Viðburðir og fréttir í nóvember 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 30. nóvember 2011:

Aðventukvöld verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 4. desember kl. 20

Hátíðleg stund verður í Árbæjarkirkju á öðrum sunnudegi í aðventu þegar þau verða með aðventukvöld sem hefst kl. 20.

Ræðumaður kvöldsins er Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Meðal þeirra sem koma fram eru: Maria Cederborg leikur á þver- flautu; börn frá Tónskóla Sigursveins; Kirkju- kór Árbæjarkirkju syngur; Nathalia Druzin Halldórsdóttir syngur einsöng; Barnakórinn syngur nokkur lög og börn úr barnastarfi kirkjunnar sýna jólahelgileik.

 

Kynnir kvöldsins er Svanhildur Árnadóttir sóknarnefndarkona. Allir hjartanlega vel- komnir. Nánar hér á vef Árbæjarkirkju.

• 28. nóvember 2011:

Árlegir aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju verða 4. desember kl. 20

Árlegir tónleikar Kórs Hjallakirkju verða að venju annan sunnudag í aðventu, 4. desem- ber kl. 20. Hjá mörgum eru þessir tónleikar orðnir fastur liður í undirbúningi jólanna.

Efnisskráin er að venju mjög fjölbreytt og sækir tónlist til ýmissa landa og frá ýmsum tímum. Einsöng syngja kórfélagarnir Katrín Valgerður Karlsdóttir sópran, Kristín Halla Hannesdóttir sópran, Margrét F. Sigurðar- dóttir mezzosópran, Einar Gunnarsson tenór og Gunnar Jónsson bassi. Boðið er uppá hefðbundinn kórsöng, einnig kvennakór og karlakór og svo syngjum við líka öll saman og hlustum á upplestur.

 

Prestar kirkjunnar annast talað mál, Julian Hewlett leikur með á orgel og flygil. Söng- stjóri er Jón Ólafur Sigurðsson. Eftir tónleik- ana er boðið upp á heitt kakó og piparkök- ur. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánar um tónleik- ana má sjá hér á vef Hjallakirkju.

• 25. nóvember 2011:

Ásta Ágústsdóttir sett inn í embætti djákna við Kópavogskirkju

Á fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember kl. 11:00, verður Ásta Ágústsdóttir sett inn í embætti djákna við Kópavogskirkju af sr. Gísla Jónassyni, prófasti Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra. Ásta prédikar og sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Matéová.

Á eftir messu er móttaka í safnaðarheimilinu “Borgum” til heiðurs Ástu. Allir hvattir til að koma og samfagna nýjum djákna.

 


• 23. nóvember 2011:

Aðventuhátíð í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra á sunnudag

Aðventuhátíð verður í nær öllum kirkjum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra nú á fyrsta sunnudegi í aðventu og hefjast þær kl. 20.

Mikið verður um dýrðir, sálmar sungnir, ýmis tónlistaratriði og hugleiðingar fluttar. Í lokin verður kaffisala, þar sem ágóði rennur ýmist til Hjálparstarfs kirkjunnar eða styrktarverk- efna á vegnum safnaðanna. Allir eru hjartan- lega velkomnir að eiga góða aðventuhátíð-arstund á sunnudagskvöld.

Nánari upplýsingar um dagskrá í kirkjum fyrsta sunnudag í aðventu er að finna hér.

 


• 21. nóvember 2011:

Biblíulestraröð hefst aftur í Breiðholtskirkju eftir áramótin

Fimmtudaginn 19. janúar hefst í Breiðholts- kirkju Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra og Starfs- og leik- mannaskóla kirkjunnar. Á námskeiðinu verð- ur gerð grein fyrir stefnum og straumum í íslenskri guðfræði á síðustu öld. Samhliða umfjölluninni verður fjallað um Jóhannesar- guðspjall, tilurð, efni og byggingu þess en nokkrir kaflar verða rit- skýrðir sérstaklega. Umsjón og kennari er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

 

Biblíulestrarnir verða haldnir í tíu skipti á fimmtudögum frá 19. janúar til 23. mars, frá kl. 20.00 til 22.00.

