Breiðholtskirkja:
Aðventukvöld kl. 20.00
Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, sem miðuð er við alla fjöl-skylduna:
Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjórn organistans, Arnar Magnússonar. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng og stúlknatríó úr unglingastarfinu syngur.
Fermingarbörn flytja stutta dagskrá um aðventukransinn og Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, flytur aðventuhugleiðingu. Hátíðinni lýkur með helgistund við kertaljós þar sem börnin leiða sönginn.
Að samkomunni lokinni er hægt að kaupa heitt súkkulaði og smákökur vægu verði til styrktar safnaðarstarfinu. (Ókeypis fyrir ófermd börn.) Einnig munu fermingarbörn selja friðarkerti til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
|
Aðventusamkomurnar hafa löngum verið miklar hátíðarstundir í safnaðarlífinu og mörgum til gleði og uppbyggingar við upphaf undirbúnings jóla. Vona ég að svo verði einnig í ár. Vil ég því nota þetta tækifæri til að hvetja sóknarbúa og aðra þá sem áhuga hafa til að fjölmenna við þessa athöfn og hefja þannig jólaundirbúninginn með góðri stund í húsi Drottins.
|