Viðburðir og fréttir í desember 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvemberDesember
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 28. desember 2011:

“Vocal Project” með tónleika í Kópavogskirkju á gamlársdag kl. 17.30

Á gamlársdag mun kórinn “Vocal Project” verða með tónleika á undan hátíðarmessu og hefjast tónleikarnir kl. 17. 30 en hátíðar- messan hefst síðan kl. 18 og mun kórinn syngja líka í messunni. Kórinn var stofnaður í desember árið 2010 af Matthíasi Baldurssyni, sem jafnframt er stjórnandi kórsins.

Áhersla er lögð á flutning vandaðrar rytmísk- ar tónlistar það er popp, jazz og dægurlaga. Nú syngja hátt í 100 manns með kórnum.

 


• 21. desember 2011:

Gleðilega jólahátíð - Helgihald í kirkjunum yfir hátíðarnar

Fjölbreytt helgihald er í kirkjum prófasts- dæmisins um jól og áramót. Aftansöngur er í kirkjum á aðfangadag kl. 18 og víða eru einnig miðnæturguðsþjónustur. Á jóladag eru hátíðarguðsþjónustur kl. 14 en einnig eru margar kirkjur með fjölskylduguðsþjón- ustur á annan í jólum sem og þriðja í jólum.

 

Nánar um helgihald yfir jól og áramót má finna á heimasíðum hverrar kirkju sem er að finna hér:

ÁrbæjarkirkjaBreiðholtskirkjaDigra- neskirkjaFella- og HólakirkjaGuðríðar- kirkja - GrafarvogskirkjaHjallakirkja
KópavogskirkjaLindakirkjaSeljakirkja

• 17. desember 2011:

Jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju sunnudaginn 18. desember kl. 20

Kór Breiðholtskirkju heldur aðventu- og jóla- tónleika fjórða sunnudag í aðventu 18. des- ember kl. 20.

„Hin fegursta rósin er fundin“ er yfirskrift tónleikana og á efniskrá eru fjölbreytt jóla- lög sem kalla fram helgi og lofsöng komandi hátíðar. Stjórnandi er Örn Magnússon, ein- söngvarar Bergþór Pálsson, Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir. Blokkflautukvartett spilar ásamt strengjasveit.

 

Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja.

• 15. desember 2011:

Jólaball barna og Jólafjölskyldustund í Digraneskirkju á sunnudaginn

Kl. 11 á sunnudaginn verður Jólaball sunnu- dagaskólans. Jólasveinarnir Giljagaur og Stekkjastaur koma í heimsókn með glaðning handa börnunum. Gengið er í kringum jóla- tré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði og piparkökur eru í boði eftir Jólaballið okkar.

Klukkan 16 verður síðan Jólastund fjölskyld-unnar. Þar munu Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi syngja gömul og ný aðventu- og jólalög. Stundin miðast fyrst og fremst við sönginn, að rifja upp gamalkunnug aðventu- og jólalög og heyra jafnvel eitthvað sem er

 

ekki eins kunnuglegt. í lokin er boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Tónlistarmenn leiða stundina ásamt prestunum.

Helgihald Digraneskirkju sent út á netinu: Að frumkvæði Jólarásarinnar verður helgihald Digraneskirkju sent beint út á netinu. Um er að ræða beina útsendingu á Jólarásinni sem er vefútvarpsstöð.        Sjá hér upplýsingar um dagskrá Digraneskirkju á Jólarásinni.

• 13. desember 2011:

Jólatónleikar Kórs Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 20. des. kl. 20

Kór Fella- og Hólakirkju flytur ljúfa jólatónlist á tónleikum þann 20. desember kl. 20.30.

Á tónleikunum koma einnig fram þær Áshild- ur Haraldsdóttir flautuleikari og Katie Buck- ley hörpuleikari. Ásdís Arnalds, Elfa Dröfn Stefánsdóttir og Eyrún Ósk Ingólfsdóttir syngja einsöng.

Eftir tónleikana verður boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilinu.

Miðaverð er 1. 500 krónur við innganginn en hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum í forsölu á 1.000 krónur.