• 17. nóvember 2011:

Tómasarmessa í Breiðholtskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 20

Sunnudagskvöldið 20. nóvember kl. 20 verður þriðja Tómasarmessan í Breiðholtskirkju á þessu hausti. "Sá sem trúir hefur eilíft líf" er þema þessarar messu og er það nývígður Skálholtsbiskup, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sem flytur prédikun dagsins.

Umsjón með tónlistarflutningi hefur Þorvald- ur Halldórsson. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna.

 

Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undir- búningi og framkvæmd messunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

• 14. nóvember 2011:

Umferðarmessa í Digraneskirkju á sunnudagskvöld kl. 20

Umferðarmessa verður í Digraneskirkju á sunnudagskvöld kl. 20 til minningar um fórn- arlömb umferðarslysa. Vox Populi og Lög- reglukórinn syngja undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Prestur er Sr. Gunnar Sigur- jónsson og organisti Zbigniew Zuchowich.

2011-2020 er “Áratugur aðgerða í umferðar-öryggi” sem er átælun Sameinuðu þjóðanna. Markmið aðgerðanna er að stöðva og/eða snúa við þróuninni í aukningu alvarlegra um- ferðarslysa á heimsvísu.

 

Þetta myndband var gert í tilefni átaksins.

• 10. nóvember 2011:

Söngleikurinn Litla Ljót í Fella- og Hólakirkju 12. nóvember kl. 16

Listasmiðjan Litróf setur upp og sýnir söng- leikinn um Litlu Ljót eftir Hauk Ágústsson laugardaginn 12. nóvember kl. 16 í Fella- og Hólakirkju.

Sýningin er skemmtileg og lífleg og höfðar til allra aldurshópa. Ókeypis aðgangur og allir innilega velkomnir.

 


• 7. nóvember 2011:

Unglinga- og æskulýðssamvera kirknanna í Breiðholti 13. nóvember

Unglinga- og æskulýðssamvera verður í Fella- og Hólakirkju sunndagskvöldið 13. nóvember og hefst  hún kl. 20.

Samveran er samstarfsverkefni kirknanna í Breiðholti. Við bjóðum velkomin ungmennum og foreldrum þeirra úr Fella- og Hólabrekku-hverfum, Seljahverfi og Neðra-Breiðholti.

Fjölbreytt dagskrá og boðið verður uppá súkkulaðikökur og mjólk eftir samveruna.

 


• 4. nóvember 2011:

Gospelmessa í Borgarholtsskóla sunnudaginn 6. nóvember kl. 17

Grafarvogssöfnuður verður með fjöruga Gospelmessu í Borgarholtsskóla sunnudaginn 6. nóvember kl. 17. Allir eru velkomnir.

Séra Sigurður Grétar Helgason þjónar ásamt messuþjónum. Vox Populi syngur og organisti er Guðlaugur Viktorsson.

 


• 2. nóvember 2011:

Góðgerðartónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd í Digraneskirkju

Kvennakór Kópvogs, í samstarfi við Digranes- kirkju, stendur fyrir árlegum tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Kópavogs sunnu- daginn 6. nóvember n.k. frá klukkan 16 til 18.

Yfirskrift tónleikanna er Hönd í hönd og vísar nafnið til þess hve nauðsynlegt það er að rétta hjálparhönd til þeirra sem eiga erfitt og standa af einhverjum ástæðum höllum fæti í samfélaginu.

Kvennakór Kópavogs hefur eins og endranær fengið fjölda frábærra listamanna sem fram koma á tónleikunum, auk Kvennakórs Kópa- vogs, Gissur Páll Gissurarson, Sigurður Guð-mundsson úr Hjálmum, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson úr Hjalta- lín,  Sönghópurinn Spectrum og Ingveldur Ýr, Ólöf Jara Skagfjörð, félagar úr Skólahljóm- sveit Kópavogs, Vallargerðisbræður, Drengja- kór Hafnarfjarðar og Hulda María Halldórs- dóttir sem syngur á táknmáli.

 

Ræðumaður verður Gunnar Sigurjónsson prestur í Digraneskirkju. Allir listamenn sem fram koma og þeir sem vinna að framkvæmd tónleikanna gefa vinnu sína þannig að miða- verð rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs.

Tónleikarnir verða í Digraneskirkju sunnu- daginn 6. nóvember n.k. frá klukkan 16-18. Hægt er að panta miða með því að senda póst á netfangið hondkk@gmail.com. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og miðar verða seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.


Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker