Kvennakór Kópvogs, í samstarfi við Digranes- kirkju, stendur fyrir árlegum tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sunnu- daginn 6. nóvember n.k. frá klukkan 16 til 18.
Yfirskrift tónleikanna er Hönd í hönd og vísar nafnið til þess hve nauðsynlegt það er að rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga erfitt og standa af einhverjum ástæðum höllum fæti í samfélaginu.
Kvennakór Kópavogs hefur eins og endranær fengið fjölda frábærra listamanna
sem fram koma á tónleikunum, auk Kvennakórs Kópa- vogs, Gissur Páll Gissurarson,
Sigurður Guð-mundsson úr Hjálmum, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson úr Hjalta- lín, Sönghópurinn Spectrum og Ingveldur Ýr, Ólöf Jara Skagfjörð, félagar úr Skólahljóm- sveit Kópavogs, Vallargerðisbræður, Drengja- kór Hafnarfjarðar og Hulda María Halldórs- dóttir sem syngur á táknmáli.
|
Ræðumaður verður Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju. Allir listamenn sem fram koma og þeir sem vinna
að framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína þannig að miða- verð rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.
Tónleikarnir verða í Digraneskirkju sunnu- daginn 6. nóvember n.k. frá klukkan 16-18. Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið
hondkk@gmail.com. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og miðar verða seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.
|