 

Fyrir 12 ára og yngri kostar miðinn 500 kr. Allir hjartanlega velkomnir á þessa ljúfu og notalegu jólastund!

• 11. desember 2011:

Fóstbræður bjóða á tónleika fjórða sunnudag í aðventu í Seljakirkju

Eins og undanfarin ár býður Karlakórinn Fóstbræður til tónleika í Seljakirkju á aðventunni. Þeir bjóða upp á aðventu og jólatónlist eins og hún verður best í réttu umhverfi. Þeir félagar eru hressir og færast mikið í fang. Það er frábært að njóta þess og góður undirbúningur hátíðarinnar.

Að þessu sinni verða tónleikarnir fjórða sunnudag í aðventu, 18. desember og hefjast kl 17. Kórinn syngur undir stjórn Árna Harð- arson og syngur María Jónsdóttir einsöng með þeim. Ókeypis er á tónleikana.

 


• 9. desember 2011:

Biblíulestraröð hefst aftur í Breiðholtskirkju eftir áramótin

Fimmtudaginn 19. janúar hefst í Breiðholts- kirkju Biblíulestraröð á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis eystra og Starfs- og leik- mannaskóla kirkjunnar. Á námskeiðinu verð- ur gerð grein fyrir stefnum og straumum í íslenskri guðfræði á síðustu öld. Samhliða umfjölluninni verður fjallað um Jóhannesar- guðspjall, tilurð, efni og byggingu þess en nokkrir kaflar verða rit- skýrðir sérstaklega. Umsjón og kennari er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.

 

Biblíulestrarnir verða haldnir í tíu skipti á fimmtudögum frá 19. janúar til 23. mars, frá kl. 20.00 til 22.00.

• 7. desember 2011:

Jólafjölskyldumessa og jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis á sunnudaginn

Jólafjölskyldumessa verður í Árbæjarkirkju á þriðja sunnudag í aðventu kl. 11. Tendrað á þriðja kerti aðventukransins Hirðakertinu.

Jólastund sunnudagaskólans þar sem Barna- kór Árbæjarkirkju syngur. Jólatrésskemmtun sunnudagaskólans og Fylkis í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messu.

Kátir sveinar hafa boðað komu sína og skora á Fylkis-stelpur og stráka að mæta þeim við jólatréð í safnaðarheimili kirkjunnar eftir kirkjuheimsóknina.

 


• 5. desember 2011:

Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju verða 7. des. í “Borgum” kl. 20

Aðventutónleikar Kórs Kópavogskirkju verða miðvikudagskvöldið 7. desember n.k. í safn- aðarheimilinu “Borgum” og hefjast kl. 20. Kórinn flytur aðventulög víða að undir stjórn Lenku Mátóvá, kantors. Inga Harðardóttir, guðfræðingur flytur hugleiðingu.

Engin aðgangseyrir og allir velkomnir.

 


• 2. desember 2011:

Gerðubergskórinn syngur við messu í Breiðholtskirkju á sunnudag kl. 11

Sunnudaginn 4. desember, annan sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholtskirkju. Þá syngur Gerðubergskór- inn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi.

Sú skemmtilega hefð hefur skapast, að kór- inn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Stjórnandi Gerðubergs- kórsins er Kári Friðriksson. Einnig munu þátt- takendur í félagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritningarlestra og bæn og tendra ljósin á aðventukertunum.

Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu og verður þá

 

væntanlega jafnframt spilað og sungið að hætti gestanna úr Gerðubergi. Það er von okkar, að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunnarar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni.

• 1. desember 2011:

Tónleikar Litrófs í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 7. des. kl. 20

Miðvikudaginn 7 .desember n.k. kl. 20.00 verður fjör í kirkjunni þegar Litrófið heldur sína aðventutónleika.

Komið og takið þátt í gleðinni og bjóðið vinum og vandamönnum með. Aðgangur aðeins 500 krónur.

Nánar á vef Fella- og Hólakirkju

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker
Deildu þessu með vinum á Fésbókinni