Viðburðir og fréttir í október 2011

   2011:   •   JanúarFebrúarMarsAprílMaíJúníJúlíÁgústSeptemberOktóberNóvember • Desember •
   2010:   •   JanúarFebrúarMars AprílMaíJúníJúlí • ÁgústSeptember Október NóvemberDesember
• 30. október 2011:

„Sorgin og jólin“ - fyrirlestur í Grafarvogskirkju 8. nóvember kl. 20

Þann 8. nóvember kl. 20.00 verður fyrirlest- urinn „Sorgin og jólin“ fluttur í Grafarvogs- kirkju. Fyrirlesari er Lena Rós Matthíasdóttir, prestur.

Eftir fyrirlesturinn verður viðstöddum boðið að skrá sig í samfylgdarhóp sem mun hittast í þrjú skipti í nóvember, á þriðjudagskvöldum kl. 20.00. Hópana leiða sr. Sigurður Grétar Helgason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir.

 


• 27. október 2011:

Er hægt að sjá Guð? - Tómasarmessa í Breiðholtskirkju á sunnudaginn

Önnur Tómasarmessan í Breiðholtskirkju í Mjódd á þessu hausti verður sunnudags- kvöldið 30. október, kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borg- arinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu fjórtán árin og verður sami háttur hafður á í vetur.

Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og hóp- ur presta og djákna.

Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrir- bænarþjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafn-

 

an þátt í undirbúningi og framkvæmd mess- unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar.

Umfjöllunarefni þessarar messu verður spurningin: Er hægt að sjá Guð?

• 25. október 2011:

SOS og Kór Kópavogskirkju með U2 guðsþjónustu í Kópavogskirkju

Hljómsveitin SOS eða "Stúlkan og strákarnir" flytja tónlist hljómsveitarinnar U2 ásamt Kór Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 30. október n.k. kl. 20. Stjórnandi Kórs Kópavogskirkju er Lenka Mátéová, kantor Kópavogskirkju.

Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu. Guðsþjónustan verður með óhefðbundnu sniði.

Hljómsveitina SOS skipa þau Helgi Már Hann- esson á píanó, Ólafur Steinarsson á bassa, John Hansen á gítar, Guðlaugur Þorleifsson á trommur og Kristín Stefánsdóttir, en hún er söngkona hljómsveitarinnar. Auk þeirra mun  Arnar Dór Hannesson verða gestasöngvari með hljómsveitinni þetta kvöld.

 

Þess má til gamans geta að flestir meðlimir þessa tónlistarviðburðar eru Kópavogsbúar eða tengdir Kópavogi á einn eða annan hátt.

Sjá nánari upplýsingar á vef Kópavogskirkju

• 20. október 2011:

Mömmumorgnar eru skemmtilegir hjá ungabörnunum líka

Ungbarnamorgnarnir eru ýmist kallaðir mömmumorgnar, foreldramorgnar eða pabba- morgnar í kirkjunum, en ættu í raun að kall- ast ungbarnamorgnar, því þeir snúast að mestu um þau. Allar kirkjur prófastsdæmisins bjóða upp á "mömmumorgna" og eru yfirleitt vel sóttir af foreldrum.

Annar ritstjórinn fór á flakk snemma einn morguninn og kom við í Fella- og Hólakirkju og Kópavogskirkju. Mömmurnar voru að mæta, en veðrið var ekki sem best, hávaða- rok og rigning og því líklegt að ekki mundi verða fjölmennt þann daginn - en nokkrar mæður komu þó með börnin sín. Á meðan börnin ýmist sofa í vagninum fyrir utan eða leika sér innandyra, er nóg að tala um hjá þeim fullorðnu. Stundum fá þau gestafyrir- lesara í heimsókn, sem fræða þau um eitt- hvað varðandi börnin, eða kynna vörur og þjónustu.


 

Eftir stuttan stans á báðum stöðum og kaffi- bolla, þakkaði hann pent fyrir og hélt sína leið út í rokið og rigninguna. Við hvetjum foreldra, afa og ömmur að drífa sig með krílin og njóta félagslífsins sem þar er boðið upp á auk kaffibolla og meðlætis.

Sjá alla fréttina og myndir

• 17. október 2011:

Námskeið um Biblíulestur hefjast n.k. miðvikudag í Seljakirkju

Eins og undanfarna vetur verða haldin nám- skeið um lestur Biblíunnar. Þar eru tekin fyrir ákveðin rit til að opna sýn og auðvelda lestur og skilning við lestur Heilagrar ritning- ar. Sr. Valgeir Ástráðsson flytur fyrirlestrana þar sem fjallað er um ritin á grundvelli nú- tíma rannsóknar biblíufræða, bakgrunni og inni- haldi rita til að auðvelda skilning og lestur Biblíunnar. Við hvern fyrirlestur eru umræður.

Fyrsti fyrirlesturinn veðrur miðvikudaginn 19. október og verður annað hvert miðvikudags- kvöld. Tímarnir hefjast kl. 19.30 lýkur kl. 21. Þennan veturinn verður fjallað um þau bréf Nýja testamentisins, sem kölluð hafa verið

 

hin almennu bréf, Hebreabréfið, Jakobsbréf-ið, Júdasarbréfið, Pétursbréfin og Jóhannes- arbréfin. Fyrsti fyrirlestur fjallar um hvernig rit voru valin í Gamla og Nýja testamentið og sess ritana þar. Fyrirlestarnir eru öllum opnir og ekkert gjald er tekið fyrir þátttökuna.

• 14. október 2011:

Mikill áhugi á Biblíulestrum í Breiðholtskirkju - vertu með!

Á fimmtudögum kl. 20 er námskeið í Biblíu- lestraröð á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og Starfs- og leikmannaskóla kirkjunn- ar. Námskeiðið fer fram á fimmtudögum frá kl. 20 til 22 og stendur til 24. nóvember.

Þar er gerð grein fyrir stefnum og straumum í íslenskri guðfræði á fyrri hluta síðustu aldar. Samhliða þeirri umfjöllun er fjallað um Jóhannesarguðguðspjall, tilurð þess, efni og byggingu. Guðspjallið er síðan lesið og nokkrir kaflar ritskýrðir sérstaklega.

 

Kennari á námskeiðinu er Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og fólk getur enn tekið þátt í þessu, en því lýkur eins og fyrr sagði 24. nóvember n.k.

• 10. október 2011:

Málþing um kynferðislega misnotkun á börnum í trúarlegu samhengi

Málþing verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. október n.k. kl. 10-13 um kynferðislega misnotkun á börnum í trúar- legu samhengi. Aðgangur er ókeypis og mál- þingið er öllum opið.

Aðalfyrirlesari verður Rev. Dr. Marie M. Fortune, sem er guðfræðingur og vígður prestur í The United Church of Christ. Hún stofnaði FaithTrust Institute í Seattle árið 1977 og veitir henni forstöðu. FaithTrust stofnunin býður upp á þjálfun, ráðgjöf, kennslu og fræðsluefni í því markmiði að binda endi á kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi og hefur Fortune sinnt þessum verkefnum í fjölda landa, með ólíkri menningu og trúarbrögðum. Markmiðið með komu hennar til Íslands er að sem flestir njóti þekkingar hennar og reynslu.

Stutt erindi flytja: Dr. Berglind Guðmunds- dóttir sálfræðingur við Landspítala; Bryn- hildur G. Flóvenz lögfræðingur og dósent við Lagadeild HÍ; Guðrún Ebba Ólafsdóttir kenn-

 

ari og stjórnarmaður Blátt áfram og Dreka- slóðar; Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur og lektor við Guðfræði og trúar- bragðafræðideild HÍ og Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur og dósent við Guð- fræði og trúarbragðafræðideild HÍ. Stjórn- andi málþingsins er Elín Hirst, fréttamaður.

Heimsóknin er kostuð af Þjóðkirkjunni, Guð- fræðistofnun HÍ, Forlaginu,  Kjalarnespróf- astsdæmi, Prestafélagi Íslands, Reykjavíkur- prófastsdæmi Eystra og Reykjavíkurprófasts- dæmi Vestra.    Nánari upplýsingar hér.

• 4. október 2011:

Að ná áttum og sáttum - sjálfstyrkingarnámskeið fyrir fráskilið fólk

Opinn fyrirlestur um hjónaskilnaði verður í Grafarvogskirkju fimmtudaginn, 6. október nk. kl. 20. Í framhaldi af fyrirlestrinum er boðið uppá samfylgd í hópum í fimm vikur. Hóparnir verða á fimmtudögum frá 20 - 22.

Umsjón hefur séra Guðrún Karlsdóttir og Linda Jóhannsdóttir. Hægt er að ská sig á fimmtudaginn eða í síma 587 9070 eða með netpósti til srgudrun@grafarvogskirkja.is.

 


• 2. október 2011:

„Hér stend ég“ - námskeið fyrir atvinnuleitendur 18-29 ára

Ertu í atvinnuleit og viltu fá aðstoð? Þér er boðið á námskeið. Námskeið fyrir atvinnu- leitendur 18-29 ára verður haldið í Safnaðar- heimili Breiðholtskirkju á tímabilinu 11. okt. til 24. nóv. 2011. Hér gefst gott tækifæri til að byggja sig upp, kynnast öðrum, finna og nýta hæfileika sína.

Námskeiðið, sem hefst 11. október, fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10.00 til 13.00. Allar nánari upplýsingar um nám- skeiðið og skráning á það er með netpósti á herstendeg@gmail.com eða í síma 893 1929.

 



Reykjavíkurprófastsdæmi eystra   •   Skrifstofa í Breiðholtskirkju   •   Þangbakka 5   •   Sími: 567 4810   •   Netfang:
eXTReMe Tracker