, formaður Öryrkja- bandalagsins, bent á og prestar finna fyrir því sama í störfum sínum.

Þjóðmálanefnd kirkjunnar kallar til málþings um fátækt á Íslandi föstudaginn 6. maí. Þar verður leitað svara við því hvernig við eigum að bregðast við fátæktinni og hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.

 

Flutt verða tvö framsöguerindi, fyrst fjallar Bjarni Karlsson um ástandið á Íslandi og síð-an mun Vilborg Oddsdóttir ræða um fyrir- komulag innlends hjálparstarfs.

Þórhallur Heimsson, sóknarprestur í Hafnar- fjarðarkirkju, mun bregðast við erindum og leiðir þátttakendur inn í almennar umræður.

Málþingið verður haldið á Torginu í safnað- arheimili Neskirkju milli kl. 12 og 13:30, föstudaginn 6. maí. Fundarstjóri verður Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker