Á mesta velferðarskeiði Íslandssögunnar jókst misskipting í landinu. Eftir hrun hefur mistekist að verja hag þeirra sem minnst mega sín. Útilokað er að lifa af lægstu launa-töxtum eða örorkubótum og atvinnuleysi er mikið.
Fátækt hefur aftur numið land á Íslandi. Fjöldi Íslendinga sveltur. Það hefur Guð- mundar Magnússonar, formaður Öryrkja- bandalagsins, bent á og prestar finna fyrir því sama í störfum sínum.
Þjóðmálanefnd kirkjunnar kallar til málþings um fátækt á Íslandi föstudaginn 6. maí. Þar verður leitað svara við því hvernig við eigum að bregðast við fátæktinni og hvernig við getum stutt við fólk í að halda reisn sinni þrátt fyrir erfiðar fjárhagslegar aðstæður.
|
Flutt verða tvö framsöguerindi, fyrst fjallar Bjarni Karlsson um ástandið á Íslandi og síð-an
mun Vilborg Oddsdóttir ræða um fyrir- komulag innlends hjálparstarfs.
Þórhallur Heimsson, sóknarprestur í Hafnar- fjarðarkirkju, mun bregðast við erindum og leiðir þátttakendur inn í almennar umræður.
Málþingið verður haldið á Torginu í safnað- arheimili Neskirkju milli kl. 12 og 13:30, föstudaginn 6. maí. Fundarstjóri verður Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur.
|